Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins er liðið vann 4-1 sigur gegn Georgíu.
Spánverjar voru mun meira með boltann á upphafsmínútum leiksins og virtust alltaf líklegri til að skora fyrsta markið.
Það voru þó Georgíumenn sem voru fyrri til að brjóta ísinn þegar þeirra fyrsta sókn í leiknum endaði með því að fyrirgjöf Otar Kakabadze fór af Robin Le Normand í netið á 19. mínútu.
🇬🇪 Georgia take the lead in Cologne!#EURO2024 | #ESPGEO pic.twitter.com/FSAm67m6aA
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024
Spánverjar voru þó ekki lengi að jafna sig á því. Rodri jafnaði metin fyrir liðið með góðu skoti tæpum tuttugu mínútum síðar og staðan í hálfleik því 1-1.
Spænska liðið hélt svo áfram að þjarma að Georgíumönnum í síðari hálfleik og Fabian Ruiz kom liðinu yfir á 51. mínútu. Nico Williams batt svo endahnútinn á góða skyndisókn á 75. mínútu og kom Spánverjum í 3-1 áður en Dani Olmo gerði endanlega út um leikinn á 83. mínútu.
GOAL!
— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024
Spain 4-1 Georgia (Olmo 83')#EURO2024 | #ESPGEO pic.twitter.com/jAOd3oiqgq
Niðurstaðan varð því að lokum 4-1 sigur Spánverja sem eru komnir í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Þjóðverjum næstkomandi föstudag. Georgíumenn, sem sitja í 74. sæti heimslista FIFA, eru hins vegar á heimleið.