Þrír í gæsluvarðhald Þrír menn voru í gærkvöldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn á skotárás, sem gerð var á raðhús í Vallahverfi í Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. Innlent 23. júní 2006 09:06
20 ára fangelsi fyrir morð Hæstiréttur Jóhannesborgar hefur dæmt 44 ára konu í 20 ára fangelsi fyrir morðið á Íslendingnum Gísla Þorkelssyni. Gísli var myrtur í júlí á síðusta ári og lík hans falið í ruslatunnu. Konan játaði fyrir dómi aðild sína að morðinu en félagi hennar Willie Theron hefur neitað sök. Innlent 22. júní 2006 12:39
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir í yfirlýsingu að nýjasta ákæran í Baugsmálinu hafi beðið hnekki þegar dómari málsins óskaði eftir skýringum saksóknara á henni fyrir dómi í dag. Innlent 21. júní 2006 18:00
Krefjast ekki afsagnar Jónasar Jónas Garðarsson var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Tveir létust þegar bátur hans steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september. Innlent 6. júní 2006 18:45
Jónas Garðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur var nú áðan dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir manndráp af gáleysi. Jónas var ákærður fyrir að hafa þann tíunda september síðastliðinn, stýrt skemmtibátnum Hörpu undir áhrifum áfengis, en báturinn steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi með þeim afleiðingum að tveir létust. Jónas var ekki viðstaddur uppkvaðningu dóms í Héraðsdómi Reykjavíkur en fullvíst má telja að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Innlent 6. júní 2006 13:03
Forkaupsréttur á jörð Ekki var fallist á forkaupsrétt eins eigenda jarðarinnar Garðs í Aðaldælahreppi að öðrum hlutum hennar samkvæmt dómi Hæstaréttar. Fór maðurinn fram á riftun samninga við aðra kaupendur vegna þessa. Innlent 19. maí 2006 09:03
Fallið frá beiðni um gæsluvarðhald Tveir ungir menn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí fyrir að nema mann á brott og misþyrma honum í Heiðmörk um síðustu helgi. Þriðji maðurinn var einnig talinn tengjast málinu en í morgun var fallið frá beiðni um gæsluvarðhald yfir honum. Innlent 17. maí 2006 13:15
Sautján ára í tveggja og hálfs árs fangelsi Atli Karl Gíslason var í dag dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Atli Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa. Innlent 11. maí 2006 22:43
Sýknað af fimm milljóna bótakröfu Hæstiréttur sýknaði Olíufélagið í dag af skaðabótakröfu fyrrum starfsmanns vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Olíufélagið til að greiða starfsmanninum tæpar fimm milljónir króna í bætur. Innlent 11. maí 2006 18:00
Fimmtán mánuðir fyrir nauðgun Hæstiréttur dæmdi karlmann í dag til fimmtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir nauðgun. Dómurinn er nokkuð mildari en dómur Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi manninn í eins og hálfs árs fangelsi. Innlent 11. maí 2006 17:40
Í gæsluvarðhald fyrir íkveikjur Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag eins mánaðar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem kveikti í bíl föður síns í Kópavogi fyrr í vikunni. Áður hafði maðurinn kveikt í blaðabunka í stofu foreldra sinna svo mikill eldur hlaust af. Innlent 10. maí 2006 20:45
Dómarinn þarf ekki að víkja Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu. Innlent 9. maí 2006 16:36
Dæmdur fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð. Innlent 9. maí 2006 15:36
Brotalöm á rannsókninni Verjandi Jónasar Garðarssonar gagnrýndi rannsókn sjóslysins í Héraðsdómi í dag og sagði vafa í málinu það mikinn að ekki væri hægt að dæma Jónas. Saksóknari telur hins vegar óhyggjandi sannanir fyrir því að Jónas hafi stýrt skemmtibátnum Hörpu þegar hann steytti á Skarfaskeri en tvennt lést í slysinu. Innlent 8. maí 2006 22:14
Krefst þriggja ára fangelsisdóms Saksóknari í málinu gegn Jónasi Garðarssyni, vegna strands skemmtibátsins Hörpunnar, fer fram á að Jónas verði dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Bótakröfur sem settar hafa verið fram í málinu nema hátt í 20 milljónum króna. Innlent 8. maí 2006 17:34
Segist ekki hafa verið við stýri Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki hafa verið við stýrið þegar skemmtibátur hans steytti á skeri á Viðeyjarsundi, sem leiddi til dauða karls og konu. Málflutningur hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 5. maí 2006 11:52
Frestað vegna endurupptöku í Bretlandi Mál Jóns Ólafssonar gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Héraðsdómur frestaði málinu þar sem enn er beðið endurupptöku málsins í Bretlandi. Innlent 21. apríl 2006 12:30
Stal einum bíl og bakkaði á annan Tvítugur Hafnfirðingur var í dag dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að stela bíl og bakka honum á kyrrstæðan bíl stuttan spöl í burtu. Innlent 7. apríl 2006 16:02
Dæmdir fyrir líkamsárás Þrír ungir karlmenn voru í dag fundnir sekir um líkamsárás. Þeir ruddust í heimildarleysi inn í eldhús Bautans á Akureyri í ágúst í fyrra þar sem tveir þeirra börðu einn starfsmann veitingastaðarins og annar þeirra tók starfsmanninn hálstaki. Innlent 7. apríl 2006 15:56
Vísaði kröfu Símans frá dómi Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Símans um staðfestingu lögbanns á því að Helgi Steinar Hermannsson ynni fyrir 365 miðla, sem reka meðal annars NFS. Lögbannið lagði Sýslumaðurinn í Reykjavík á Helga Steinar eftir að hann réði sig til starfa hjá 365 en hann vann áður hjá Skjá einum. Innlent 7. apríl 2006 15:07
Vill vitnavernd í íslensk lög Jón Gerald Sullenberger átti ekki von á því að vera ákærður í Baugsmálinu. Hann segir brotalöm í íslenskum lögum þar sem vanti vitnavernd. Þá vill hann að einn dómari í málinu víki en dómarinn taldi Jón Gerald ótrúverðugt vitni þegar málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi. Innlent 5. apríl 2006 18:56
Mál dómara gegn ríkinu þingfest í vikunni Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum. Innlent 3. apríl 2006 12:15
Greiði 34 milljónir hvor um sig Tveir menn voru í dag dæmdir fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar og til greiðslu 34 milljóna króna hvor um sig í sekt til ríkissjóðs. Mennirnir voru fundnir sekir um að hafa ekki staðið skil á greiðslu vörsluskatta og opinberra gjalda þegar þeir stýrðu fyrirtækinu Merkingu. Innlent 30. mars 2006 17:25
Dæmdur fyrir fjárdrátt Fyrrum framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga var í dag dæmdur í Hæstarétti til eins árs fangelsisvistar fyrir að hafa dregið að sér samtals sautján milljónir króna úr sjóðum sambandsins. Níu mánuðir af tólf eru skilorðsbundnir. Innlent 30. mars 2006 17:17
Þrjú ár fyrir árás með hafnaboltakylfu Hæstiréttur dæmdi Hákon Örn Atlason í dag til þriggja ára fangelsisvistar fyrir hættulega líkamsárás með hafnaboltakylfu, brot gegn valdstjórninni með því að hóta lögreglufulltrúa og fjölskyldu hans ofbeldi og lífláti og vörslu á 63 grömmum af hassi. Innlent 30. mars 2006 17:00
Dæmdur fyrir nauðgun 22 ára gamall karlmaður var í dag dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn nítján ára stúlku. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði notfært sér ölvun stúlkunnar og svefndrunga til að hafa við hana samræði eða önnur kynferðismök. Innlent 30. mars 2006 16:24
Verða að afhenda skattstjóra upplýsingar Viðskiptabankarnir þrír verða að afhenda skattstjórum sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti bankanna með hlutabréf og og þá sem viðskiptunum tengdust á árinu 2003. Innlent 30. mars 2006 15:35
Áfrýjað í Baugsmálinu Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í síðustu viku. Hann áfrýjar sýknun í sex af átta ákæruliðum. Innlent 22. mars 2006 15:52
Dæmdur fyrir umferðarlagabrot Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot. Innlent 22. mars 2006 15:20
Áreitti tvær ungar stúlkur Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig. Innlent 22. mars 2006 15:10