Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Ekkert reist af nýjum veggjum

Hæstiréttur í Bandaríkjunum féllst í nótt á að heimila ríkisstjórninni að draga verulega úr möguleikum flóttafólks á að sækja um hæli. Iðnaðarmenn reisa nú háan vegg á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó.

Erlent
Fréttamynd

Comey braut reglur í tengslum við örlagarík minnisblöð

James Comey, fyrrverandi forstjóri Bandarísku alríkislögreglunnar FBI, braut reglur stofnunarinnar þegar hann hélt eftir minnisblöðum sem hann skrásetti eftir fundi hans með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þá braut hann einnig reglur stofnunarinnar þegar hann lak efni minnisblaðanna til fjölmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Gillibrand dregur framboð sitt til baka

Enn fækkar í hópi frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020 en öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá New York hefur dregið framboð sitt til baka.

Erlent
Fréttamynd

Sviðin jörð eftir Trump Bandaríkjaforseta

Elísabetu Bretadrottningu var lítt skemmt eftir síðustu heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ef marka má frétt á vef Sunday Times þar sem hermt er að þyrla forsetans hafi skilið eftir sig brunabletti á lóðinni fyrir framan Buckingham-höll.

Lífið
Fréttamynd

Danir pirraðir eftir að Trump hætti við

Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta.

Erlent
Fréttamynd

Öfgamaður á ferð

Mike Pence er öfgamaður sem kennir sig við kristna trú en boðar fábreytni, umburðarleysi, bókstafstrú og ótta­stjórnun. Í orðum sínum og verkum hefur hann beitt sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks.

Skoðun