Fótbolti

Pogba og Matuidi verða heiðurs­gestir Frakka gegn Belgíu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Pogba og Matuidi voru öflugir á sínum tíma á miðjunni hjá Frakklandi.
Pogba og Matuidi voru öflugir á sínum tíma á miðjunni hjá Frakklandi. TF-Images/Getty Images

Franska knattspyrnusambandið hefur boðið Paul Pogba og Blaise Matuidi heiðursgestasæti á leik Frakklands og Belgíu í 16-liða úrslitum Evrópumótsins síðar í dag.

Pogba varð heimsmeistari með franska landsliðinu árið 2018 og á að baki 91 A-landsleik.

Hann var fyrr á þessu ári dæmdur í fjögurra ára banna frá fótbolta eftir að hann féll á lyfjaprófi sem var tekið eftir leik liðs hans, Juventus, gegn Bologna þann 20. ágúst 2023. Of hátt magn testósteróns fannst í sýninu.

Blaise Matuidi á að baki 84 A-landsleiki og spilaði samhliða Pogba á miðjunni þegar Frakkar enduðu í 2. sæti á EM í heimalandinu 2016 og HM í Rússlandi 2018, hann byrjaði reyndar úrslitaleikinn út úr stöðu, á vinstri kantinum.

Á félagsliðaferlinum spilaði hann meðal annars með PSG og Juventus, hann lagði skóna á hilluna árið 2022 eftir tvö ár hjá Inter Miami.

Le Parisien Sport greinir frá því að þeir hafi þegið boðið, sem barst í fyrradag, og ferðast til Düsseldorf í gær þar sem leikurinn fer fram klukkan 16:00 í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×