Gunnlaugur verður forseti Hæstaréttar Gunnlaugur Claessen verður forseti Hæstaréttar á næsti ári og árið 2007 og Hrafn Bragason verður varaforseti réttarins. Þetta var niðurstaðan af fundi dómara við Hæstarétt í dag þar sem þeir kusu dómstólnum forseta og varaforseta. Innlent 12. desember 2005 16:00
Vill að málið verði tekið til efnislegrar meðferðar Baugsmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi og verjendur sakborninga kröfðust þess á ný að málinu væri vísað frá og tiltóku þrjár ástæður fyrir að slíkt ætti að gera. Settur saksóknari vísaði þeim öllum á bug og sagði kominn tíma til að taka málið til efnislegrar meðferðar. Innlent 9. desember 2005 14:44
Tveir saksóknarar boðaðir í réttarsal Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag og hafa hvort tveggja Bogi Nilsson ríkissaksóknari og Sigurður Tómas Magnússon settur saksóknari verið boðaðir í þinghaldið. Innlent 9. desember 2005 08:30
Grunaður um viðamikla fíkniefnasölu Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni sem er grunaður um viðamikla fíkniefnasölu á Akureyri. Maðurinn var handtekinn á skemmtistað á Akureyri fyrir viku með peninga sem lögregla telur afrakstur fíkniefnasölu og heima hjá honum fannst eitt kíló af maríjúana. Innlent 8. desember 2005 14:33
Fá engar bætur fyrir förgun gæsa Ríkissjóður var í dag sýknaður af fimm milljóna króna skaðabótakröfu hjóna sem var gert að farga aligæsum á búi sínu eftir að salmonella greindist í gæsunum. Dýralæknir fyrirskipaði förgunina og fóru hjónin að kröfu hans. Innlent 8. desember 2005 13:45
Gæsluvarðhald Albana framlengt Hæstiréttur hefur framlengt gæsluvarðhaldsúrskurð fyrir albönskum manni sem grunaður er um manndráp í Grikklandi. Maðurinn var handtekinn við komu sína hingað undir lok september fyrir að ferðast með fölsk skilríki og hefur síðan setið í fangelsi, fyrst við afplánun fangadóms og síðan í gæsluvarðhaldi. Innlent 8. desember 2005 13:06
Segir Mjólkursamsöluna hafa hlunnfarið sig Bóndi hefur stefnt Mjólkursamsölunni fyrir að hafa hlunnfarið sig við uppgjör á stofnfjársjóði Samsölunnar. Sams konar mál varða um 500 aðra bændur sem samanlagt ættu tugmilljóna króna kröfu á Samsöluna ef dómstólar fallast á kröfu bóndans. Innlent 7. desember 2005 12:15
Sérstakur saksóknari getur farið með öll ákæruatriði Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur vísaði ekki frá dómi í október síðastliðnum. Innlent 2. desember 2005 17:14
Moldóvi dæmdur í farbann Hæstiréttur hefur dæmt Moldóva í farbann til 7. desember næst komandi. Maðurinn var færður til yfirheyrslu hjá lögreglu 15. nóvember eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hingað frá Færeyjum á fölsuðu grísku vegabréfi. Innlent 30. nóvember 2005 16:42
Deildu um tilvist bréfa Jónína Benediktsdóttir bar forsvarsmenn Fréttablaðsins þungum sökum í héraðsdómi í dag og sagði þá halda hlífiskildi yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, með því að birta ekki bréf hans til Jóns Geralds Sullenbergers, sem finna hafi mátt meðal tölvubréfa hennar sem rötuðu á síður blaðsins. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins kannast við umrætt bréf, en segjast á móti hafa tekið vægt á Jónínu. Innlent 29. nóvember 2005 20:13
Segir hafa verið valið úr tölvupóstum til birtingar Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta þar sem fjallað væri um Thee Viking. Hvorki ritstjóri né fréttaritstjóri Fréttablaðsins sögðust muna eftir slíkum tölvupóstum. Jónína neitaði að svara flestum spurningum verjanda um hvernig hún teldi fréttirnar hafa verið villandi eða hvort einhverjar persónulegar upplýsingar úr tölvupóstunum hefðu ekki verið birtar. Innlent 29. nóvember 2005 15:58
Segir eigendum hafa verið hlíft Jónína Benediktsdóttir sagði við skýrslutöku í aðalmeðferð máls hennar gegn Fréttablaðinu að blaðið hefði haldið hlífiskildi yfir eigendum sínum með því að birta ekki tölvupósta sem kæmu þeim illa. Innlent 29. nóvember 2005 14:59
Jón óttast ekki dómstóla Stefna Öryrkjabandalagsins á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samkomulagi við öryrkja verður þingfest á morgun. Heilbrigðisráðherra segist ekki óttast dómstóla. Öryrkjar telja að fimmhundruð milljónir vanti upp á til að samkomulagið sem gert var í mars árið 2003, sé að fullu efnt. Innlent 28. nóvember 2005 21:40
Fangar pakka inn jólakortum Fangar í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og Fangelsinu á Akureyri eru nú teknir til við hjálparstarf í þágu munaðarlausra barna í Úganda, Indlandi, Pakistan og á Filippseyjum. Innlent 23. nóvember 2005 09:45
Fjallar ekki um ákæruliðina átta Sérstakur saksóknari sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í Baugsmálinu hefur aðeins vald í þeim 32 ákæruliðum Baugsmálsins sem vísað var frá dómi en ekki þeim átta sem eftir standa af 40 upphaflegum ákæruliðum.. Bogi Nilsen ríkissaksóknari fer með ákæruvald í þeim liðum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp rétt rúmlega níu. Innlent 22. nóvember 2005 09:09
Orkuveitan tapaði dómsmáli Hæstiréttur vísaði í gær frá dómi kröfu Orkuveitu Reykjavíkur um að álit Kærunefndar útboðsmála þess efnis að Orkuveitan væri skaðabótaskyld gagnvart Toshiba vegna útboðs fyrir búnað til Hellisheiðarvirkjunar. Innlent 22. nóvember 2005 06:33
Dæmdur fyrir vopnað rán Hilmar Ragnarsson, sem ásamt öðrum manni framdi vopnað rán í SPRON í Hátúni fyrir tæpum tveimur árum, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. Vitorðsmaður hans er ófundinn. Innlent 18. nóvember 2005 00:09
Þrjú ár fyrir nauðgun Karlmaður var í dag dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir að nauðga fyrrum sambýliskonu sinni á heimili hennar auk umferðarlaga- og fíkniefnabrota. Innlent 17. nóvember 2005 18:03
Gæsluvarðhald staðfest Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um morð í Grikklandi. Innlent 17. nóvember 2005 17:15
Ekki ákært í 309 kærðum nauðgunum 370 nauðganir voru kærðar til lögreglu á árunum 1995 til 2004. Ákært var í 61 máli en 309 kærur leiddu ekki til ákæru fyrir dómstólum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttur þingmanns. Innlent 11. nóvember 2005 08:00
Lögbann tekið fyrir á morgun Lögbannskrafa Jónínu Benediktsdóttur athafnakonu á fréttaflutning Fréttablaðsins af tölvupóstsendingum sem hún átti hlut að verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Innlent 9. nóvember 2005 06:45
Efnahagsbrotadeildin ekki vön frávísunum Fjársvika- og bókhaldsbrotamáli á hendur Sveini Eyjólfssyni og fleirum var vísað frá héraðsdómi í gær. Ragnar Hall, einn verjenda, telur að ákæruskjalið hafi aldrei verið lesið yfir. Jón H. B. Snorrason saksóknari vill efnislega meðferð. Innlent 8. nóvember 2005 03:30
Ríkið sýknað af bótakröfu Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið í morgun af tíu milljóna króna bótakröfu manns sem var ákærður fyrir tryggingabótasvindl fyrir þrettán árum. Innlent 7. nóvember 2005 00:00
Dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot Rúmlega tvítugur Reykvíkingur var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans fundust 97 grömm af hassi, sautján grömm af maríjúana, tæp tólf grömm af amfetamíni og 68 MDMA-töflur. Innlent 4. nóvember 2005 22:15
Allt að sex milljónir falla á ríkið Ríkið þarf að greiða á bilinu fjórar til sex milljónir króna vegna dóms Hæstaréttar um að Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafi verið óheimilt að hætta að greiða slökkviliðsmönnum rútugjald. Innlent 4. nóvember 2005 16:40
Refsing vegna líkamsárásar felld niður Tuttugu og átta ára gamall karlmaður var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af líkamsárás í ágúst í fyrra í miðbæ Reykjavíkur. Hann var árkærður fyrir að hafa slegið annan karlmann hnefahöggi í andlitið og veitt honum talsverða áverka. Innlent 3. nóvember 2005 17:15
45 daga fangelsi fyrir líkamsárás Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 45 daga fangelsi fyrir tvöfalda líkamsárás. Og einnig til greiðslu þjáningar- og miskabóta til beggja þolenda. Líkamsárásin var framin á veitingastaðnum Klúbbnum í október í fyrra. Innlent 3. nóvember 2005 16:45
Tekinn með heimatilbúna sprengju Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt akureyrskan karlmann til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Hann var handtekinn með heimatilbúna sprengju og fíkniefni í júlí og var fjórum sinnum stöðvaður undir stýri á bifreið þrátt fyrir að vera búinn að missa leyfið. Innlent 2. nóvember 2005 17:15
Dómur héraðsdóms staðfestur Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli útgerðarfélagsins Gunnvarar gegn manni sem starfaði áður hjá fyrirtækinu. Innlent 27. október 2005 18:00
Áreitti nemendur sína Hæstiréttur dæmdi mann í dag í fimm mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að hafa sent ungum stúlkum fjölmörg klámfengin og kynferðisleg smáskilaboð. Innlent 27. október 2005 17:14