Sautján ára piltur annan mánuð í gæsluvarðhaldi Sautján ára piltur, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, mun þurfa að sæta gæsluvarðhaldi til 25. júní næstkomandi. Innlent 28. maí 2020 16:16
Lagði VÍS í bumbuboltabaráttu Karlmaður á fimmtugsaldri hafði betur í baráttu við Vátryggingafélag Íslands sem neitaði að viðurkenna bótaskyldu eftir slys í hádegiskörfubolta vinnufélaga í febrúar 2018. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 28. maí 2020 14:53
Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Innlent 27. maí 2020 18:50
Dæmdur fyrir samræði við 13 ára stúlku Maðurinn var 19 ára þegar brotið átti sér stað. Innlent 27. maí 2020 17:40
Dæmdur fyrir stórfellt brot gegn barnsmóður sinni „Segðu henni að vera ekki með þetta fokking kjaftæði. Það er ekki ég sem er að eyðileggja þetta allt það er hún, ha. Og hún skal bara fokking koma með drengina í dag eða ég fokking stúta henni, ég er ekki að fokking djóka,“ var meðal þess sem maðurinn sagði í símtali við vinkonu brotaþola. Innlent 26. maí 2020 17:35
Húsleit gerð hjá manni sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum Gerð var húsleit á heimili mannsins sem grunaður er um að hafa brotið á tveimur börnum í Hraunavallaskóla í Hafnarfirði og hald lagt á gögn í þágu málsins. Innlent 26. maí 2020 17:15
Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Innlent 26. maí 2020 14:17
Rannsókn héraðssaksóknara á fjárreiðum Zuism lokið Héraðssaksóknari hefur lokið rannsókn sinni á fjármálum trúfélagsins Zuism og vísað málinu til ákærusviðs. Sýslumaður hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í meira en ár vegna óvissu um starfsemi félagsins og Héraðsdómur Reykjavíkur gerði verulegar athugasemdir við ársreikning þess í byrjun árs. Innlent 26. maí 2020 10:30
Milljónirnar öruggari hjá mömmu en í bankanum Sonur pólskra hjóna sem ákærð eru fyrir peningaþvætti fullyrðir að rúmar tvær milljónir króna, sem haldlagðar voru við húsleit á heimili foreldra hans árið 2017, séu sparifé í hans eigu, sem hann hafi talið öruggara í vörslu móður sinnar en inni á bankareikningi. Innlent 26. maí 2020 07:30
Starfsmaður á frístundaheimili leystur frá störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn nemendum Starfsmaður á frístundaheimili í Hafnarfirði er grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn tveimur nemendum í 1. bekk í síðustu viku. Hann hefur verið leystur frá störfum á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 25. maí 2020 18:30
Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Viðskipti innlent 25. maí 2020 13:16
Grunuðum barnaníðingi sleppt úr haldi Landsréttur hefur hafnað kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um kynferðisbrot gagnvart tveimur börnum. Héraðsdómur Reykjaness hafði fallist á gæsluvarðhald en Landsréttur taldi skilyrði ekki uppfyllt. Innlent 25. maí 2020 10:50
Kröfu þrotabús WOW air um gjaldþrotaskipti Títan hafnað Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að hafna kröfu þrotabús WOW air um að Títan fjárfestingafélag, sem var móðurfélag flugfélagsins, verði tekið til gjaldþrotaskipta. Viðskipti innlent 19. maí 2020 15:47
Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Innlent 19. maí 2020 12:08
Meintir handrukkarar þurfa að víkja úr dómsal Fjórir af fimm sakborningum í handrukkunarmáli á Akureyri þurfa að víkja úr dómsal þegar brotaþoli gefur skýrslu fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra. Innlent 19. maí 2020 11:07
Sakaði Persónuvernd um að hafa lagt blessun yfir „dæmalaus“ vinnubrögð leikhússins Lögmaður Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, sakaði Persónuvernd um að leggja blessun sína yfir „dæmalaus“ vinnubrögð Borgarleikhússins með úrskurði þar sem Atla Rafni var synjað um upplýsingar um ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi sem leiddu til þess að honum var sagt upp störfum. Innlent 19. maí 2020 10:20
Ríkið viðurkennir brot í málum Byko- og Húsasmiðjumanna og greiðir þeim 11 milljónir Íslenska ríkið viðurkennir brot af sinni hálfu í málum sex fyrrverandi starfsmanna Húsasmiðjunnar og Byko, sem dæmdir voru í Hæstarétti árið 2016 fyrir þátt í ólöglegu verðsamráði fyrirtækjanna. Innlent 19. maí 2020 09:07
„Sonur minn fékk ekkert tækifæri“ Helgi Vilhjálmsson, sem gjarnan er kallaður Helgi í Góu, segist vonast til þess að mæta Gunnari Rúnari Sigurþórssyni ekki á förnum vegi. Hann segist þeirrar skoðunar að dómskerfið hafi brugðist syni sínum Hannesi Þór Helgasyni, sem Gunnar myrti árið 2010. Innlent 18. maí 2020 20:05
Refsing ekki líkleg til árangurs í máli vegna brota gegn 16 ára samstarfskonu Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í karlmann til greiðslu 800.000 króna vegna kynferðislegrar áreitni og brota gegn barnaverndarlögum gegn samstarfskonu sinni. Innlent 18. maí 2020 18:30
Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi og nauðgunarmál fellt niður Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið sýknaður af ákæru fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi gagnvart þáverandi sambýliskonu sinni. Innlent 18. maí 2020 16:21
Fær bætur eftir að 1,5 tonna vagn féll á fót hans Landsréttur dæmdi í dag í máli manns sem lenti undir 1,5 tonna þungum deigluvagni sem féll á fót hans við vinnu. Dæmt var manninum í vil og skulu honum vera greiddar skaðabætur vegna slyssins. Innlent 15. maí 2020 18:50
Hreiðar Már sýknaður í síðasta hrunmálinu Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings var í dag sýknaður af ákæru um umboðssvik og innherjasvikum fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem forstjóri bankans þegar hann lét bankann veita sér lán án samþykki stjórnar bankans. Innlent 15. maí 2020 16:04
Jón Ásgeir og Ingibjörg vilja þrjá milljarða í bætur frá Sýn Þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir og félag hennar 365 hf. hefur stefnt fjarskiptafyrirtækinu Sýn hf., forstjóra þess og öllum stjórnarmönnum til að greiða þeim alls þrjá milljarða í skaðabætur. Áður hafði Sýn stefnt hjónunum og krafist um 1,7 milljarða króna vegna meintra brota á kaupsamningi. Viðskipti innlent 13. maí 2020 17:52
Fundu ellefu kíló af amfetamíni við húsleit Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 25. maí vegna umfangsmikils máls er snýr að skipulagðri brotastarfsemi. Lagt var hald á ellefu kíló af amfetamíni og búnað sem talinn er hafa verið notaður við framleiðslu efnisins. Innlent 13. maí 2020 14:35
Dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir brunann á Selfossi Vigfús Ólafsson, 54 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir brennu og manndráp með því að hafa orðið fólki að bana með íkveikju í húsi á Kirkjuvegi á Selfossi í október 2018. Innlent 13. maí 2020 09:02
Braut ítrekað gegn nálgunarbanni grunaður um nauðgun og heimilisofbeldi Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir karlmanni sem er sakaður um að hafa beitt eiginkonu sína endurteknu og margvíslegu ofbeldi var staðfestur í Landsrétti í gær. Dómurinn taldi nauðsynlegt að maðurinn sætti varðhaldi til að verja konuna og þá sem standa henni næst fyrir árásum hans. Innlent 12. maí 2020 18:46
Sleikti kinn barns og játaði því ást sína Karlmaður hefur verið dæmdur til 90 daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar eftir að hafa gerst brotlegur gegn barnaverndarlögum og fyrir húsbrot. Innlent 12. maí 2020 18:11
Sveik peninga út úr Íslandsbanka í háloftunum Kona á fertugsaldri sveik rúmlega 400 þúsund krónur út úr Íslandsbanka á meðan hún var á ferðalagi með Easy Jet og WOW air. Hún játaði brot sín í héraðsdómi og var dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Innlent 11. maí 2020 11:28