Það verður ekkert lagað seinna Þorvaldur Gylfason hélt því fram í Kastljósinu á þriðjudag að verði fyrstu spurningunni í þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög stjórnlagaráðs svarað játandi af meirihluta kjósenda þá geti Alþingi ekki annað en samþykkt drögin óbreytt sem nýja stjórnarskrá. Þetta er auðvitað ekki þannig. En það er samt ansi líklegt að þetta verði þannig. Fastir pennar 12. október 2012 00:00
Glötuð tækifæri Nú þegar fjögur ár eru liðin frá Hruni er rétt að líta um öxl og gráta það sem ekki var gert á meðan samfélagið öslaði peningana upp að hnjám og Íslendingar voru öðrum þjóðum fremri í flestu. Bakþankar 12. október 2012 00:00
Ímyndarherferð píkunnar Ég sá píkuna í nýju ljósi um daginn. Það var ekki svo að ég hefði spennt hana upp með goggi og stungið inn vasaljósi (þó vissulega sé það hugmynd fyrir áhugasama um leggöng). Ég sá hana í súkkulaðilíki. Í öllu sínu veldi sem smartan og girnilegan konfektmola. Við það að sjá hana svona tignarlega þá kviknaði hjá mér hugmynd. Fastir pennar 11. október 2012 00:00
Hreðjar Sjálfstæðisflokksins Hver skaut JFK? Gekk maðurinn í alvörunni á tunglinu? Hver stóð í raun og veru fyrir árásunum á tvíburaturnana í New York? Samsæriskenningar eru góð skemmtun. Þeir eru þó fáir sem leggja trú á þær aðrir en einstaka einfari sem hírist í kjallaranum hjá mömmu umkringdur ofurhetjufígúrum og óhreinataui. Eða hvað? Bakþankar 11. október 2012 00:00
Út með pólitíkina Meginniðurstöður úttektarnefndar á rekstri Orkuveitu Reykjavíkur koma ekki stórlega á óvart; þær staðfesta margt sem áður var vitað. Þær setja hins vegar ýmsa þætti málsins í skýrara ljós. Fastir pennar 11. október 2012 00:00
Að eyðileggja manneskju Ekki er langt liðið frá því að þingmaður var dæmdur til greiðslu miskabóta fyrir að bendla háskólaprófessor við óeðlileg tengsl við hagsmunasamtök. Orðin kosta þingmanninn 300 þúsund krónur en ég ætla ekki að hafa neitt af þeim eftir. Ég hef einfaldlega ekki efni á því. Látum líka liggja á milli hluta hvort niðurstaða héraðsdóms telst réttmæt. Sjálfur hef ég ekki tilfinningu fyrir því hvernig á að meta æru manns til fjár. Hitt er annað mál að þessi niðurstaða vekur upp spurningar um önnur mál þar sem þolendum eru dæmdar bætur fyrir miska. Bakþankar 10. október 2012 00:00
Aðstöðulausir gjörgæslusjúklingar Engin sértæk úrræði eru fyrir hendi hér á landi fyrir fólk sem er bráðveikt á geði, engin gjörgæsla eða sérstök deild þar sem vakað er yfir þeim sem geta reynst sjálfum sér og jafnvel öðrum hættulegir. Þessi hópur dvelur nú með fólki sem er komið vel á veg í bata, jafnvel öldruðum eða ungum mæðrum. Fastir pennar 10. október 2012 00:00
1 + 1 + 2000 + 398 Það er undantekning að ég gefi pening þegar ég er beðin um styrk til bágstaddra eða fjársveltra félagasamtaka. Kannski er það þess vegna sem ég fékk smá hnút í magann þegar ég var komin með söfnunarbaukinn frá Rauða krossinum í hendurnar og var við það að hringja bjöllunni á fyrsta húsinu. Mér til eilítillar undrunar tóku nánast allir Bakþankar 9. október 2012 06:00
Sparlega farið með dagsektirnar Fréttablaðið sagði frá því í síðustu viku að dagsektir vegna trassaskapar húseigenda í Reykjavíkurborg næmu nú tugum milljóna, nánar tiltekið 32 milljónum, vegna sex húsa víða um borgina. Þar er um ólík tilvik að ræða, bæði gömul hús sem trassað hefur verið að halda við (til dæmis gamla Borgarbókasafnið við Þingholtsstræti), hús í ágætu viðhaldi sem óleyfilegar breytingar hafa verið gerðar á og nýbyggingar sem ekki hefur verið gengið frá sem skyldi. Fastir pennar 9. október 2012 06:00
Rislágir karlar Þegar maður veltir fyrir sér karlmennsku og því sem hana skilgreinir þá fær hver og einn eflaust einhverja mynd upp í hugann. Sumir sjá fyrir sér sterkan, stæltan, jafnvel vel hærðan, eða vaxborinn hárlausan karlmann sem lætur engan bilbug á sér finna. Þá eru aðrir sem sjá fyrir sér föðurlegan, ábyrgan og traustan aðila sem tekur af skarið, veit sínu viti og lætur ekki hlaupa með sig í gönur. Svona mætti lengi telja í stereotýpiseringu, það sem þó flestir tengja við karlmennsku, að minnsta ko Fastir pennar 9. október 2012 06:00
Óskalag show-manna Eitt laugardagskvöld fyrir um það bil ári síðan sat ég ölkátur á barnum Azahara í bænum Priego de Kordóva þegar fagur söngur barst inn um dyrnar frá götunni við glimrandi gítarundirspil, tamborínuslátt, flautuleik og bjölluklingur. Ég stökk út til að bera tónlistarfólkið augum og hlýða á þetta fagra lag sem hljómaði eins rússneskt þjóðlag en textinn var spænskur og kristilegur. Að hljómflutningi loknum kom flautuleikarinn að mér með krukku í hendi og lagði ég auðfús evru í hana en lofsorð í eyru. Hélt ég síðan fjörinu áfram á næsta bar. Bakþankar 8. október 2012 06:00
Hvað finnst þér? Þjóðfélagið er alltaf að breytast. Með hverri breytingu á lögum og reglugerðum, hverju nýju frumvarpi sem samþykkt er, verður eitthvað öðruvísi en það var áður – betra eða verra eftir atvikum, því að breytingar eru ekki góðar eða slæmar í sjálfum sér. Við þurfum að vera vakandi. Þegar skólakerfinu er breytt þá breytast kjörin hjá börnunum okkar; þegar hætt er niðurgreiðslum á tilteknum lyfjum breytast kjörin hjá gamla fólkinu; þegar breytt er lögum um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum þá breytast kjörin hjá okkur – þá höfum við fengið vopn, og getum vísað í viðkomandi reglugerð. Og svo framvegis. Þetta vitum við. Fastir pennar 8. október 2012 06:00
Af hverju "ótækt“? Undarleg deila um skólastarf á Tálknafirði komst í hámæli í síðustu viku. Þar var síðastliðið sumar ákveðið að semja við Hjallastefnuna, sem hefur rekið leik- og grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum með góðum árangri, um að fyrirtækið tæki að sér rekstur grunnskóla sveitarfélagsins. Þessu var yfirgnæfandi meirihluti foreldra grunnskólabarna á staðnum samþykkur. Fastir pennar 8. október 2012 06:00
Styndu af hjartans þrá Spurning: Ég er ein af þeim konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í kynlífi og ég held að það sé ekki út af þekkingarleysi kærastans. Hann kann alveg sitt, mér finnst ég bara oft vera að hugsa um eitthvað allt annað þegar við stundum kynlíf. Ég ræð ekkert við það og það er mjög pirrandi því oft dett ég úr stuði og stundum tekur hann eftir því og spyr hvort ekki sé allt í lagi. Og auðvitað er allt í lagi þó stundum pæli ég í hlutum eins og hvort honum finnist ég sæt og hvað hann sé að hugsa, gera það ekki allir? Fastir pennar 6. október 2012 19:00
Upplyfting andans! Ímyndum okkur sem snöggvast verkalýðsfélag. Kjarasamningar þess eru lausir. Formaðurinn á í viðræðum við atvinnurekendur um hófsamar launahækkanir. Þær ganga vel. Varaformaðurinn styður formanninn til slíkra samtala en gerir honum um leið ljóst að hann muni standa í vegi hvers þess samnings sem út úr þeim komi. Hann telur vænlegra að fara gömlu leiðina með verkföllum og verðbólgu. Fastir pennar 6. október 2012 06:00
Upprætum ógeðið Umfangsmikil aðgerð lögreglu og tollgæzlu gegn glæpasamtökunum Outlaws á miðvikudagskvöldið ber vott um að löggæzluyfirvöld hyggist ekki sýna þessum félagsskap neina linkind. Fastir pennar 6. október 2012 06:00
Ísland, eyjan í norðri! Joey í Friends orðaði það vel með ódauðlegum orðum sínum "London baby!“ Greyið varð þó fyrir miklum vonbrigðum þegar yfir hafið var komið og vildi helst komast aftur heim til Bandaríkjanna þar sem allt var svo miklu betra. Bakþankar 6. október 2012 06:00
Gegnsærri stjórnsýsla á netinu Í Fréttablaðinu í fyrradag voru tvær fréttir, sem snúa að rafrænni stjórnsýslu sveitarfélaga. Annars vegar hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að í stað þess að setja eingöngu fundargerðir bæjarstjórnar og nefnda og ráða bæjarins á vef bæjarins verði skjöl sem tengjast ákvörðunum á fundum gerð aðgengileg almenningi á netinu. Hins vegar var sagt frá því að borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að upplýsingar um allar kostnaðargreiðslur borgarinnar verði gerðar almenningi aðgengilegar á netinu. Fastir pennar 5. október 2012 00:30
Að tala niður gjaldeyrishöftin Eflaust má velta því fyrir sér frá einhverjum vinkli hvað heppilegt sé að pólitíkusar og seðlabankamenn segi um gjaldmiðilinn. En athyglisverða spurningin í þessu er auðvitað ekki "Hvað má segja?“ heldur "Hvað er satt?“ Ef keisarinn er nakinn þá er hann nakinn, sama þótt það kunni að vera óheppilegt fyrir mannorð hans. Það að til séu stjórnmálamenn sem skipta vilji krónunni út fyrir annan gjaldmiðil er ekki hennar stærsta vandamál. Fastir pennar 5. október 2012 00:30
Einvígi við sjálfan sig Franska heimspekingnum René Descartes þótti gott að sofa út og vaknaði hann sjaldnast fyrr en um hádegi. Þegar hann var 53 ára falaðist Kristín Svíadrottning eftir einkakennslu frá meistaranum. Descartes samþykkti en komst brátt að því, sér til skelfingar, að Kristín vildi að kennslan færi fram eldsnemma á morgnana. Descartes var tilneyddur að verða við óskum drottningarinnar en fljótt varð ljóst að nýju svefnvenjurnar hentuðu honum engan veginn. Innan þriggja mánaða var hann dáinn úr lungnabólgu og telja læknar seinni tíma að þessi skyndilega breyting á svefnmynstri hafi veikt ónæmiskerfi hans og þannig átt hlut að máli. Bakþankar 5. október 2012 00:30
Talað inn í tómarúmið á miðjunni Breytt framtíðarsýn fyrir unga Íslendinga er útgangspunktur þess breiða hóps, sem í fyrradag hittist á Hótel Nordica og samþykkti ályktun undir fyrirsögninni "samstaða um þjóðarhagsmuni“. Fastir pennar 4. október 2012 06:00
Kássast upp á jússur Einelti er skelfilegt. Um það erum við öll sammála. En þrátt fyrir mikla umræðu og markvissar aðgerðir virðist ganga illa að ráða niðurlögum þess. Hver einstaklingurinn á fætur öðrum kemur fram í fjölmiðlum og lýsir sárri reynslu af einelti skólafélaga, vinnufélaga eða annarra. Og við jesúsum okkur og hryllum í kór yfir þessum sögum; skiljum ekki hvaðan þessi grimmd og mannfyrirlitning kemur. Kannski við ættum að líta okkur nær. Bakþankar 4. október 2012 06:00
Á að hljóðrita ríkisstjórnarfundi? Ríkisstjórn er vettvangur samráðs ráðherra um stjórn landsins. Stjórnskipunin gerir ráð fyrir því að þar séu rædd mikilvæg stjórnarmálefni sem hafi áhrif á hag allrar þjóðarinnar. Það má því fullyrða að margir hefðu áhuga á því að vera fluga á vegg á ríkisstjórnarfundum. Fáir hafa upplifað það og fáir sem munu upplifa það í framtíðinni. Eða hvað? Fastir pennar 4. október 2012 06:00
Enginn áhugi á umbótum Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. Fastir pennar 3. október 2012 06:00
Ekki er öll vitleysan eins Ég stjákla milli herbergja án þess að eira við neitt. Kem ekki nokkru í verk af viti og því litla sem ég kem í verk sinni ég með hangandi hendi. Það liggja eftir mig hálfkláruð verk um allt hús. Ég er komin í útiskóna og úlpuermi þegar ég hætti skyndilega við og fer inn aftur, held stjáklinu áfram. Kveiki á sjónvarpinu aðeins til að slökkva á því og helli upp á kaffi sem kólnar á könnunni. "Hvaða ráp er þetta eiginlega á þér manneskja?!“ myndi sjálfsagt einhver hreyta í mig þegar honum ofbyði ranglandahátturinn, en ég er ein heima. Ég er í fríi. Bakþankar 3. október 2012 06:00
Ísland er þar sem það er Íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir miklum tækifærum vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum, einkum á svæðinu frá norðurhluta Rússlands, um Noreg, Færeyjar, Ísland, Grænland, Nýfundnaland og alla leið til Kanada. Fastir pennar 3. október 2012 00:52
Umferðarlög, aksturshæfni og læknisvottorð Á þessu þingi liggur nú fyrir að nýju frumvarp til umferðarlaga, sem er lagt fram af innanríkisráðherra, en það hefur verið í farvatninu um nokkurt skeið. Tímabært hefur verið að endurskoða fyrri lög sem eru frá árinu 1987 með síðari breytingum og hefur nýtt frumvarp fengið umsagnir fjölmargra aðila og fer nú í umfjöllun í nefndum þingsins í framhaldi. Fastir pennar 2. október 2012 06:00
Sáttafarvegurinn virkjaður á ný Þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar um verndun og nýtingu vatnsafls og jarðvarma skilaði af sér skýrslu í fyrrasumar var full ástæða til að binda miklar vonir við að hún myndi stuðla að sæmilega víðtækri sátt um málaflokkinn. Fastir pennar 2. október 2012 06:00
Sannleikur í hættu Oft er sagt að fyrsta fórnarlambið í stríði sé sannleikurinn. Það má til sanns vegar færa og á við í fleiri tilvikum en beinhörðum stríðsátökum. Raunar má segja að afskaplega margt í mannlegri tilveru byggi á því að hnika sannleikanum til, skreyta og fegra. Við þykjumst betri í einhverju en við erum, hissa á einhverju sem við bjuggumst við eða gumum af því á Facebook að hafa sko vel vitað eitthvað á undan öllum öðrum sem enginn gat vitað með vissu. Svo er það blessuð pólitíkin. Bakþankar 2. október 2012 06:00
Keppt á grundvelli gæða Fjármögnun háskólanáms og rannsókna við háskóla á Íslandi er að mörgu leyti í uppnámi. Aldrei hefur verið meiri aðsókn að háskólanámi. Mikill metnaður er í vísindarannsóknum háskólanna, íslenzkir vísindamenn sækja í sig veðrið á alþjóðlegum vettvangi og rannsóknaniðurstöðurnar nýtast bæði til að bæta almannaþjónustu og skapa ný tækifæri í viðskiptalífinu. Fastir pennar 1. október 2012 06:00
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun