Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

„Auð­vitað slær þetta hjúkrunar­fræðinga“

Formaður félags hjúkrunarfræðinga fagnar viðurkenningu Landspítala á ófullnægjandi starfsumhverfi á geðdeild - en ástandið sé auðvitað óboðlegt víðar. Yfirlýsingin var birt í tengslum við mál hjúkrunarfræðings sem ákærð er fyrir manndráp. Málið, og önnur sambærileg, hvíli þungt á stéttinni.

Innlent
Fréttamynd

Hafa allir svarað fyrir sig í stóra kókaínmálinu

Fjórir karlmenn sem sæta ákæru í stóra kókaínmálinu svokallaða gáfu skýrslu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Óhætt er að segja að framburður ákærðu hafi verið um margt athyglisverður. Héraðsdómari tók skýrt fram við upphaf aðalmeðferðar í morgun að fjölmiðlar mættu ekki grein frá því sem fram kæmi fyrr en að lokinni aðalmeðferð.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­með­ferð í stærsta kókaín­máli Ís­lands­sögunnar fer fram í dag

Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu svokallaða fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Um er að ræða langstærsta kókaínmál sem komið hefur upp hér á landi. Fjórum sakborningum í málinu er gefið að sök að hafa flutt inn um hundrað kíló af kókaíni, sem falin voru í sjö trjádrumbum. Reikna má með þungum dómum verði mennirnir fundnir sekir.

Innlent
Fréttamynd

Dómari tekur til skoðunar hvort vísa eigi hryðju­verkalið frá

Tveir karlmenn sem sæta ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka neituðu sök við þingfestingu málsins í dag. Þeir játuðu hluta ákærunnar sem sneri að vopnalagabrotum auk þess sem annar játaði fíkniefnabrot. Dómari ætlar að skoða hvort tilefni sé til að vísa frá þeim hluta ákærunnar sem snýr að hryðjuverkabrotum.

Innlent
Fréttamynd

Ganga lausir en grunaðir um skipulagningu hryðjuverka

Tæpir fjórir mánuðir eru liðnir síðan ríkislögreglustjóri handtók tvo karlmenn og lýsti því yfir að hættuástandi hefði verið aflýst. Á blaðamannafundi var greint frá því að mennirnir hefðu verið grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Mál gegn þeim verður þingfest klukkan 13 í dag en athygli vekur að dómstólar landsins telja mennina ekki hættulegri en svo að þeir ganga lausir.

Innlent
Fréttamynd

Sökuð um að hafa þröngvað næringar­drykkjum ofan í konuna

Hjúkrunarfræðingurinn sem ákærður er fyrir manndráp í opinberu starfi er sökuð um að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að þröngva ofan í hana innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk. Þetta kemur fram í ákærunni í málinu sem fréttastofa hefur undir höndum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gerð refsing vegna líkams­á­rásar á sátta­fundi

Héraðsdómur Reykjaness hefur sakfellt karlmann vegna líkamsárásar á sérstökum sáttafundi þar sem hann réðst á annan mann sem átti að hafa áreitt ólögráða dóttur ákærða ítrekað og kynferðislega. Manninum var ekki gerð sérstök refsing í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Mál Friðfinns tekið fyrir í héraðsdómi

Mál Friðfinns Freys Kristinssonar, sem fyrirfór sér í desember síðastliðnum, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Verður mál hans rekið á grundvelli laga um horfna menn þannig að hægt verði að fara með bú Friðfinns eins og hann sé látinn.

Innlent
Fréttamynd

Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað

Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins.

Innlent