Cristiano Ronaldo um Rangnick: Búinn að breyta miklu Cristiano Ronaldo segist hafa mikla trú á knattspyrnustjóranum Ralf Rangnick þrátt fyrir basl í byrjun. Hann er á því að Rangnick þurfi tíma til að breyta hlutunum á Old Trafford. Enski boltinn 13. janúar 2022 08:30
Bowen skaut West Ham upp í fjórða sætið West Ham United vann 2-0 sigur á Norwich City í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurinn þýðir að West Ham lyfti sér upp fyrir Arsenal í 4. sæti deildarinnar. Enski boltinn 12. janúar 2022 22:46
Chelsea í úrslit deildarbikarsins Chelsea vann 1-0 sigur á Tottenham Hotspur í síðari leik liðanna í deildarbikarnum í kvöld. Lærisveinar Thomas Tuchel unnu einvígið þar af leiðandi sannfærandi 3-0. Enski boltinn 12. janúar 2022 21:45
Tottenham sagt vonast til að fá Man Utd manninn Lingard frítt Framtíð Jesse Lingard er ekki hjá Manchester United en það verður líklegra með hverjum deginum að félagið fái ekki neitt fyrir hann. Hann gæti endað hjá sterku liði í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 12. janúar 2022 14:31
Mo Salah segist ekki vera að biðja um „eitthvað klikkað“ í nýjum samningi Mohamed Salah ræddi um samningamál sín við Liverpool í nýju viðtali og hans mati er hann ekki að fara á fram einhver ofurlaun. Enski boltinn 12. janúar 2022 09:30
Newcastle nær í framherja frá keppinauti sínum Það stefnir í að Chris Wood og Jóhann Berg Guðmundsson verði ekki samherjar hjá Burnley mikið lengur. Framherjinn frá Nýja-Sjálandi er svo gott sem búinn að skrifa undir hjá nýríku Newcastle United. Enski boltinn 11. janúar 2022 23:30
Stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann fær ekkert að spila með liði sínu Millwall og missti í kjölfarið sæti sitt í íslenska landsliðinu. Jón Daði var valinn fyrir komandi verkefni landsliðsins í Tyrklandi og fór yfir stöðu mála á samfélagsmiðlum sambandsins í dag. Fótbolti 11. janúar 2022 23:01
Southampton fór létt með Brentford Nýliðar Brentford máttu þola slæmt tap er þeir heimsóttu Dýrlingana í Southampton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 4-1 Southampton í vil. Enski boltinn 11. janúar 2022 22:00
Segir biturð Gerrards út í United hafa hrakið bróður sinn frá Villa Axel Tuanzebe, miðvörður Manchester United, er mættur til Napoli að láni eftir að hafa síðustu ár verið lánaður til Aston Villa. Hann lék aðeins átta mínútur undir stjórn nýs stjóra Villa, Stevens Gerrard. Enski boltinn 11. janúar 2022 16:01
Rangnick veit ekki af hverju Rashford er í þessum vandræðum Marcus Rashford átti ekki góðan leik með Manchester United og hefur ekki verið líkur sjálfum sér á þessu tímabili. Knattspyrnustjórinn Ralf Rangnick var spurður út í vandræði enska landsliðsframherjans eftir 10 sigur á Aston Villa í enska bikarnum í gær. Enski boltinn 11. janúar 2022 14:30
„Ég er ekki að biðja um eitthvað brjálæðislegt“ Mohamed Salah segist ekki vera að biðja um neitt „brjálæðislegt“ í samningaviðræðum sínum við Liverpool, sem halda áfram að dragast á langinn. Enski boltinn 11. janúar 2022 13:01
Vilja láta rannsaka frestunina á undanúrslitaleik Liverpool og Arsenal Enski deildarbikarinn heyrir undir Ensku deildarkeppnina, EFL, en nú hafa samtökunum borist kvartanir eftir að Liverpool fékk fyrri undanúrslitaleik sínum gegn Arsenal síðastliðinn fimmtudag frestað. Enski boltinn 11. janúar 2022 07:00
Gerrard: „Auðvelt að kenna óheppni og dómurum um“ Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki ætla að kenna dómurum leiksins um tap sinna manna gegn Manchester United í FA bikarnum í kvöld. Enski boltinn 10. janúar 2022 23:31
United seinasta liðið í fjórðu umferð eftir nauman sigur Manchester United vann nauman 1-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í lokaleik þriðju umferðar FA bikarsins í kvöld. Enski boltinn 10. janúar 2022 21:53
Smitum fækkar í ensku úrvalsdeildinni aðra vikuna í röð Færri leikmenn og starfsmenn ensku úrvalsdeildarinnar greindust með kórónuveiruna síðastliðna viku en vikuna þar á undan. Þetta er önnur vikan í röð sem smitum fækkar. Enski boltinn 10. janúar 2022 19:01
United með sitt „allra besta lið“ í kvöld en þarf „toppframmistöðu“ Þjóðverjinn Ralf Rangnick, knattspyrnustjóri Manchester United, segist lengi hafa verið mikill aðdáandi ensku bikarkeppninnar. Hann teflir fram sínu sterkasta liði í kvöld gegn Aston Villa. Enski boltinn 10. janúar 2022 16:31
Markvörður Shrewsbury skammar stuðningsmennina fyrir níðsöngva um Hillsborough Markvörður Shrewsbury Town skammaði þá stuðningsmenn liðsins sem sungu níðsöngva um Hillsborough slysið eftir leikinn gegn Liverpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. Enski boltinn 10. janúar 2022 14:32
Mörg fölsk jákvæð próf innan herbúða Liverpool ollu frestun Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að hópsmitið sem varð til þess að leik liðsins gegn Arsenal í undanúrslitum enska deildarbikarsins síðastliðinn fimmtudag hafi jafnvel ekki verið jafn alvarlegt og áður var talið. Enski boltinn 10. janúar 2022 01:19
„Vorum ekki nógu góðir og verðum að biðjast afsökunar á því“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, baðst afsökunar á frammistöðu sinna mann er liðið féll úr leik í FA bikarnum gegn B-deildarliði Nottingham Forest í kvöld. Enski boltinn 9. janúar 2022 23:01
Leik Everton og Leicester frestað í annað sinn Leik Everton og Leicester sem átti að fara fram næstkomandi þriðjudag hefur verið frestað að beiðni Leicester þar sem liðið hefur ekki nógu marga leikmenn til að taka þátt í leiknum. Enski boltinn 9. janúar 2022 22:30
Fyrsti sigur botnliðsins kom geg taplausu liði Arsenal Birmingham varð í dag fyrsta liðið til að sigra Arsenal í Ofurdeild kvenna á Englandi. Lokatölur urðu 2-0 og sigurinn lyfti Birmingham úr botnsætinu. Fótbolti 9. janúar 2022 20:30
Arsenal úr leik eftir tap gegn B-deildarliði Nottingham Forest B-deildarlið Nottingham Forest gerði sér lítið fyrir og sló Arsenal úr leik í þriðju umferð FA bikarsins í kvöld. Arsenal er sigursælasta liðið í sögu FA bikarsins, en eru nú úr leik eftir 1-0 tap á City Ground vellinum í Nottingham. Enski boltinn 9. janúar 2022 19:05
West Ham heimsækir utandeildarlið | Þrír úrvalsdeildarslagir Í dag var dregið í fjórðu umferð FA bikarsins á Englandi, en nú eru 32 lið eftir. Kidderminster Harriers tekur á móti úrvalsdeildarliði West Ham, en Kidderminster leikur í sjöttu efstu deild Englands. Enski boltinn 9. janúar 2022 18:15
Enski bikarinn: Úrvalsdeildarliðin áfram Lundúnaliðin West Ham og Tottenham eru komin áfram í ensku bikarkeppninni eftir góða sigra í dag. West Ham kláraði Leeds, 2-0 og Tottenham bar sigurorð af Morecambe 3-1. Fótbolti 9. janúar 2022 16:30
Mjög ungt byrjunarlið Liverpool í FA bikarnum Liverpool mætir Shrewsbury í ensku bikarkeppninni klukkan 14:00 í dag. Athygli vekur að Liverpool stillir upp byrjunarliði sem inniheldur mjög unga leikmenn en liðið hefur misst menn í Afríkukeppnina og svo eru nokkrir frá vegna kórónuveirunnar. Fótbolti 9. janúar 2022 13:48
Í beinni: Tottenham - Morecambe | Rækjurnar mæta Spurs C-deildarlið Morecambe sækir Tottenham heim í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Enski boltinn 9. janúar 2022 13:31
Liverpool áfram í bikarnum eftir stórsigur Liverpool er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir þægilegan 4-1 sigur á Shrewsbury. Neðrideildarliðið skoraði fyrsta mark leiksins en svo steig Liverpool á bensíngjöfina og vann sannfærandi sigur. Enski boltinn 9. janúar 2022 13:31
Óbólusettum meinað að spila eftir ferðalög? Svo gæti farið að til þess að mega spila leiki í ensku úrvalsdeildinni eftir ferðalög út fyrir Bretland þá þurfi leikmenn að vera fullbólusettir, annars þurfa þeir að sæta sóttkví í 10 daga. Þetta segir menningarmálaráðherra Bretlands, Nadine Dorries. Fótbolti 9. janúar 2022 07:00
Chelsea valtaði yfir Chesterfield í bikarnum | Úrvalsdeildarlið í vandræðum Chelsea vann auðveldan 5-1 sigur á E-deildarliði Chesterfield í kvöld á Stamford Bridge. Enski boltinn 8. janúar 2022 20:00
Crystal Palace snéri taflinu við gegn B-deildarliði | Jóhann Berg og félagar úr leik Nú rétt í þessu lauk fimm leikjum af 21 sem fram fara í FA bikarnum á Englandi í dag. Crystal Palace vann 2-1 sigur gegn B-deildarliði Millwall eftir að hafa lent undir, og Burnley féll úr leik gegn B-deildarliði Huddersfield eftir 2-1 tap. Enski boltinn 8. janúar 2022 14:49