Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Fimm rúm­metrar streyma í sylluna á hverri sekúndu

Um það bil 1200 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólahring, flestir á svæðinu milli Þorbjörns og Sýlingarfells svipað og daginn áður. Stærsti skjálftinn var 3,4 að stærð klukkan 00:31 í nótt skammt sunnan við Þorbjörn.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingafundur um jarð­hræringarnar í Hljómahöll í kvöld

Í hinu sögufræga félagsheimili Stapa, stærsta sal Hljómahallar, verður haldinn upplýsingafundur vegna jarðhræringa og landriss við Grindavík. Fundurinn hefst klukkan átta en einnig verður hægt að fylgjast með honum í beinni útsendingu á fréttavef okkar Vísi og í sjónvarpinu á stöð 2 Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Upp­lýsum ferða­menn

Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi.

Skoðun
Fréttamynd

Kynnis­ferðir hætta ferðum í Bláa lónið

Forsvarsmenn Kynnisferða hafa ákveðið að hætta ferðum í Bláa lónið frá og með hádegi á morgun. Framkvæmdastjóri segir það gert með öryggi starfsmanna og gesta að leiðarljósi. Staðan verður endurmetin eftir þrjá daga.

Innlent
Fréttamynd

Varaaflsvélar komnar til Grinda­víkur

Fyrstu tvær varaaflsvélarnar eru komnar til Grindavíkur. Sviðsstjóri rafmagnssviðs HS veitna segir þær hluta af undirbúning fyrir verstu sviðsmyndina ef til eldgoss kæmi og ekkert rafmagn né hiti kæmi frá Svartsengi. 

Innlent
Fréttamynd

Finnur fyrir ó­öryggi hjá starfs­fólki Bláa lónsins

Framkvæmdastjóri Bláa lónsins telur að hægt væri að rýma svæðið innan klukkustundar ef til þess kæmi. Þessa dagana er gestafjöldi yfir tvö þúsund manns á hverjum degi. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa starfsfólk fyrir mismunandi sviðsmyndir, en lóninu hefur verið skipt upp í tíu rýmingarsvæði. 

Innlent
Fréttamynd

Land risið um sjö senti­metra

Frá 27. október hefur land risið um sjö sentimetra samkvæmt GPS-mælistöð á fjallinu Þorbirni. Aflögunin verður vegna kvikusöfnunar í syllu á um fimm kílómetra dýpi.

Innlent
Fréttamynd

Birta leið­beiningar til í­búa á Reykja­nesi

Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ró­legt yfir skjálfta­mælum í nótt

Vakthafandi náttúrúvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að nóttin hafi verið róleg þegar kemur að skjálftavirkninni á Reykjanesi, í það minnsta miðað við síðustu nætur. 

Innlent
Fréttamynd

Rýmingaráætlun fyrir Grinda­vík komin út

Rýmingaráætlun fyrir Grindavík hefur verið birt á vefsíðu bæjarfélagsins. Þar er tilmælum komið á framfæri til bæjarbúa varðandi mögulega rýmingu kæmi til eldgoss sem myndi ógna byggð í Grindavík. Áætlunin hefur verið birt á íslensku, ensku, og pólsku.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er kvikusöfnun á fárra kíló­metra dýpi, það er ekkert grín“

„Staðan er ekki góð. Nú er annað eldstöðvakerfi komið í gang en það sem var fyrrum. Það er svolítið ólíkt því sem var á miðöldum, þá leið lengra á milli þess að eldstöðvakerfin hrukku í gang. Þetta er kvikusöfnun á fárra kílómetra dýpi, það er ekkert grín. Þannig að ég lít svo á að staðan sé erfið. Það getur brugðið til beggja vona,“ segir Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur um jarðhræringar á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Land­ris heldur á­fram

Landris heldur áfram á sama hraða við Þorbjörn og engin skýr merki eru um að kvika sé að færast nær yfirborði. Gera má ráð fyrir áframhaldandi jarðskjálftavirkni vegna kvikuinnskotsins, sem veldur aukinni spennu á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti í morgun

Skjálftavirkni jókst upp úr klukkan fimm í morgun við Eldvörp á Reykjanesskaga. Stærsti skjálftinn mældist 4,2 að stærð, rétt fyrir klukkan 6.00 í morgun. Yfir 130 skjálftar hafa mælst síðasta klukkutímann, flestir á um 3-5 kílómetra dýpi. Enginn gosórói er á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Vef­­mynda­­vélar í beinni frá Þor­birni

Mikil skjálftavirkni og jarðhræringar hafa staðið yfir á Reykjanesi að undanförnu og hefur töluverður hraði verið á landrisi við Þorbjörn. Vísir er með vefmyndavélar á svæðinu, þar sem sjá má útsýnið af Þorbirni, yfir Bláa lónið og Reykjanesskagann annars vegar og svo Grindavík hinsvegar.

Innlent
Fréttamynd

Mögu­lega aukinn hraði í til­færslum

Síritandi GPS mælar í grennd við fjallið Þorbjörn virðast sýna töluvert stökk í tilfærslum í dag. Mælir við Eldvörp sýnir rúmlega eins sentimetra tilfærslu til vesturs á milli mælinga, yfir átta klukkustunda tímabil, sem er veruleg hröðun frá síðustu dögum. Þetta stökk er sjáanlegt á öllum mælum í kringum landrisið sem nú á sér stað, þó mismikið.

Innlent
Fréttamynd

Ekki í stöðunni að loka Bláa lóninu: „Við fylgjum al­farið ráð­leggingum sér­fræðinganna“

Umhverfisverkfræðingur skorar á yfirvöld að Bláa lóninu verði gert að loka Bláa lóninu tímabundið, en óvissustig almannavarna er þar í gildi vegna jarðhræringa. Framkvæmdastjóri Bláa lónsins segir forsvarsmenn lónsins fylgja sérfræðingum Veðurstofunnar og Almannavarna í einu og öllu og samkvæmt þeim sé ekki tilefni til lokunar sem stendur. 

Innlent
Fréttamynd

Skjálfta­virkni minnkað en búist við að hún aukist aftur

Nokkuð hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðan á sjötta tímanum í gær. Jarðskjálftar sem mælst hafa eru að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands minni en áður en gera megi ráð fyrir að jarðskjálftavirkni aukist aftur.

Innlent
Fréttamynd

Dregið úr jarð­skjálfta­virkni

Nokkuð hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á Reykjanesi síðan klukkan 18 í kvöld og skjálftarnir sem nú mælast eru minni. Virknin er þó enn töluverð og um 450 skjálftar hafa mælst á svæðinu í kringum Þorbjörn frá klukkan 15 í dag. Engin merki eru um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborð.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti af stærðinni 4,3

Jarðskjálfti af stærðinni 4,3 mældist norðaustur af Grindavík klukkan 13:14 í dag. Um er að ræða einn stærsta skjálfta sem mælst hefur í yfirstandandi hrinu.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfta­virknin við­búin þegar land rís svona hratt

Stærðarinnar skjálftar hafa riðið yfir norðvestur af Grindavík frá miðnætti, þrír hafa verið yfir fjórum að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir eðlilegt að stærri skjálftar ríði yfir þegar landris verður eins hratt og raunin er við fjallið Þorbjörn. Það þurfi þó ekki að þýði að von sé á gosi.

Innlent