Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:50 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Vísir Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira