Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Slot fullur eftir­sjár og gæti sloppið við bann

    Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Arsenal stað­festir slæm tíðindi

    Kai Havertz, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsli sem hann varð fyrir í æfingaferð með liðinu í Dúbaí á dögunum. Hann verður frá út yfirstandandi tímabil.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rautt á Slot í hádramatísku jafn­tefli

    Liverpool var hársbreidd frá því að ná níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en nágrannar þeirra í Everton skoruðu jöfnunarmarkið í leiknum þegar átta mínútur voru komnar fram í uppbótartíma.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park

    Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum

    John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Fólk má al­veg dæma mig“

    Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Lög­reglan rann­sakar söngva um stunguárás

    Í heimsókn sinni til Leeds í gær sungu sumir stuðningsmenn Millwall söngva sem gerðu grín að stunguárás sem átti sér stað fyrir tuttugu og fimm árum. Félögin vinna nú saman með lögreglu við að hafa uppi á stuðningsmönnunum og refsa þeim með viðeigandi hætti.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Aston Villa á­fram en vond bikarvika fyrir Spurs

    Aston Villa er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Tottenham. Morgan Rogers lagði fyrra mark heimamanna listilega vel upp og skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik. Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham.

    Enski boltinn