Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Hlakkar alls ekki í Þor­valdi í kvöld

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að stutt sé í eldgos á Reykjanesi; það sé frekar spurning um klukkustundir en daga að hans mati. Þá er hann ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið of djarfur í greiningu sinni á atburðum síðustu daga. 

Innlent
Fréttamynd

Flúði með börnin í bæinn

Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði.

Innlent
Fréttamynd

Stjörnum prýtt skjálftakort

Skjálftakort Veðurstofunnar með skjálftum síðustu tveggja sólarhringa er þakið stjörnum. Hver stjarna táknar jarðskjálfta sem var yfir þrír að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Sundhnúkasprungan sögð hættu­legust fyrir Grinda­vík

Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell.

Innlent
Fréttamynd

Auknar líkur á eld­gosi

Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum

HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. 

Innlent
Fréttamynd

Reikna frekar með dögum en klukku­stundum

Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegra að nokkrir dagar líði frekar en klukkustundir áður en kvika nær til yfirborðs. Ef sprunga myndi myndast þar sem skjálftavirknin er hvað mest myndi hraun renna til suðausturs og vesturs en ekki í átt til Grindavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Stöðugur straumur út úr Grinda­vík

Stöðug umferð hefur verið út úr Grindavík síðan stóru skjálftarnir byrjuðu að ríða yfir síðdegis. Hámarki var náð á sjötta tímanum og er umferð um Grindavíkurveg lokuð eftir að brotnaði upp úr malbiki.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekkert eld­gos að byrja“

Víðir Reynisson, yfirlögreglustjóri almannavarna segir eldgos ekki yfirvofandi þrátt fyrir snarpa skjálfta á Reykjanesi. Þrátt fyrir að Grindvíkingar hafi upplifað stanslausa skjálfta í þrjá klukkutíma sé engin ástæða til að yfirgefa bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Reykjar­mökkur lík­lega ekki eld­gos

Ólíklegt er að reykur sem streymir úr hrauni við Litla-Hrút sé eldgos. Líklega sé um að ræða gas eða hita sem sé að losna úr nýlegu hrauni vegna jarðhræringanna sem hafa orðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Þunn lína á milli þess að fræða og hræða“

Almannatengill segir þunna línu á milli þess að fræða fólk og hræða á óvissutímum sem þessum. Hann telur suma jarðvísindamenn hafa farið yfir þá línu síðustu daga. Misvísandi skilaboð geti valdið fólki miklu hugarangri og skapað upplýsingaóreiðu. 

Innlent
Fréttamynd

Annar stór skjálfti

Annar mikill jarðskjálfti fannst rétt sunnan við Sýlingarfell tuttugu mínútum eftir klukkan þrjú í dag. Samkvæmt fyrstu mælingum Veðurstofu er stærð hans 4,3.

Innlent
Fréttamynd

Öflugur jarð­skjálfti

Nokkuð öflugur jarðskjálfti reið yfir á suðvesturhorninu um korter í eitt. Skjálftinn var af stærðinni 4,1.

Innlent
Fréttamynd

Öflug skjálfta­hrina hófst í morguns­árið eftir ró­leg­heitin í nótt

Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð.

Innlent