Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ „Helvíti skemmtilegur leikur, mikil barátta. Mikil orka sem fór í hann. Þannig að ég er bara mjög sátt, en mjög þreytt,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir eftir 63-61 sigur Vals gegn Aþenu í leik sem gerði hana að leikjahæstu konu í sögu úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Körfubolti 21. janúar 2025 22:03
Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Toppbarátta Bónus-deildar kvenna í körfubolta er galopin eftir sigur Þórs Akureyrar á toppliði Hauka. Þá vann Keflavík sjö stiga sigur á Hamar/Þór. Körfubolti 21. janúar 2025 21:47
Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Valur vann Aþenu 63-61 eftir æsispennandi leik í fimmtándu umferð Bónus deildar kvenna. Aþenukonur grófu sér djúpa holu í upphafi en virtust ætla að stela sigrinum undir lokin. Svo varð ekki og Guðbjörg Sverrisdóttir endaði á því að skora síðustu stigin, í leiknum sem gerði hana að leikjahæsta leikmanni í sögu úrvalsdeildarinnar. Körfubolti 21. janúar 2025 21:00
Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Tindastólskonum tókst ekki að stöðva sigurgöngu Þórskvenna í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld þrátt fyrir góða byrjun því Akureyringar fóru í stuð í þriggja leikhluta í Síkinu og unnu að lokum spennandi slag um Norðurland. Körfubolti 15. janúar 2025 21:10
„Fannst við eiga vinna leikinn” Grindavík tapaði fyrir Keflavík í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 88-82. Þorleifur Ólafsson þjálfari liðsins var svekktur með tapið eftir leik þar sem þær köstuðu frá sér forystu á loka mínútum leiksins. Körfubolti 14. janúar 2025 22:02
Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Njarðvík og Stjarnan unnu bæði öfluga útisigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 14. janúar 2025 21:27
„Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Emil Barja þjálfari toppliðs Hauka í Bónus-deild kvenna gat ekki verið annað en ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Val í kvöld. Haukakonur höfðu mikla yfirburði gegn daufu Valsliði. Körfubolti 14. janúar 2025 21:20
Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Grindavík heimsótti Keflavík í kvöld í grannaslag í Bónus deild kvenna í körfubolta. Leikurinn var gríðarlega jafn allan leikinn en útlit var fyrir að Grindavík væri að klára þennan leik þar sem þær voru sex stigum yfir með tvær mínútur eftir. Allt varð fyrir ekki því Keflavík setti þá tólf stig gegn engu frá Grindavík á þessum loka mínútum og unnu leikinn 88-82. Körfubolti 14. janúar 2025 18:31
Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Haukar hafa nú unnið fimm leiki í röð og eru í góðum málum á toppi Bónsu-deildar kvenna í körfubolta. Liðið átti ekki í neinum vandræðum með gesti sína frá Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 14. janúar 2025 18:31
„Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Körfuknattleiksdeild Keflavíkur greindi frá ráðningu Sigurðar Ingimundarsonar og Jóns Halldórs Eðvaldssonar í stöðu þjálfara kvennaliðs félagsins í gær. Þessir miklu reynsluboltar, sem eru með nokkra titla á milli sín og hafa báðir gert kvennalið Keflavíkur að Íslands- og bikarmeisturum áður, voru hættir þjálfun en þegar að kallið kom frá félaginu þeirra gátu þeir ekki litið undan. Körfubolti 14. janúar 2025 12:03
Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson munu stýra kvennaliði Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta út tímabilið. Þeir taka við stjórnartaumunum eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson sagði starfi sínu lausu. Körfubolti 13. janúar 2025 20:33
Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Þórskonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld með 22 stiga sigri á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 109-87. Körfubolti 8. janúar 2025 22:11
„Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, var mjög sáttur og virkilega ánægður með frammistöðu síns liðs eftir sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur i kvöld. Körfubolti 8. janúar 2025 21:59
„Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Tindastólskonur máttu sætta sig við tap í kvöld þegar liðið sótti Val heim í Bónus-deild kvenna. Fyrir leikinn hafði Tindastóll unnið fimm leiki í röð en leikmenn liðsins voru hreinlega eins og skugginn af sjálfum sér á löngum köflum í kvöld. Körfubolti 7. janúar 2025 22:47
Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Valskonur tóku á móti einu heitasta liði landsins í N1-höllinni í kvöld en nýliðar Tindastóls voru búnir að vinna fimm leiki í röð fyrir þennan. Það var þó ekki að sjá á leik liðsins að þessu sinni að hér væri á ferðinni sjóðheitt lið. Körfubolti 7. janúar 2025 22:05
Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Haukakonur sóttu tvö stig í nýju Ljónagryfjuna í kvöld eftir sjö stiga sigur á heimaskonum í Njarðvík í toppslag deildarinnar. Körfubolti 7. janúar 2025 22:00
„Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Haukar heimsóttu Njarðvík í IceMar-höllina í kvöld þegar þrettánda umferð Bónus deild kvenna hóf göngu sína. Eftir mikla baráttu og voru það gestirnir frá Hafnarfirði sem styrktu stöðu sína á toppnum með sjö stiga sigri 75-82. Körfubolti 7. janúar 2025 21:36
Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Hamar/Þór sótti tvö stig í Smárann í kvöld í Bónus deild kvenna í körfubolta eftir frábæran endurkomusigur á Grindavík, 80-76. Körfubolti 7. janúar 2025 21:20
Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Stjörnukonur enduðu þriggja leikja taphrinu sína í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld með átta stiga sigri á Aþenu í æsispennandi leik í Garðabænum. Körfubolti 7. janúar 2025 20:21
Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds kvenna botna ekkert í liði Aþenu sem situr í næstneðsta sæti Bónus deildarinnar. Þeir velta fyrir sér tilgangi liðsins. Körfubolti 7. janúar 2025 09:00
Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? Íslenskt körfuboltaáhugafólk kannast flest vel við það að sjá karlalið Tindastóls berjast um Íslandsmeistaratitilinn í körfunni en nú eru konurnar í félaginu einnig að gera sig líklegar. Körfubolti 6. janúar 2025 21:30
„Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Elentínus Guðjón Margeirsson stýrði kvennaliði Keflavíkur í körfubolta til sigurs í frumraun sinni í brúnni hjá liðinu en hann tók við keflinu í stafni liðsins eftir að Friðrik Ingi Rúnarsson lét af störfum suður með sjó um miðjan desember síðastliðinn. Sport 5. janúar 2025 22:42
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Keflavík lagði Val að velli 79-65 þegar liðin áttust við í 12. umferð Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Blue-höllinni í Keflavík í kvöld. Anna Ingunn Svansdóttir raðaði niður þristum og stigum af vítalínunni undir lok leiksins og frammistaða hennar lagði grunninn að sigri Keflavíkur í kaflaskiptum leik. Körfubolti 5. janúar 2025 20:52
Tindastóll upp fyrir Njarðvík Tindastóll lagði Njarðvík í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld og fór þar með upp fyrir þær grænklæddu í töflunni. Körfubolti 4. janúar 2025 22:17
Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Haukar og Hamar/Þór unnu góða sigra í Bónus-deild kvenna í körfubolta í dag. Haukar lögðu Stjörnuna örugglega á meðan Hamar/Þór vann nýliðaslaginn gegn Aþenu. Körfubolti 4. janúar 2025 17:49
Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Þór Akureyri hafði betur gegn Grindavík í leik liðanna í Bónus deild kvenna í dag er liðin mættust í Smáranum. Körfubolti 4. janúar 2025 15:15
Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Friðrik tekur við starfinu innan við mánuði eftir að hafa sagt upp störfum hjá kvennaliði Keflavíkur. Hann segir ákveðna hluti þar hafa verið í þannig farvegi að honum fannst skynsamlegast að óska eftir því að verða leystur undan störfum. Körfubolti 3. janúar 2025 08:02
Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Gengi Grindavíkur í Bónus deild kvenna hefur ekki verið upp á marga fiska og ekki skánaði það í kvöld þegar liðið tapaði sjötta leiknum í röð. Valur vann 69-67 þar sem úrslitin réðust á lokasekúndum leiksins þegar Alyssa Marie Cerino fékk vinalegt skopp á hringnum til að tryggja Val sigurinn. Körfubolti 18. desember 2024 21:31
Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Valur vann Grindavík í lokaleik ársins í Bónus-deild kvenna í körfubolta með tveimur stigum 69-67 þar sem sigurinn réðst á síðustu andartökunum. Alyssa Marie Cerino skoraði sigurkörfuna en boltinn skoppaði vinalega á hringnum áður en hann fór í gegn þegar sekúnda lifði af leiknum. Körfubolti 18. desember 2024 18:30
„Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir“ Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, er meðvitaður um eigið ágæti en það kom vel í ljós í viðtali við hann eftir tap á móti toppliði Hauka í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 17. desember 2024 22:17