Tengdafaðir Van de Beek reynir að koma honum til Crystal Palace Dennis Bergkamp, fyrrverandi leikmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hefur haft samband við sinn fyrrum liðsfélaga, Patrick Vieira knattspyrnustjóra Crystal Palace, til að reyna að sannfæra hann um að fjárfesta í tengdasyni sínum. Enski boltinn 28. janúar 2022 07:01
Lampard gæti tekið við Everton Frank Lampard, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, er einn af þeim sem þykir ansi líklegur til að taka við stjórastöðu Everton eftir að Rafael Benítez var látinn fara frá félaginu á dögunum. Enski boltinn 27. janúar 2022 23:30
Derby fær auka mánuð í frest til að finna nýja eigendur Enska knattspyrnufélagið Derby County hefur fengið einn mánuð aukalega í frest til þess að finna nýjan eiganda og leysa þau fjárhagslegu vandamál sem félagið er í. Enski boltinn 27. janúar 2022 22:30
Traoré á leið til Barcelona Spænski kantmaðurinn Adama Traoré er á leið til Barcelona frá Wolves ef marka má fjölmiðlamanninn og skúbbkónginn Fabrizio Romano. Traoré hóf feril sinn hjá Börsungum. Enski boltinn 27. janúar 2022 19:30
Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Fótbolti 27. janúar 2022 10:30
Liverpool hefur miklar áhyggjur af höfuðhöggi Mane Senegal hefur fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir meðhöndlun sína á Liverpool leikmanninum Sadio Mane í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar. Enski boltinn 27. janúar 2022 09:31
Chelsea neytt til að stækka búningsklefann vegna kvartana mótherja Enska knattspyrnufélagið Chelsea þarf að stækka útiklefann á Brúnni, heimavelli sínum, eftir kvartanir frá bæði Liverpool og Brighton & Hove Albion. Enski boltinn 27. janúar 2022 07:00
Hollenska markamaskínan hefur rætt við bæði PSG og Barcelona Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hugsar sér til hreyfings. Hún spilar í dag með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hefur rætt við bæði París Saint-Germain og Evrópumeistara Barcelona. Fótbolti 26. janúar 2022 23:31
Heimsótti Sadio Mane á sjúkrahúsið og var enn í markmannsbúningnum Liverpool leikmaðurinn Sadio Mane endaði á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg eftir samstuð í leik Senegal og Grænhöfðaeyja í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar. Fótbolti 26. janúar 2022 14:31
Yrði nær hjarta Mo Salah en þeir titlar sem hann hefur unnið með Liverpool Mohamed Salah og félagar í egypska landsliðinu mæta Fílabeinsströndinni í sextán liða úrslitum Afríkukeppninnar í dag. Salah ræddi það á blaðamannafundi fyrir leikinn hvað það myndi skipta hann miklu máli að vinna titil með landsliðinu. Enski boltinn 26. janúar 2022 13:31
Þarf að semja frið við lukkudýrið Roy Hodgson er mættur á Vicarage Road í Watford sem nýr knattspyrnustjóri samnefnds félags. Þar bíður hans lukkudýr sem hann sagði á sínum tíma að hagaði sér „svívirðilega“. Enski boltinn 26. janúar 2022 12:31
Moldríki Íslandsvinurinn gæti keypt Man Utd en ekki eins og það er rekið í dag Stuðningsmenn Manchester United dreymir flestir um að losna við núverandi eigendur, hina óvinsælu Glazer fjölskyldu frá Bandaríkjunum. Það er einn maður sem hefur verið nefndur til sögunnar en hann er bæði mjög ríkur sem og mikill stuðningsmaður félagsins. Enski boltinn 26. janúar 2022 12:12
Guardiola setur enn eitt metið | Enginn fljótari í 500 stig Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur sett hvert metið á fætur öðru síðan hann tók við liðinu árið 2016. Enski boltinn 26. janúar 2022 07:01
Martial lánaður frá United til Sevilla Franski sóknarmaðurinn Anthony Martial er genginn í raðir spænska úrvalsdeildarfélagsins Sevilla á láni frá Manchester United. Enski boltinn 25. janúar 2022 23:30
Roy Hodgson tekinn við Watford Hinn 74 ára Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Watford og mun hann stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni út tímabilið. Enski boltinn 25. janúar 2022 22:00
Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum um frestun leikja Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinna munu funda á morgun til að ræða breytingar á reglum sem leyfa liðum að sækja um frestun leikja vegna kórónuveirufaraldursins, en deildin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fjölda frestaðra leikja undanfarnar vikur. Enski boltinn 25. janúar 2022 19:01
Á leið aftur í ensku úrvalsdeildina 74 ára gamall Hinn 74 ára gamli Roy Hodgson er ekki dauður úr öllum æðum og hyggst snúa aftur í ensku úrvalsdeildina í fótbolta með því að taka við Watford. Enski boltinn 25. janúar 2022 09:30
Fékk bara hálfa mínútu til að reyna að sannfæra Gerrard um að koma til United Gary Neville rifjaði upp þegar hann, sem leikmaður Manchester United, reyndi að sannfæra þrjá enska landsliðsmenn um að ganga til liðs við félagið. Samtalið við Steven Gerrard náði ekki langt. Enski boltinn 25. janúar 2022 09:00
Newcastle bjartsýnt á að fá Lingard, Dele eða Ramsey fyrir gluggalok Það gengur frekar brösuglega hjá Newcastle United að nýta nýtilkomið ríkidæmi sitt en Eddie Howe stefnir á að fá inn fleiri leikmenn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Meðal nafna sem eru orðuð við félagið eru Jesse Lingard, Dele Alli og Aaron Ramsey. Enski boltinn 24. janúar 2022 22:31
Enrique og Lopetegui á lista United Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra. Enski boltinn 24. janúar 2022 20:00
Þjálfarahringekja Watford heldur áfram: Ranieri rekinn Enska knattspyrnuliðið Watford heldur uppteknum hætti og skiptir óspart um þjálfara ef illa gengur. Ítalinn Claudio Ranieri var í dag rekinn en hann var 15. þjálfari liðsins á undanförnum áratug. Enski boltinn 24. janúar 2022 19:00
Titilvonir Chelsea lifa áfram eftir sigur á Tottenham Chelsea vann sanngjarnan 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sport 23. janúar 2022 18:50
Dagný skoraði í sigri West Ham Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham í 2-0 sigri liðsins gegn Everton er liðin mættust í ensku Ofurdeildinn í fótbolta í dag. Fótbolti 23. janúar 2022 16:56
Arteta: Okkur skorti gæði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var svekktur með markalaust jafntefli sinna manna gegn Burnley í dag. Hann segir að leikmenn liðsins hafa virkað þreyttir og að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins. Enski boltinn 23. janúar 2022 16:32
Burnley sótti stig gegn Arsenal Arsenal og Burnley gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Emirates vellinum í London í dag. Enski boltinn 23. janúar 2022 16:03
Welbeck bjargaði stigi fyrir Brighton Danny Welbeck sá til þess að Leicester og Brighton skiptu stigunum á milli sín þegar hann jafnaði metin í 1-1 á lokamínútum leiksins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 23. janúar 2022 15:54
Liverpool nálgast toppliðið Liverpool vann mikilvægan 3-1 sigur er liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var ekki síst mikilvægur þar sem topplið Manchester City tapaði stigum í gær. Enski boltinn 23. janúar 2022 15:54
María lék allan leikinn í öruggum sigri United María Þórisdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Manchester United vann öruggan 3-0 heimasigur gegn Tottenham Hotspur í ensku Ofurdeildinni í dag. Fótbolti 23. janúar 2022 13:54
Segja að Eriksen verði orðinn leikmaður Brentford á næstu dögum Danski knattspyrnumaðurinn gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina, sjö mánuðum eftir að leikmaðurinn fór í hjartastopp á Evrópumótinu í sumar. Enski boltinn 23. janúar 2022 13:00
„Hann er einn besti þjálfari í heimi“ Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu. Enski boltinn 23. janúar 2022 11:01