„Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. Fótbolti 1. júlí 2024 22:44
Hinn fullkomni leikur hjá Nico Williams Segja má að Nico Williams hafi í raun átt hinn fullkomna leik þegar Spánn tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu með 4-1 sigri á Georgíu. Fótbolti 1. júlí 2024 22:31
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. Fótbolti 1. júlí 2024 21:48
De Bruyne: Of snemmt til að svara því Kevin De Bruyne og félagar í belgíska landsliðinu duttu út úr Evrópumótinu í fótbolta í kvöld þegar liðið tapaði á móti Frakklandi í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 1. júlí 2024 21:20
Sjáðu sjálfsmarkið sem kom Frökkum í átta liða úrslit Frakkar hafa aðeins unnið tvo leiki á þessu Evrópumóti og þá báða á sjálfsmarki. Þessi sjálfsmörk hafa hins vegar skilað franska liðinu í átta liða úrslitin. Fótbolti 1. júlí 2024 18:42
Aftur vinna Frakkar á sjálfsmarki og nú skilar það þeim í átta liða úrslit Frakkar urðu fimmta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta eftir 1-0 sigur á Belgíu í kvöld. Fótbolti 1. júlí 2024 17:54
Ólíklegt að Bellingham fái leikbann Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu rannsakar nú frekar klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham eftir að hann skoraði markið mikilvæga á móti Slóvakíu í sextán liða úrslitum Evrópumótsins um helgina. Fótbolti 1. júlí 2024 17:30
Ísböð á nóttunni og alltaf tilbúinn að gefa góð ráð Það eru fáir knattspyrnumenn ýktari og Cristiano Ronaldo. Þá eru fáir sem eru tilbúnir að leggja meira á sig til að ná árangri. Þetta staðfesti José Fonte, fyrrverandi samherji hans í portúgalska landsliðinu. Fótbolti 1. júlí 2024 16:30
Keane um Mainoo: „Er að gera hluti sem tók mig tíu ár að læra“ Hinn írski Roy Keane, fyrrverandi miðvallarleikmaður Manchester United, hélt vart vatni yfir frammistöðu Kobbie Mainoo á miðri miðju Englands þegar liðið marði Slóvakíu í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. Fótbolti 1. júlí 2024 10:31
Bellingham í hættu á að vera sektaður fyrir klámfengin fagnaðarlæti Jude Bellingham skoraði jöfnunarmark Englands gegn Slóvakíu með hjólhestaspyrnu í uppbótartíma og fagnaði með klúrum hætti. Fótbolti 1. júlí 2024 09:00
Pogba og Matuidi verða heiðursgestir Frakka gegn Belgíu Franska knattspyrnusambandið hefur boðið Paul Pogba og Blaise Matuidi heiðursgestasæti á leik Frakklands og Belgíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðar í dag. Fótbolti 1. júlí 2024 08:13
Handtekinn á þaki vallarins þar sem hann ætlaði að ná góðum myndum Þýska sérsveitin var kölluð út á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liðar úrslitum Evrópumótsins vegna manns sem var búinn að koma sér upp á þak Westfalenstadion. Fótbolti 1. júlí 2024 07:00
Sjáðu hjólhestaspyrnuna sem bjargaði Englendingum England og Spánn tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. Englendingar þurftu á öllum mínútum leiksins að halda gegn Slóvökum. Fótbolti 30. júní 2024 23:30
Þjóðverjar með algjöra yfirburði í seinni hálfleik og á leið í átta liða úrslit Þjóðverjar eru á leið í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í heimalandinu eftir 2-0 sigur gegn Danmörku í leik sem tafðist lengi vegna veðurs. Þar munu þeir mæta Spáni eða Georgíu. Fótbolti 30. júní 2024 21:15
„Vorum að hugsa um að taka Bellingham út af“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að hann hafi verið að hugsa um að taka Jude Bellingham af velli stuttu áður en hann bjargaði enska liðinu með fallegri hjólhestaspyrnu. Fótbolti 30. júní 2024 20:01
Spánverjar í átta liða úrslit en ævintýri Georgíu á enda Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins er liðið vann 4-1 sigur gegn Georgíu. Fótbolti 30. júní 2024 18:30
Hjólhestaspyrna Bellingham bjargaði Englendingum England tryggði sér í dag sæti í átta liða úrslitum EM með dramatískum 2-1 endurkomusigri gegn Slóvakíu í leik sem fór alla leið í framlengingu. Fótbolti 30. júní 2024 15:30
„Eins og hann væri að bæta upp fyrir mistök með mistökum“ Danir voru langt frá því að vera sáttir við dómgæsluna í leiknum gegn Þjóðverjum í sextán liða úrslitum á EM í gær og baunuðu á enska dómarateymið í viðtölum í leikslok. Fótbolti 30. júní 2024 14:15
„Aldrei séð svona lélegt ítalskt landslið“ Ítalir eru úr leik á EM eftir tap fyrir Svisslendingum í gær, 2-0. Frammistaða ítalska liðsins var ekki upp á marga fiska. Fótbolti 30. júní 2024 11:31
Þjálfari Dana mætti reiður með síma í viðtal: „Svona á fótbolti ekki að vera“ Kasper Hjulmand, þjálfari danska karlalandsliðsins í fótbolta, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leiknum gegn Þýskalandi á EM í gær. Hann sagði regluna um hendi vera fáránlega. Fótbolti 30. júní 2024 09:31
„Við erum svona fimm prósentum frá þeim stað sem við viljum vera á“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, segir frammistöðu liðsins á mótinu hingað til ekki eins slæma og fólk segir og gaf það í skyn að litlar breytingar yrðu á liði Englands fyrir leikinn gegn Slóvakíu í 16-liða úrslitum síðar í dag. Fótbolti 30. júní 2024 09:00
Sjáðu mörkin sem skiluðu Sviss áfram í átta liða úrslit Sviss komst nokkuð óvænt áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins þegar liðið lagði ríkjandi Evrópumeistara Ítalíu 2-0 í dag. Mörk leiksins má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 29. júní 2024 23:00
Myndefni af ofsaveðrinu: Þrumur, eldingar, haglél og fossandi rigning á EM Tuttugu mínútna hlé var gert vegna slagveðurs á leik Þýskalands og Danmerkur í 16-liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta. Myndir og myndbönd af þrumum, eldingum og risahagli má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 29. júní 2024 20:24
„Mér finnst þessi úrslit ekki eins mikill skandall og fólk talar um“ Luciano Spalletti axlaði ábyrgð á 2-0 tapi Ítalíu gegn Sviss í 16-liða úrslitum Evrópumótsins og sagði upplegg sitt ekki hafa gert leikmönnum kleift að sýna sínar bestu hliðar, niðurstaðan væri þó ekki eins mikill skandall og fólki finnst. Fótbolti 29. júní 2024 19:30
Evrópumeistararnir úr leik á EM og Sviss í átta liða úrslit Ríkjandi Evrópumeistarar Ítalíu eru úr leik á Evrópumótinu eftir 2-0 tap gegn Sviss í sextán liða úrslitum. Sviss mætir annað hvort Englandi eða Slóvakíu í 8-liða úrslitum. Fótbolti 29. júní 2024 18:00
Belgar biðjast afsökunar á því að hafa hótað að sparka í Mbappé Myndband af Amadou Onana hóta því að sparka í sköflunginn á Kylian Mbappé hefur verið fjarlægt af samfélagsmiðlum belgíska knattspyrnusambandsins. Fjölmiðlafulltrúi sambandsins segir þetta hafa verið gert í gríni en baðst afsökunar engu að síður. Fótbolti 29. júní 2024 17:01
Rooney útskýrir af hverju hann hefur áhyggjur af Bellingham Ýmsir hafa haft áhyggjur af frammistöðu Judes Bellingham á Evrópumótinu í Þýskalandi. Meðal þeirra er Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins. Fótbolti 29. júní 2024 13:02
Trippier tæpur fyrir Slóvakíuleikinn og Konsa kemur væntanlega inn Óvíst er hvort Kieran Trippier, leikmaður Newcastle United, getur spilað leik Englands og Slóvakíu í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann glímir við meiðsli í kálfa. Fótbolti 29. júní 2024 11:31
Þrátt fyrir allan bölmóðinn þá er Englandi enn spáð sigri á EM Ofurtölvan fræga er enn á því að Englendingar fagni sigri á Evrópumótinu í fótbolta en sextán liða úrslitin hefjast í dag. Fótbolti 29. júní 2024 09:00
Króatar fengu stóra sekt frá UEFA Króatíska knattspyrnusambandið var í dag sektað um 105 þúsund evrur af evrópska knattspyrnusambandinu vegna framkomu stuðningsmanna króatíska landsliðsins á EM í Þýskalandi. Fótbolti 28. júní 2024 23:01