Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Pavel: Ég á heiminn

    „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: KR-ingarnir bara betri

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri

    Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Ég svíf um á skýi

    „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum

    KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brjóta KR-ingar hundrað stiga múrinn áttunda leikinn í röð?

    KR-ingar geta sett nýtt met í úrslitakeppninni í kvöld skori liðið hundrað stig eða meira í fjórða leik lokaúrslitanna á móti Stjörnunni. KR-ingar geta því ekki aðeins tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn því með því að skora hundrað stig bæta þeir met Keflvíkinga frá 2003.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marcus Walker: Mamma er besti vinur minn

    Marcus Walker er lykilmaður í liði KR sem í kvöld getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Stjörnunni í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Fór aðeins yfir strikið

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, viðurkennir að hann hafi farið yfir strikið í gagnrýni sinni á dómara eftir síðasta leik sinna manna gegn KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn um körfubolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marcus og Mamma: Klárum dæmið í næsta leik

    "Það sem hefur alltaf skilað okkur sigrum er varnarleikur okkar í síðari hálfleik. Um leið og liðið nær að stoppa 2-3 sóknir frá andstæðingnum þá smitað þar frá sér og við eflumst,“ sagði Walker.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: KR átti í engum vandræðum með Stjörnuna

    KR-ingar settust í bílstjórasætið í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar þeir unnu Stjörnuna, 101- 81, í þriðja leik liðanna og leiða því einvígið 2-1. KR keyrði yfir Stjörnuna í þriðja leikhlutanum og voru tuttugu stigum yfir þegar einn leikhluti var eftir. Marcus Walker átti enn einn stórleikinn og skoraði 33 stig.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marvin: Vildum sýna okkar rétta andlit

    „Við vildum sýna fólki í kvöld að við værum ekki svona lélegir eins og í síðasta leik,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir dýrmætan sigur gegn KR-ingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Sviðsskrekkurinn er núna farinn

    „Núna mætti þessi sterka liðsheild okkar sem var búin að koma okkur þetta langt í mótinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann KR 107-15 í hörku spennandi leik og jafnaði því einvígið 1-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni

    Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fjögur af átta liðum hafa komið til baka eftir skell í fyrsta leik

    Fjögur af átta liðum sem hafa fengið skell í fyrsta leik í úrslitaeinvígi karla (+20 stiga tap) hafa svarað því með því að jafna einvígið í næsta leik. Stjarnan tekur á móti KR í Ásgarði í kvöld en KR-ingar unnu fyrsta leikinn með 30 stiga mun í DHL-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar: Frábær liðsheild skóp þennan sigur

    "Þetta var bara frábær sigur hjá okkur og sigur liðsheildarinnar,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld gegn Stjörnunni. KR valtaði yfir Stjörnuna, 108-78, í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

    Körfubolti