Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 14. september 2021 10:08 Frá vettvangi í Rauðagerði daginn eftir skotárásina. Vísir/Vilhelm Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Vissi ekki að um skotárás væri að ræða Lögreglukona sem var með þeim fyrstu á staðinn umrætt kvöld lýsti því að tilkynning hefði borist um meðvitundarlausan mann fyrir utan hús í Rauðagerði. „Maður heyrði að þetta var alvarlegt. Þegar við komum var hann meðvitundarlaus inni í sjúkrabíl,“ sagði lögreglukonan. Hún hafi þá ekki haft upplýsingar að um skotárás hefði verið að ræða. Þær upplýsingar hafi ekki borist fyrr en lögreglubíllinn hafi fylgt sjúkrabílnum upp á slysadeild. Þeim hafi verið sagt seinna að þetta hafi líklega verið skotárás. „Maður fór ekki með hausinn þangað að þetta hefði verið skotárás.“ Vinir Armandos mættu á vettvang Hún lýsti aðstæðum á vettvangi umrætt laugardagskvöld. Dimmt hefði verið úti, fínt veður en svolítið rok. Sérsveitin hafi mætt á vettvang og fundið skothylki. Þá hafi vinir Armandos mætt á vettvang en þeir verið beðnir um að halda sig utan dyra. Lögreglukonan mundi ekki hvort þeir hefðu komið inn í húsið en þeim hefði allavega ekki verið hleypt inn í bílskúr, þar sem Armando var skotinn til bana. Önnur lögreglukona sem mætti síðar á vettvang, þegar Armando hafði verið fluttur á brott í sjúkrabíl, sagðist hafa fundið skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Þau hafi farið í að tryggja sönnunargögn, mynda svæðið og skoða bílskúrinn. „Svo var innsiglað og vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina.“ Skothylkin fuku í vindinum Lögreglukonan lýsti því að svo hvasst hefði verið að skothylkin á bílaplaninu hefðu fokið til. Skothylkin nær garðinum héldust kyrr væntanlega vegna skjóls frá runnunum. Fram hefur komið að Armando var skotinn níu sinnum. Lögreglukonan sagði að bílskúrinn hefði verið myndaður og skoðaður en ekki rótað í bílskúrnum. Svo hafi hann verið innsiglaður. Hún hefði ekki séð nein vopn í hillum, ekkert óeðlilegt. Hún sagðist ekki geta útilokað að þar hafi verið byssa en þá hefði hún verið vel falin. Byssan fullhlaðin þegar hún fannst Angjelin lýsti því við aðalmeðferðina í gær að Armando hefði verið vopnaður og því hefði hann skotið Armando í sjálfsvörn. Lögreglukonan lýsti því einnig þegar morðvopnið fannst nærri Esjurótum nokkrum dögum síðar. Hljóðdeyfirinn hefði verið skrúfaður á og vopnið verið fullhlaðið. Hún sagðist ekki hafa flett upp hver væri skráður fyrir vopninu en lagt áherslu á að tryggja vörslu þess. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Vissi ekki að um skotárás væri að ræða Lögreglukona sem var með þeim fyrstu á staðinn umrætt kvöld lýsti því að tilkynning hefði borist um meðvitundarlausan mann fyrir utan hús í Rauðagerði. „Maður heyrði að þetta var alvarlegt. Þegar við komum var hann meðvitundarlaus inni í sjúkrabíl,“ sagði lögreglukonan. Hún hafi þá ekki haft upplýsingar að um skotárás hefði verið að ræða. Þær upplýsingar hafi ekki borist fyrr en lögreglubíllinn hafi fylgt sjúkrabílnum upp á slysadeild. Þeim hafi verið sagt seinna að þetta hafi líklega verið skotárás. „Maður fór ekki með hausinn þangað að þetta hefði verið skotárás.“ Vinir Armandos mættu á vettvang Hún lýsti aðstæðum á vettvangi umrætt laugardagskvöld. Dimmt hefði verið úti, fínt veður en svolítið rok. Sérsveitin hafi mætt á vettvang og fundið skothylki. Þá hafi vinir Armandos mætt á vettvang en þeir verið beðnir um að halda sig utan dyra. Lögreglukonan mundi ekki hvort þeir hefðu komið inn í húsið en þeim hefði allavega ekki verið hleypt inn í bílskúr, þar sem Armando var skotinn til bana. Önnur lögreglukona sem mætti síðar á vettvang, þegar Armando hafði verið fluttur á brott í sjúkrabíl, sagðist hafa fundið skothylki á vettvangi og blóð við bílskúrshurðina. Þau hafi farið í að tryggja sönnunargögn, mynda svæðið og skoða bílskúrinn. „Svo var innsiglað og vaktað þar til birti. Nánari rannsókn fór fram morguninn eftir því það var svo dimmt um nóttina.“ Skothylkin fuku í vindinum Lögreglukonan lýsti því að svo hvasst hefði verið að skothylkin á bílaplaninu hefðu fokið til. Skothylkin nær garðinum héldust kyrr væntanlega vegna skjóls frá runnunum. Fram hefur komið að Armando var skotinn níu sinnum. Lögreglukonan sagði að bílskúrinn hefði verið myndaður og skoðaður en ekki rótað í bílskúrnum. Svo hafi hann verið innsiglaður. Hún hefði ekki séð nein vopn í hillum, ekkert óeðlilegt. Hún sagðist ekki geta útilokað að þar hafi verið byssa en þá hefði hún verið vel falin. Byssan fullhlaðin þegar hún fannst Angjelin lýsti því við aðalmeðferðina í gær að Armando hefði verið vopnaður og því hefði hann skotið Armando í sjálfsvörn. Lögreglukonan lýsti því einnig þegar morðvopnið fannst nærri Esjurótum nokkrum dögum síðar. Hljóðdeyfirinn hefði verið skrúfaður á og vopnið verið fullhlaðið. Hún sagðist ekki hafa flett upp hver væri skráður fyrir vopninu en lagt áherslu á að tryggja vörslu þess.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21 Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. 13. september 2021 16:21
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10
Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34