Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Hollenska marka­vélin semur við Manchester City

    Hollenski framherjinn Vivianne Miedema er orðin leikmaður Manchester City og skrifar hún undir þriggja ára samning við félagið. Tíðindi sem staðfesta að Miedema verður áfram í ensku ofurdeildinni en hún var áður á mála hjá Arsenal.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Verður á­fram hjá Manchester United

    Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur skrifað undir nýjan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United sem gildir út tímabilið 2026. Frá þessu greinir Manchester United í yfirlýsingu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ratclif­fe lætur 250 starfs­menn Man United fara

    Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er lítið fyrir að spígspora í kringum heitan graut. Það tók hann ekki langan tíma til að láta hinn og þennan fara og nú hefur hann gert gott betur en 250 starfsmenn félagsins hafa fengið uppsagnarbréf.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Pal­hinha á leið til Bayern á met­fé

    Bayern München gerði sitt besta til að festa kaup á portúgalska miðjumanninn João Palhinha á síðustu leiktíð. Loksins hefur þýska knattspyrnufélagið haft erindi sem erfiði en Fulham hefur samþykkt tilboð sem gerir hann að dýrustu sölu í sögu félagsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Moldrík og virðist ætla að um­turna kvennafótbolta

    Viðskiptakonan Michele Kang er gríðarlegur íþróttaunnandi og hafa fjárfestingar hennar vakið gríðarlega athygli. Hún á nú lið Washington Spirit í Bandaríkjunum, London City Lionesses í Englandi og er í þann mund að eignast meirihluta í stórliði Lyon í Frakklandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dvaldi í tjaldi á hringtorgi þar til lög­reglan kom

    Ungur maður tók upp á því að tjalda á hringtorgi í Mosfellsbæ á fimmtudaginn eftir að hafa tapað veðmáli. Hann dvaldi á hringtorginu í fimmtán klukkutíma þangað til að lögreglan kom og minnti hann á að hringtorgið væri ekki tjaldsvæði.

    Lífið
    Fréttamynd

    Chelsea fær fram­herja frá Barcelona og Earps til PSG

    Félagaskiptaglugginn á Englandi er opnaður og eru þónokkur knattspyrnufélög búin að gera sín fyrstu kaup. Chelsea hefur fest kaup á framherja Barcelona, Ross Barkley er farinn aftur til Aston Villa og markvörðurinn Mary Earps hefur samið við París Saint-Germain.

    Fótbolti