Sagðist hafa fundið tíu þúsund evrur á leið heim úr skólanum Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa notað peninga í verslunum og í Háspennusal sem þeir máttu gruna að væru falsaðir. Ófjárráða stelpa kom að því að skipta fölsuðum evruseðlum í íslenska peninga. Innlent 23. maí 2023 16:39
Staðfestu sýknu Kópavogsbæjar í Vatnsendamálinu Hæstiréttur staðfesti í dag sýknu Kópavogsbæjar í langdregnu Vatnsendamáli, þar sem hluti erfingja Sigurðar K. Hjaltested krafðist 75 milljarða króna vegna eignarnáms á landi Vatnsenda árin 1992, 1998, 2000 og 2007. Innlent 23. maí 2023 14:34
Seltjarnarnesbær sýknaður af öllum kröfum feðginanna Seltjarnarnesbær var í hádeginu sýknaður af tólf milljóna skaðabótakröfu sem feðgin höfðuðu á hendur bænum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að starfsfólk bæjarfélagsins hefði sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Faðirinn segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Innlent 23. maí 2023 13:11
Ákærður fyrir að nauðga þroskahömluðum skjólstæðingi Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann, sem starfaði hjá stofnun fyrir fólk með fötlun, fyrir nauðgun gegn skjólstæðingi með þroskahömlun. Innlent 23. maí 2023 11:33
Gyðingasamtök vilja lögbann á síðu sem hýst er á Íslandi Samtök sem berjast gegn gyðingahatri í Bandaríkjunum krefjast þess að lögbann verði lagt á vefsíðu sem hýst er á Íslandi. Lögmaður samtakanna segir síðuna hafa vakið mikinn óhug í ljósi fjölgun skotárása á almenna borgara. Framkvæmdastjóri hýsingaraðila segir ekkert ólöglegt á ferðinni. Innlent 22. maí 2023 15:00
Kemur í ljós á morgun hvort Seltjarnarnesbær þurfi að greiða skaðabætur Í hádeginu á morgun mun dómari við héraðsdóm Reykjavíkur kveða upp dóm í skaðabótamáli sem feðginin Margrét Lillý Einarsdóttir og Einar Björn Tómasson höfðuðu á hendur Seltjarnarnesbæ. Innlent 22. maí 2023 14:35
Eiginmaðurinn fyrrverandi fylgist með úr öðru herbergi Karlmaður sem sakaður er um gróf kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi gagnvart þáverandi eiginkonu sinni skal víkja úr dómsal þegar konan gefur skýrslu. Þetta er niðurstaða þriggja dómara við Landsrétt sem voru ósammála héraðsdómi sem hafði hafnað kröfu ákæruvaldsins að eiginmaðurinn viki úr salnum. Innlent 22. maí 2023 13:05
Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Innlent 20. maí 2023 22:28
Farið fram á að skipverjinn á Sighvati verði talinn látinn Sambýliskona manns sem er talinn af eftir að hann féll útbyrðis af línuskipinu Sighvati GK-57 í desember hefur höfðað mál um að hann skuli teljast látinn. Skipverjinn fannst aldrei þrátt fyrir nokkurra daga leit. Innlent 19. maí 2023 14:10
Þóttist vera látinn faðir sinn og stal ellefu milljónum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið ellefu milljónum úr dánarbúi föður síns. Til þess að stela peningnum þóttist hann vera faðir sinn. Innlent 18. maí 2023 13:33
Hlaut árs skilorðsbundinn fangelsisdóm í Procar máli Haraldur Sveinn Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og meirihlutaeigandi bílaleigunnar Procar, var í dag dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Haraldur játaði að hafa falsað kílómetrastöðu í 134 bílum fyrir sölu. Innlent 16. maí 2023 15:36
Fallist á málatilbúnað Dómarafélagsins í prófmáli Í gær féll dómur í máli héraðsdómara gegn íslenska ríkinu vegna breytinga sem gerðar voru á launafyrirkomulagi dómara sumarið 2022 samhliða því að dómarar voru krafðir um endurgreiðslu meintra ofgreiddra launa. Formaður Dómarafélags Íslands segir málið prófmál og að settir dómarar í því hafi tekið undir forsendur málatilbúnaðar Dómarafélagsins. Innlent 16. maí 2023 07:00
Ríkið mátti ekki lækka laun dómara Ástríður Grímsdóttir héraðsdómari vann í dag mál á hendur íslenska ríkinu, sem hún höfðaði eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu. Innlent 15. maí 2023 19:46
Meira en 200 milljón króna sekt fyrir stórfelld skattsvik Eigandi félags sem átti veitingastaðinn Primo í Reykjavík var dæmdur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða meira en 220 milljónir króna í sekt fyrir stórfelld skattalagabrot í vikunni. Innlent 13. maí 2023 14:56
Viðsnúningur í milljarðadeilu ALC og Isavia Landsréttur hefur snúið við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flugvélaleigan ALC og íslenska ríkið skyldu greiða Isavia 2,5 milljarða króna í skaðabætur vegna kyrrsetningar á flugvél sem hið sáluga Wow air hafði haft á leigu. Viðskipti innlent 12. maí 2023 16:57
Djammbannið var löglegt Landsréttur sýknaði í dag íslenska ríkið af kröfum eigenda skemmtistaðarins The English Pub. Eigendurnir höfðu krafist skaðabóta vegna fjártjóns af völdum lokunar í covid-faraldrinum. Innlent 12. maí 2023 16:28
Sneri við blaðinu og fékk þriggja ára dóm skilorðsbundinn Árni Khanh Minh Dao var í dag sakfelldur fyrir stórfellt fíkniefnabrot, með því að hafa flutt inn rétt tæplega tvö kíló af sterku metamfetamíni, sem er í daglegu tali kallað spítt, í ferðatösku sem hann tók með sér í áætlunarflug árið 2019. Athygli vekur að fullnustu refsingar hans var frestað til fimm ára. Innlent 12. maí 2023 15:27
Sífellt hrædd og grátandi en tóku gleði sína á ný þegar starfsmaðurinn hætti Búið var að grípa til ráðstafana til að tryggja að leikskólastarfsmaður væri ekki einn með börnum á leikskólanum áður en hann var staðinn að því að taka um háls á einu barnanna og klóra annað. Innlent 12. maí 2023 08:54
Viðsnúningur í hoppukastalamálinu Landsréttur hefur fyrirskipað dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra að kalla til tvo matsmenn til að reyna að svara betur þeim spurningum hvað varð til þess að hoppukastali fullur af börnum tókst á loft á Akureyri í júlí 2021. Innlent 11. maí 2023 16:17
Ákærður fyrir nauðgun á skemmtistað Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir nauðgun á salerni ónefnds skemmtistaðar í Reykjavík í lok mars á síðasta ári. Maðurinn er sagður hafa stungið getnaðarlim sínum í munn konu sem gat ekki spornað við verknaðinum vegna ölvunar. Innlent 9. maí 2023 17:39
Fær bætur vegna einangrunar í máli tengdu amfetamínframleiðslu Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Einari Jökli Einarssyni, sem var sakfelldur fyrir framleiðslu á amfetamíni í Borgarfirði, 750 þúsund krónur í miskabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti í tengslum við rannsókn á öðru fíknefnamáli. Hann hafði farið fram á 3,4 milljónir króna í bætur. Innlent 9. maí 2023 08:48
Sex skilorðsbundnir mánuðir fyrir stórfellda líkamsárás við Paddy's Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan skemmtistaðinn Paddy's í Reykjanesbæ í október 2021. Maðurinn var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða brotaþolanum, karlmanni á fimmtugsaldri, tvær milljónir króna í miskabætur. Innlent 8. maí 2023 16:20
Í gæsluvarðhaldi fyrir að falsa að fyrrverandi sambýliskonan væri á lífi Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni, sem er grunaður um fjársvik og skjalafals. Maðurinn er sagður hafa í áraraðir haldið því fram að fyrrverandi sambýliskona hans væri á lífi en hún lést árið 2014. Maðurinn dvaldi hins vegar í húsnæði Félagsbústaða, sem var skráð á konuna, tók út lyfseðilskyld lyf hennar og notaði fjármuni sem hún fær enn frá Tryggingastofnun. Innlent 8. maí 2023 11:33
Hæstiréttur samþykkir að taka fyrir launaákvörðun ríkislögreglustjóra Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál embættis ríkislögreglustjóra og íslenska ríkisins gegn fjórum lögreglumönnum. Málið varðar samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri gerði við lögreglumennina árið 2019 en nýr ríkislögreglustjóri hefur freistað þess að fá hnekkt. Innlent 8. maí 2023 10:32
Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. Innlent 7. maí 2023 22:20
Höfuðkúpubrotnaði eftir hnefahögg á djamminu Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hrinda manni fyrir utan skemmtistað á Reykjanesi í október árið 2021. Hlaut árásarþoli höfuðkúpubrot og alvarlega varanlega áverka á höfði. Innlent 7. maí 2023 13:59
Rekin úr íbúðinni vegna smáhunds fósturdóttur sinnar Monika Macowska leigjandi er afar ósátt við hvernig staðið var að riftun leigusamnings hennar og á hvaða forsendum. Smáhundur sem hún fékk fyrir fósturdóttur sína sem er að eiga við áfallastreituröskun eftir alvarlegt áfall er uppgefin ástæða uppsagnarinnar. Innlent 7. maí 2023 09:04
Leikskólastarfsmaður dæmdur fyrir að taka börn hálstaki og klóra Kona sem starfaði á Sólborg, leikskóla Hjallastefnunnar í Sandgerði, hefur verið dæmd fyrir að hafa beitt börn á aldrinum átján mánaða til þriggja ára ofbeldi. Var hún meðal annars ákærð fyrir að beita börn andlegum og líkamlegum refsingum. Innlent 6. maí 2023 21:12
Sýknaður af nauðgun í vinnustaðaferð Eigandi fyrirtækis sem ákærður var fyrir að hafa nauðgað samstarfskonu sinni á hótelherbergi í starfsmannaferð árið 2015 hefur verið sýknaður af Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 4. maí 2023 10:40
Gifting Bam Margera á Íslandi var ekki gild Lögmenn Bam Margera halda því fram að gifting hans og Nicole Boyd á Íslandi hafi ekki verið lögleg. Pappírum hafi aldrei verið skilað inn. Innlent 4. maí 2023 00:00