Enginn áhugi á umbótum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. október 2012 06:00 Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. OECD bendir á að opinber stuðningur við landbúnað hafi minnkað undanfarin tvö ár, en það sé fremur vegna þróunar gengis og heimsmarkaðsverðs á búvörum en að íslenzk stjórnvöld hafi breytt landbúnaðarstefnunni. Þetta er staðreynd, sem hlýtur að valda furðu þegar annars vegar er hafður í huga vandinn í ríkisfjármálum og hins vegar að styrkirnir, sem íslenzkir skattgreiðendur greiða til einkafyrirtækja í þessari einu grein, eru einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Einhver hefði sagt að einmitt nú ætti að skera upp hið dýra landbúnaðarkerfi, en á því hefur ríkisstjórnin ekki haft áhuga, heldur endurnýjaði hún nýlega búvörusamninga lítið breytta. Landbúnaðarstyrkir á Íslandi eru ekki aðeins þeir fimmtu hæstu í heimi, heldur eru þeir að stærstum hluta framleiðslutengdir og þar af leiðandi samkeppnishamlandi og markaðstruflandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að haga þyrfti stuðningnum þannig að hvatar samkeppninnar væru nýttir til að styrkja greinina og auðvelda nýjum aðilum að vaxa og dafna á markaðnum. Á slíkum breytingum sem myndu auka skilvirkni í greininni hafa íslenzk stjórnvöld heldur ekki haft áhuga. OECD telur að hlutfall markaðstruflandi landbúnaðarstyrkja sé um 70% á Íslandi, samanborið við til dæmis 25% í ESB. Stundum er látið eins og háir landbúnaðarstyrkir á Íslandi séu mál sem nánast þurfi ekki að ræða og að landbúnaðurinn leggist af ef hinu úrelta styrkjakerfi verði breytt. Það er auðvitað rangt. Umbætur á landbúnaðarstefnunni í ýmsum nágrannalöndum okkar sýna að það er hægt að lækka kostnað skattgreiðenda og ýta um leið undir skilvirkni, þróun og nýjungar í landbúnaði. Við getum líka litið til reynslu fjarlægari landa. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var efnahagskreppa á Nýja-Sjálandi og ríkisfjármálin í kalda koli. Þáverandi ríkisstjórn skar stuðning við landbúnaðinn úr svipuðum upphæðum og þá tíðkuðust í Evrópulöndum, niður í nánast ekki neitt. Í dag er stuðningur nýsjálenzkra skattgreiðenda 1% af tekjum bænda og felst fyrst og fremst í rannsóknar- og þróunarstyrkjum. Landbúnaðurinn er blómleg undirstöðuatvinnugrein, sem halar inn meirihlutann af útflutningstekjum landsins. Samt voru þeir að sjálfsögðu til á sínum tíma, sem spáðu því að nýsjálenzkur landbúnaður legðist af við breytinguna, ekki sízt af því að hann væri svo fábreyttur. Reynsla annarra sýnir að háir, markaðstruflandi landbúnaðarstyrkir eru ekki óumbreytanlegt náttúrulögmál. Áhugaleysi stjórnmálamanna á Íslandi á að taka til í þessum geira er illskiljanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Íslenzkir skattgreiðendur greiða um helmingi hærri styrki til landbúnaðarins en ríki Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) gera að meðaltali. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Á Íslandi nemur stuðningur við landbúnaðinn um 17 milljörðum króna á ári, sem er annars vegar í formi styrkja á fjárlögum og hins vegar tollverndar. Stuðningurinn nemur um 47% af tekjum bænda, en OECD-meðaltalið er um 20%, svipað og í Evrópusambandinu. OECD bendir á að opinber stuðningur við landbúnað hafi minnkað undanfarin tvö ár, en það sé fremur vegna þróunar gengis og heimsmarkaðsverðs á búvörum en að íslenzk stjórnvöld hafi breytt landbúnaðarstefnunni. Þetta er staðreynd, sem hlýtur að valda furðu þegar annars vegar er hafður í huga vandinn í ríkisfjármálum og hins vegar að styrkirnir, sem íslenzkir skattgreiðendur greiða til einkafyrirtækja í þessari einu grein, eru einhverjir þeir hæstu á byggðu bóli. Einhver hefði sagt að einmitt nú ætti að skera upp hið dýra landbúnaðarkerfi, en á því hefur ríkisstjórnin ekki haft áhuga, heldur endurnýjaði hún nýlega búvörusamninga lítið breytta. Landbúnaðarstyrkir á Íslandi eru ekki aðeins þeir fimmtu hæstu í heimi, heldur eru þeir að stærstum hluta framleiðslutengdir og þar af leiðandi samkeppnishamlandi og markaðstruflandi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að haga þyrfti stuðningnum þannig að hvatar samkeppninnar væru nýttir til að styrkja greinina og auðvelda nýjum aðilum að vaxa og dafna á markaðnum. Á slíkum breytingum sem myndu auka skilvirkni í greininni hafa íslenzk stjórnvöld heldur ekki haft áhuga. OECD telur að hlutfall markaðstruflandi landbúnaðarstyrkja sé um 70% á Íslandi, samanborið við til dæmis 25% í ESB. Stundum er látið eins og háir landbúnaðarstyrkir á Íslandi séu mál sem nánast þurfi ekki að ræða og að landbúnaðurinn leggist af ef hinu úrelta styrkjakerfi verði breytt. Það er auðvitað rangt. Umbætur á landbúnaðarstefnunni í ýmsum nágrannalöndum okkar sýna að það er hægt að lækka kostnað skattgreiðenda og ýta um leið undir skilvirkni, þróun og nýjungar í landbúnaði. Við getum líka litið til reynslu fjarlægari landa. Um miðjan níunda áratug síðustu aldar var efnahagskreppa á Nýja-Sjálandi og ríkisfjármálin í kalda koli. Þáverandi ríkisstjórn skar stuðning við landbúnaðinn úr svipuðum upphæðum og þá tíðkuðust í Evrópulöndum, niður í nánast ekki neitt. Í dag er stuðningur nýsjálenzkra skattgreiðenda 1% af tekjum bænda og felst fyrst og fremst í rannsóknar- og þróunarstyrkjum. Landbúnaðurinn er blómleg undirstöðuatvinnugrein, sem halar inn meirihlutann af útflutningstekjum landsins. Samt voru þeir að sjálfsögðu til á sínum tíma, sem spáðu því að nýsjálenzkur landbúnaður legðist af við breytinguna, ekki sízt af því að hann væri svo fábreyttur. Reynsla annarra sýnir að háir, markaðstruflandi landbúnaðarstyrkir eru ekki óumbreytanlegt náttúrulögmál. Áhugaleysi stjórnmálamanna á Íslandi á að taka til í þessum geira er illskiljanlegt.