Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Manchester United og Leeds United gerðu markalaust jafntefli í gær í vináttuleik í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bæði liðin eru að undirbúa sig fyrir ensku úrvalsdeildina. Enski boltinn 20. júlí 2025 17:31
Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Eintracht Frankfurt er eiginlega í sérflokki þegar kemur að því að kaupa framherja ódýrt og selja þá síðan fyrir margfalt hærri upphæð nokkrum árum síðar. Fótbolti 20. júlí 2025 14:01
Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Franski framherjinn Hugo Ekitike er á leið til Liverpool en það staðfestir skúbbarinn Fabrizio Romano með frasa sínum „Here we go“. Enski boltinn 20. júlí 2025 09:55
Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Tyrkneska félagið Galatasaray hefur gert tilboð í brasilíska markvörðinn Ederson, markvörð Manchester City. Fótbolti 20. júlí 2025 09:03
Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Eftir afleitt síðasta tímabil er ljóst að nokkuð verður um mannabreytingar hjá Manchester United. Félagið reynir nú eins og það getur að losa sig við fimm vængmenn. Fótbolti 20. júlí 2025 08:01
Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Að vera knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur hefur ekki beint veitt mönnum atvinnuöryggi á síðustu árum. Thomas Frank segist þó ætla að vera lengi í þessu nýja starfi sínu. Fótbolti 19. júlí 2025 23:15
Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Jón Daði Böðvarsson lék með enska C-deildarliðinu Burton Albion síðari hluta síðasta tímabils. Er hann stór ástæða þess að liðið féll ekki. Félagið, sem er að hluta til í eigu Íslendinga, er nú undir rannsókn vegna þess ótrúlega fjölda leikmanna sem gengu til liðs við það síðasta sumar. Enski boltinn 19. júlí 2025 23:00
Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðinu skorti hraða fram á við til að skapa sér færi og mörk. Fótbolti 19. júlí 2025 22:30
Segist viss um að Isak fari ekki fet Eddie Howe, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, segist viss um að sænski framherjinn Alexander Isak verði áfram hjá félaginu. Fótbolti 19. júlí 2025 21:47
Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Manchester United og Barcelona hafa komist að samkomulagi um meginatriði samnings fyrir Marcus Rasford og enski framherjinn virðist því vera á leið á láni til spænska félagsins. Fótbolti 19. júlí 2025 19:58
Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig Leeds United, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili í vor, hefur samið við tvo nýja leikmenn um að leika með liðinu í vetur. Fótbolti 19. júlí 2025 17:32
Rashford nálgast Barcelona Barcelona er að vinna markvisst að því að fá enska framherjann Marcus Rashford frá Manchester United. Nú lítur út fyrir að það sé að bera árangur. Enski boltinn 19. júlí 2025 13:30
Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann? Enski boltinn 19. júlí 2025 08:02
Hrókeringar í markmannsmálum Man City Það virðist sem breytingar séu framundan í markmannsmálum Manchester City. Englendingurinn James Trafford er orðaður við endurkomu eftir að hafa gert góða hluti hjá Burnley. Enski boltinn 18. júlí 2025 22:18
Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Ince hefur misst bílpróf sitt eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. Enski boltinn 18. júlí 2025 18:16
Madueke skrifar undir hjá Arsenal Arsenal hefur tilkynnt um kaup á enska kantmanninum Noni Madueke frá Chelsea fyrir 50 milljónir punda. Enski boltinn 18. júlí 2025 16:27
Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði. Enski boltinn 18. júlí 2025 14:15
Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Manchester United hefur fest kaup á sóknarmanninum Bryan Mbeumo frá Brentford. Félagið borgar um sjötíu milljónir punda í heildina fyrir leikmanninn. Fjölmörg lið höfðu áhuga á kappanum en hann er sagður einungis hafa viljað ganga til liðs við United. Fótbolti 18. júlí 2025 11:50
Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Flestir ólátabelgir á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni voru stuðningsmenn Manchester liðanna tveggja. Enski boltinn 18. júlí 2025 08:42
Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Þeir sem voru að pæla í því hvað væri í gangi þegar bandaríski rapparinn Snoop Dogg frumsýndi nýjan búning Swansea City á dögunum hafa nú fengið svarið við því. Enski boltinn 18. júlí 2025 06:53
Jota í frægðarhöll Úlfanna Wolverhampton Wanderers hafa ákveðið að heiðra minningu Diogo Jota með því að bæta leikmanninum heitna í frægðarhöll félagsins en Jota hóf feril sinn á Englandi með Úlfunum 2017. Fótbolti 17. júlí 2025 20:02
United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Sagan endalausa af væntanlegum félagskiptum Bryan Mbeumo frá Brentford til Manchester United heldur áfram en United lagði í dag fram nýtt tilboð í leikmanninn upp á 70 milljónir punda þegar allt er talið. Fótbolti 17. júlí 2025 19:02
Átján ára norskt undrabarn til City Manchester City hefur gengið frá kaupum á hinum 18 ára Sverre Nypan frá Rosenborg en kaupverðið er 15 milljónir evra og er hann því langverðmætasti leikmaður í sögu norska félagsins. Fótbolti 17. júlí 2025 17:25
Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Liverpool er á lokasprettinum í að ganga frá kaupunum á franska framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 17. júlí 2025 13:45
Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Eigendahópur enska úrvalsdeildarfélagsins Burnley er að stækka við sig í fótboltaheiminum. Þeir eru að taka yfir annað félag mun sunnar á hnettinum. Enski boltinn 16. júlí 2025 16:31
„Þetta var bara byrjunin“ Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja. Fótbolti 16. júlí 2025 15:45
Liverpool reynir líka við Ekitike Liverpool hefur sett sig í samband við þýska liðið Eintracht Frankfurt vegna mögulegra kaupa á Frakkanum Hugo Ekitike. Sá hefur verið í viðræðum við Newcastle United en Liverpool er einnig á eftir framherja þeirra svarthvítu. Enski boltinn 16. júlí 2025 14:05
Steven Gerrard orðinn afi Tíminn líður hratt og nú er Liverpool goðsögnin Steven Gerrard búinn að eignast sitt fyrsta barnabarn. Enski boltinn 16. júlí 2025 07:30
Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Framherjinn Andy Carroll, sem var á sínum tíma dýrasti enski leikmaðurinn þegar hann var keyptur til Liverpool á 35 milljónir punda árið 2011, er orðinn leikmaður Dagenham & Redbridge F.C. í ensku F-deildinni. Fótbolti 15. júlí 2025 23:15
Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Mikill fjöldi safnaðist saman fyrir framan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace, í dag til að mótmæla ákvörðun UEFA um að færa Palace niður úr Evrópudeildinni niður í Sambandsdeildina. Fótbolti 15. júlí 2025 22:47