„Gengur ekki á móti svona góðu liði eins og Þór“ „Þórsararnir tóku af skarið í byrjun, hittu vel og náðu yfirhöndinni og héldu henni út leikinn,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, eftir tap sinna manna gegn Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Staðan í einvíginu er nú 2-0 Þór í vil. Körfubolti 24. apríl 2023 21:51
Stoltur Pavel um stóru breytinguna | „Ég hef enga tilfinningu fyrir leiknum“ Pavel Ermolinskij, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta, var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld er liðið bar sigurorðið gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi í úrslitakeppni Subway deildar karla. Körfubolti 23. apríl 2023 23:02
Benedikt bjartsýnn fyrir leik þrjú þrátt fyrir tap í kvöld Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta var að vonum svekktur með að hafa tapað leik tvo gegn Tindastól í úrslitakeppni Subway deildarinnar en hann er þó stoltur af frammistöðu sinna leikmanna sem stigu upp eftir algjört afhroð í leik eitt. Körfubolti 23. apríl 2023 22:38
Umfjöllun: Tindastóll 97-86 Njarðvík | Tindastóll 2-0 yfir í einvíginu Tindastóll bar sigurorðið af Njarðvík er liðin mættust í leik 2 í undanúrslita einvígi sínu í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta í kvöld. Spilað var í dúndrandi stemningu í Síkinu á Sauðárkróki. Körfubolti 23. apríl 2023 18:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Þór Þ. 75-83 | Þórsarar taka forystuna gegn meisturunum Þór frá Þorlákshöfn vann góðan átta stiga sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 75-83. Þórsarar eru því komnir með 1-0 forystu í einvíginu. Körfubolti 21. apríl 2023 21:55
„Eftir jól höfum við verið besta varnarliðið í deildinni“ Þór Þorlákshöfn vann Val 75-83 í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með varnarleik Þórs sem að hans mati skilaði sigrinum. Körfubolti 21. apríl 2023 21:31
Pavel: Njarðvík var ekki að leggjast niður heldur vorum við að leggja þá niður Það var ljóst strax á fyrstu mínútum leiks Njarðvíkur og Tindastóls í hvað stefndi þegar liðin mættust í fyrsta leik undarúrslita Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Ljónagryfjunni í kvöld. Stefnan var á sigur gestanna af Sauðárkrók en þeir byrjuðu ótrúlega vel og slepptu aldrei hálstakinu sem þeir náðu Njarðvíkingum í. Leikar enduðu 52-85 fyrir Tindastól sem leiða 1-0 í einvíginu sem fer norður á sunnudag. Körfubolti 20. apríl 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík – Tindastóll 52-85 | Tindastóll kafsigldi Njarðvíkinga í heimahöfn Tindastóll er kominn í 1-0 forystu í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Þeim tókst að bursta Njarðvíkinga í Njarðvík og var það að þakka geggjaðri byrjun. Leikar enduðu 52-85 og liðin mætast að nýju fyrir norðan á sunnudaginn. Körfubolti 20. apríl 2023 20:42
„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“ „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi. Körfubolti 18. apríl 2023 09:00
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Haukar – Þór Þorl. 93-95 | Þórsarar í undanúrslit eftir ævintýralegan sigur Þór Þorlákshöfn er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir ævintýralegan sigur í oddaleik í Ólafssal. Körfubolti 17. apríl 2023 22:30
„Haukar tóku fleiri brauðmola en við nýttum færin okkar betur“ Þór Þorlákshöfn vann tveggja stiga sigur á Haukum í Ólafssal 93-95 og tryggði sér farseðilinn í undanúrslit. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með sigur í oddaleik. Sport 17. apríl 2023 22:00
Allt undir í Ólafssal í kvöld: „Vil frekar að menn prjóni yfir sig“ Það ræðst í kvöld hvort lið Hauka eða Þórs úr Þorlákshöfn fer í sumarfrí og um leið verður ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Máté Dalmay, þjálfari Hauka, vill frekar að sínir menn „prjóni aðeins yfir sig“ en að þeir mæti til leiks eins og í Þorlákshöfn á laugardaginn. Körfubolti 17. apríl 2023 15:00
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 94-82 | Þór knúði fram oddaleik Þór Þorlákshöfn vann tólf stiga sigur á Haukum 94-82. Þórsarar voru ekki á því að fara í sumarfrí í kvöld. Heimamenn tóku frumkvæðið snemma og gáfu Haukum ekki færi á að koma til baka.Úrslitin þýða að það verður oddaleikur í Ólafssal á mánudaginn. Körfubolti 15. apríl 2023 22:55
„Maður nýtur þess að spila í úrslitakeppninni“ Þór Þorlákshöfn vann tólf stiga sigur á Haukum 94-82. Emil Karel Einarsson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar, var ánægður með sigurinn og var spenntur fyrir oddaleiknum á mánudaginn. Sport 15. apríl 2023 22:45
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. Körfubolti 15. apríl 2023 21:15
Hjalti Þór hættur með Keflavík Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild karla, er hættur með liðið. Þetta staðfesti Hjalti Þór eftir að Keflavík féll úr leik í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Körfubolti 15. apríl 2023 21:06
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 68-74 | Valur í undanúrslit og sendi Stjörnuna í sumarfrí Íslandsmeistarar Vals unnu mikilvægan sigur á Stjörnunni í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Með sigrinum eru Valsmenn komnir áfram í undanúrslit keppninnar og er keppnistímabili Stjörnunnar lokið í ár. Körfubolti 14. apríl 2023 23:30
Arnar: Bara myrkur og mannaskítur framundan Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta var svekktur eftir að lið hans tapaði gegn Íslandsmeisturum Vals í 8-liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta í kvöld í Umhyggjuhöllinni. Með tapinu eru Stjörnumenn úr leik og er því körfubolta tímabilinu lokið hjá Garðabæjarliðinu. Körfubolti 14. apríl 2023 22:15
Oddaleikur eða sumarfrí? Stjarnan fær Val í heimsókn í Umhyggjuhöllina í kvöld í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Körfubolti 14. apríl 2023 13:22
„Það er helvítis samheldni í okkur núna“ „Ég er ekkert eðlilega kátur og stoltur,“ sagði afar ánægður Maté Dalmay eftir glæsilegan sigur Hauka á Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í Ólafssal í kvöld. Liðið var án tveggja mikilvægra pósta í þeim Norbertas Giga og Darwin Davis Jr. Sigurinn þýðir að Haukar eru komnir 2-1 yfir í einvíginu. Körfubolti 12. apríl 2023 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 100-78 | Sópurinn brotnaði Tindastóll hefði með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta en Keflavík var ekki alveg á því máli að láta sópa sér úr keppni. Keflavík vann einstaklega öruggan sigur og einvígið lifir því áfram. Körfubolti 12. apríl 2023 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 104-90 | Haukar komnir í forystu Haukar tóku á móti Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Hvort lið hafði unni sitt hvora viðureignina fyrir leik kvöldsins og það var því mikið undir í Ólafssal í kvöld. Körfubolti 12. apríl 2023 22:05
Hjalti Þór eftir að Keflavík braut sópinn: Megum ekki fara of hátt upp Keflvíkingar unnu yfirburða sigur á Tindastóli í kvöld í þriðju viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla, lokatölur 100-78. Keflvíkingar virtust vera með góð tök á leiknum allt frá upphafi og gestirnir aldrei líklegir til að gera leikinn spennandi. Körfubolti 12. apríl 2023 20:50
„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“ Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum. Körfubolti 12. apríl 2023 13:30
Kári Jónsson: Var búinn að vera lélegur framan af leik Valur vann Stjörnuna 96-89. Valur er því einum sigri frá því að komast í undanúrslitin. Kári Jónsson, leikmaður Vals, fór á kostum í fjórða leikhluta og gerði sautján stig á fimm mínútum. Sport 11. apríl 2023 22:45
Leik lokið: Njarðvík - Grindavík 102-93 | Njarðvíkingar fyrstir í undanúrslit Fyrr í kvöld áttust Njarðvík og Grindavík við í þriðja leik sínum í átta liða úrslitum Subway deildar karla í körfubolta. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni heimavelli Njarðvíkinga. Njarðvíkingar byrjuðu mun betur en Grindvíkingar veittu harðari mótspyrnu þegar leið á. Það dugði hins vegar ekki til og Njarðvík sigraði 102-93 og einvígið 3-0. Körfubolti 11. apríl 2023 22:43
Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 96-89 | Kári Jónsson kláraði Stjörnuna Valur vann Stjörnuna í hörkuleik 96-89. Stjarnan komst tíu stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir en þá tók Kári Jónsson málin í sínar hendur og gerði 17 stig á fimm mínútum og sá til þess að Valur er komið í 2-1 í einvíginu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Körfubolti 11. apríl 2023 22:25
„Ég er augljóslega mjög fúll“ Grindavík er úr leik í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta eftir ósigur á útivelli gegn Njarðvík, 102-93, fyrr í kvöld í þriðja leik liðanna. Það var því að vonum ekki bjart yfir Jóhanni Þór Ólafssyni, þjálfara Grindvíkinga, þegar fréttamaður Vísis ræddi við hann að leik loknum. Körfubolti 11. apríl 2023 21:20
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 107-81 | Tindastóll valtaði yfir Keflavík og er kominn í kjörstöðu Tindastóll og Keflavík leiddu saman hesta sína í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll burstaði Keflavík með 26 stiga mun, 107-81 og eru Stólar þar með komnir 2-0 yfir í einvígi liðanna. Körfubolti 8. apríl 2023 21:18
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Haukar 96-75 | Þórsarar komu sterkir til baka og jöfnuðu metin Þór Þorlákshöfn hafði betur, 96-75, gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildar karla í dag og er staðan í einvíginu því orðin 1-1. Körfubolti 8. apríl 2023 18:48