Upplyfting andans! Þorsteinn Pálsson skrifar 6. október 2012 06:00 Ímyndum okkur sem snöggvast verkalýðsfélag. Kjarasamningar þess eru lausir. Formaðurinn á í viðræðum við atvinnurekendur um hófsamar launahækkanir. Þær ganga vel. Varaformaðurinn styður formanninn til slíkra samtala en gerir honum um leið ljóst að hann muni standa í vegi hvers þess samnings sem út úr þeim komi. Hann telur vænlegra að fara gömlu leiðina með verkföllum og verðbólgu. Leiðtogar verkalýðsfélagsins eru eldri en tvævetur í baráttunni og vita sem er að ágreiningur um markmið og leiðir má ekki verða til þess að sundra einingu þeirra og stöðu. Þeir sammælast því um að ræða ekki við félagsmenn sína um leiðir til kjarabóta. Eina umræðuefnið á næsta félagsfundi er því hugmynd um ýmiss konar breytingar á samþykktum félagsins sem er rökstudd með nokkrum sígildum slagorðum frá árdögum stéttabaráttunnar. Gamli kjarninn upplyftist í andanum en þorri félagsmanna situr heima og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ætli flestir myndu ekki segja að slík ímyndun væri fjarstæðukennd í nútímanum. Engum liðist slíkt vinnulag. Víst er að þetta ímyndaða verkalýðsfélag gæti ekki bætt hag félagsmanna sinna. Hvað sem því líður er það svo að draga þarf upp óraunverulega ímynd af þessu tagi til að finna hliðstæðu við þann veruleika sem menn horfa á við stjórn landsins um þessar mundir.Aukaatriði verða aðalatriði Viðfangsefni á sviði efnahagsmála og utanríkismála eru svo samofin að þau verða ekki í sundur greind. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu var lengi vel grundvöllur utanríkisstefnunnar. Í nærri tvo áratugi hefur aðildin að innri markaði Evrópusambandsins verið hvort tveggja í senn: Uppistaða utanríkisstefnunnar og umgjörð efnahagslífsins. Með öðrum orðum: Efnahagsstefnan byggist á virkri þátttöku í samstarfi Evrópuþjóða um frjáls viðskipti með vörur og þjónustu, frjálst streymi fjármagns og frelsi fólks til búsetu og atvinnu. Um þessar undirstöður efnahagsstarfseminnar gilda sameiginlegar reglur. Á þeim byggist atvinnufrelsið. Í ríkisstjórninni hefur Samfylkingin með höndum viðræður við Evrópusambandið um frekari dýpkun Evrópusamvinnunnar til að verja viðskiptafrelsið og tryggja að Ísland standi jafnfætis öðrum þjóðum. VG ber pólitíska ábyrgð á þeim viðræðum um leið og flokkurinn hefur lýst því yfir að hann muni snúast gegn hverjum þeim samningi sem þær kunna að leiða til. Það var unnt að hefja aðildarviðræður á þessum pólitísku forsendum. Öllum má hins vegar vera ljóst að útilokað er að ljúka þeim að óbreyttu. Verkalýðsforingjar þurfa að ræða við fólkið sitt samhliða viðræðum við atvinnurekendur þegar kjarasamningar eru á döfinni. Eins er með ríkisstjórnina. Hún þarf samtímis samtölum í Brussel að eiga viðræður við fólkið í landinu um samningana. Þá pólitísku forystu getur ríkisstjórnin ekki veitt fyrir þá sök að stjórnarflokkarnir vilja fara hvor í sína áttina. Þingmenn Samfylkingarinnar vilja ekki horfast í augu við þann veruleika. Þeir eru því uppteknir við að gera aukaatriði að aðalatriðum í umræðunni. Stjórnarflokkarnir hafa því brugðist þeim fyrirheitum sem þeir gáfu, hvor með sínum hætti. Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja svo báðir útiloka fyrir fram að Ísland taki upp stöðugri gjaldmiðil.Í skuld með svar Að öllu óbreyttu á þjóðin því ekki annarra kosta völ en að rífa hár sitt. Sættir fólk sig við það? Hin spurningin er hvort ekki er kominn tími til að finna leiðir til að brúa þau pólitísku bil sem nú hindra að mynda megi ríkisstjórn á næsta kjörtímabili sem geti veitt raunhæfa pólitíska forystu. Í vikunni kom saman fólk úr röðum verkalýðsfélaga, samtaka atvinnufyrirtækja og ólíkra stjórnmálaflokka. Boðskapur fundarins var skýr: Það gengur ekki að klofin ríkisstjórn eigi í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Það stenst ekki að boða í ríkisstjórn stöðugan gjaldmiðil en framfylgja stefnu í efnahags- og atvinnumálum sem útilokar þann kost. Það kemur ekki heim og saman í stjórnarandstöðu að boða breytta efnahagsstefnu en hafna fyrir fram möguleikanum á upptöku stöðugs gjaldmiðils. Í þessum hópi voru stjórnendur margra framsæknustu fyrirtækja landsins sem eiga allt undir stöðugleika og jafnri samkeppnisstöðu. Þarna voru forystumenn launafólksins sem starfar í þessum fyrirtækjum. Það er óvenjulegt að fólk úr svo ólíkum áttum þingi í þeim tilgangi að senda frá sér sameiginlegan boðskap. Það gat því aðeins gerst að alvaran er mikil og undiraldan þung. Efnahagsstefnunni þarf að breyta strax. Síðan þarf að gefa rýmri tíma fyrir aðildarviðræðurnar. Pólitíkin skuldar svar við þessu ákalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Ímyndum okkur sem snöggvast verkalýðsfélag. Kjarasamningar þess eru lausir. Formaðurinn á í viðræðum við atvinnurekendur um hófsamar launahækkanir. Þær ganga vel. Varaformaðurinn styður formanninn til slíkra samtala en gerir honum um leið ljóst að hann muni standa í vegi hvers þess samnings sem út úr þeim komi. Hann telur vænlegra að fara gömlu leiðina með verkföllum og verðbólgu. Leiðtogar verkalýðsfélagsins eru eldri en tvævetur í baráttunni og vita sem er að ágreiningur um markmið og leiðir má ekki verða til þess að sundra einingu þeirra og stöðu. Þeir sammælast því um að ræða ekki við félagsmenn sína um leiðir til kjarabóta. Eina umræðuefnið á næsta félagsfundi er því hugmynd um ýmiss konar breytingar á samþykktum félagsins sem er rökstudd með nokkrum sígildum slagorðum frá árdögum stéttabaráttunnar. Gamli kjarninn upplyftist í andanum en þorri félagsmanna situr heima og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Ætli flestir myndu ekki segja að slík ímyndun væri fjarstæðukennd í nútímanum. Engum liðist slíkt vinnulag. Víst er að þetta ímyndaða verkalýðsfélag gæti ekki bætt hag félagsmanna sinna. Hvað sem því líður er það svo að draga þarf upp óraunverulega ímynd af þessu tagi til að finna hliðstæðu við þann veruleika sem menn horfa á við stjórn landsins um þessar mundir.Aukaatriði verða aðalatriði Viðfangsefni á sviði efnahagsmála og utanríkismála eru svo samofin að þau verða ekki í sundur greind. Aðildin að Atlantshafsbandalaginu var lengi vel grundvöllur utanríkisstefnunnar. Í nærri tvo áratugi hefur aðildin að innri markaði Evrópusambandsins verið hvort tveggja í senn: Uppistaða utanríkisstefnunnar og umgjörð efnahagslífsins. Með öðrum orðum: Efnahagsstefnan byggist á virkri þátttöku í samstarfi Evrópuþjóða um frjáls viðskipti með vörur og þjónustu, frjálst streymi fjármagns og frelsi fólks til búsetu og atvinnu. Um þessar undirstöður efnahagsstarfseminnar gilda sameiginlegar reglur. Á þeim byggist atvinnufrelsið. Í ríkisstjórninni hefur Samfylkingin með höndum viðræður við Evrópusambandið um frekari dýpkun Evrópusamvinnunnar til að verja viðskiptafrelsið og tryggja að Ísland standi jafnfætis öðrum þjóðum. VG ber pólitíska ábyrgð á þeim viðræðum um leið og flokkurinn hefur lýst því yfir að hann muni snúast gegn hverjum þeim samningi sem þær kunna að leiða til. Það var unnt að hefja aðildarviðræður á þessum pólitísku forsendum. Öllum má hins vegar vera ljóst að útilokað er að ljúka þeim að óbreyttu. Verkalýðsforingjar þurfa að ræða við fólkið sitt samhliða viðræðum við atvinnurekendur þegar kjarasamningar eru á döfinni. Eins er með ríkisstjórnina. Hún þarf samtímis samtölum í Brussel að eiga viðræður við fólkið í landinu um samningana. Þá pólitísku forystu getur ríkisstjórnin ekki veitt fyrir þá sök að stjórnarflokkarnir vilja fara hvor í sína áttina. Þingmenn Samfylkingarinnar vilja ekki horfast í augu við þann veruleika. Þeir eru því uppteknir við að gera aukaatriði að aðalatriðum í umræðunni. Stjórnarflokkarnir hafa því brugðist þeim fyrirheitum sem þeir gáfu, hvor með sínum hætti. Stjórnarandstöðuflokkarnir vilja svo báðir útiloka fyrir fram að Ísland taki upp stöðugri gjaldmiðil.Í skuld með svar Að öllu óbreyttu á þjóðin því ekki annarra kosta völ en að rífa hár sitt. Sættir fólk sig við það? Hin spurningin er hvort ekki er kominn tími til að finna leiðir til að brúa þau pólitísku bil sem nú hindra að mynda megi ríkisstjórn á næsta kjörtímabili sem geti veitt raunhæfa pólitíska forystu. Í vikunni kom saman fólk úr röðum verkalýðsfélaga, samtaka atvinnufyrirtækja og ólíkra stjórnmálaflokka. Boðskapur fundarins var skýr: Það gengur ekki að klofin ríkisstjórn eigi í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu. Það stenst ekki að boða í ríkisstjórn stöðugan gjaldmiðil en framfylgja stefnu í efnahags- og atvinnumálum sem útilokar þann kost. Það kemur ekki heim og saman í stjórnarandstöðu að boða breytta efnahagsstefnu en hafna fyrir fram möguleikanum á upptöku stöðugs gjaldmiðils. Í þessum hópi voru stjórnendur margra framsæknustu fyrirtækja landsins sem eiga allt undir stöðugleika og jafnri samkeppnisstöðu. Þarna voru forystumenn launafólksins sem starfar í þessum fyrirtækjum. Það er óvenjulegt að fólk úr svo ólíkum áttum þingi í þeim tilgangi að senda frá sér sameiginlegan boðskap. Það gat því aðeins gerst að alvaran er mikil og undiraldan þung. Efnahagsstefnunni þarf að breyta strax. Síðan þarf að gefa rýmri tíma fyrir aðildarviðræðurnar. Pólitíkin skuldar svar við þessu ákalli.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun