Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Tindastólskonur enduðu átta leikja taphrinu sína í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld og unnu sinn fyrsta deildarleik síðan í byrjun janúar. Sigur sem gæti farið langt með að koma þeim í úrslitakeppnina. Körfubolti 11.3.2025 18:32
„Við eigum að skammast okkar“ Þjálfari Grindavíkurliðsins talaði ekki undir rós eftir tap liðsins á Sauðárkróki í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 11.3.2025 22:57
Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Aþena hefur verið að bíta frá sér síðan að liðið féll úr Bónus deild kvenna í körfubolta á dögunum en þrátt fyrir góða stöðu í hálfleik þá réðu Aþenukonur ekki við Stjörnukonur þegar á reyndi í kvöld. Körfubolti 11.3.2025 21:00
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Körfubolti 5.3.2025 18:30
Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Hamars/Þórs konur sóttu tvö stig í Garðabæinn í neðri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld en þær unnu þá Stjörnuna 78-72. Körfubolti 4. mars 2025 19:54
„Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Haukar eru komnir með níu fingur á deildarmeistaratitilinn í Bónus-deild kvenna eftir að liðið lagði Keflavík í Sláturhúsinu í kvöld 96-105. Körfubolti 2. mars 2025 21:39
Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Þór Akureyri vann sannfærandi sigur á Val þegar liðin mættust í A-riðli Bónus deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 2. mars 2025 21:26
Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Grindavík og Aþena mættust í botnslag Bónus deildar kvenna í körfubolta, lokatölur 85-71. Körfubolti 2. mars 2025 19:43
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Topplið Hauka sótti Keflvíkinga heim í kvöld í Bónus-deild kvenna. Liðið mættust hér í Keflavík fyrir nokkrum dögum og þá fóru Haukar heim með eins stigs sigur í spennandi leik. Aftur fóru Haukar með sigur af hólmi en að þessu sinni var sigurinn stærri. Körfubolti 2. mars 2025 18:32
„Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í fyrstu umferð efri hluta Bónus deild kvenna í IceMar-höllinni í kvöld. Þessi lið áttust einnig við fyrir viku síðan þar sem Njarðvík hafði betur í síðustu umferð fyrir skiptingu. Þar höfðu Njarðvík betur með tíu stigum en í kvöld bættu þær um betur og höfðu þrettán stiga sigur 93-80. Körfubolti 26. febrúar 2025 22:05
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80. Körfubolti 26. febrúar 2025 21:50
Valskonur unnu meistarana Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 26. febrúar 2025 21:07
Aþena vann loksins leik Botnlið Bónus deildar kvenna í körfubolta, Aþena, vann loks leik þegar liðið sótti Hamar/Þór heim. Sigurinn var eins naumur og hægt var, lokatölur 87-88. Körfubolti 25. febrúar 2025 21:15
„Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í kvöld í Bónus-deild kvenna 77-64 en þetta var í annað sinn á viku sem liðin mætast. Körfubolti 25. febrúar 2025 21:10
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Stjarnan og Grindavík eigast við í annað sinn á skömmum tíma, nú þegar búið er að skipta Bónus-deild kvenna í körfubolta í tvo hluta. Liðin leika í neðri hlutanum. Körfubolti 25. febrúar 2025 17:30
„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 19. febrúar 2025 22:44
Stólarnir stríddu toppliðinu Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:46
„Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ „Risastór sigur hjá stelpunum. Þetta var skref í rétta átt og gefur okkur mikið sjálfstraust, það er gaman að sjá alla erfiðisvinnuna sem þær leggja inn vera að skila sér inn á völlinn,“ sagði Jamil Abiad, þjálfari Vals í Bónus deild kvenna, eftir sex stiga sigur gegn Hamar/Þór. Deildin skiptist nú til helminga og þökk sé sigrinum í kvöld verður Valur í efri hlutanum. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:25
Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Valur sótti sex stiga sigur, 83-89, í heimsókn sinni til Hamars/Þórs í Þorlákshöfn í átjándu umferð Bónus deildar kvenna. Sigurinn skaut Valskonum upp í efri hlutann en Hamar/Þór situr í níunda sæti deildarinnar sem skiptist nú til helminga. Körfubolti 19. febrúar 2025 21:00
Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn Þór Akureyri 94-80. Þetta var fimmti sigur Njarðvíkur í röð sem tryggði liðinu annað sætið áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Körfubolti 19. febrúar 2025 20:49
„Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, talaði hreint út þegar hann var spurður um frammistöðu sinna kvenna þegar liðið lagði Stjörnuna í Bónus-deild kvenna í kvöld í Garðabænum, 62-66. Körfubolti 18. febrúar 2025 20:46
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Grindavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Stjörnunni í Bónus deild kvenna í körfubolta þegar liðin mættust í Garðabænum. Gular eru í harðri fallbaráttu og því allir sigrar mikilvægir fyrir Grindavík. Körfubolti 18. febrúar 2025 17:49
Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Stjörnukonan Diljá Ögn Lárusdóttir var allt í öllu þegar Stjörnuliðið endaði tíu leikja sigurgöngu Þórsara í Bónus deild kvenna í körfubolta um helgina og varð um leið fyrsta liðið til að vinna Þórskonur á þeirra eigin heimavelli í vetur. Körfubolti 18. febrúar 2025 13:31
„Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Körfuboltakvöld ræddi lið Keflavíkur, sem hefur tekið miklum framförum eftir þjálfarabreytingar. Körfubolti 17. febrúar 2025 22:47
„Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Haukakonur náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Bónus deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi eftir sigur í spennuleik í Keflavík. Körfubolti 17. febrúar 2025 13:31