Rússi fékk loks lausn úr kínverskum sjónvarpsþætti Rússneskur maður er loksins laus úr kínverskum raunveruleikasjónvarpsþætti eftir að hafa beðið um að fá að hætta í þrjá mánuði. Hinn 27 ára gamli Vladislav Ívanóv vann sem túlkur við þættina Produce Camp 2021 og var boðið að taka þátt í leitinni að mönnum í nýja strákahljómsveit. Bíó og sjónvarp 27. apríl 2021 14:30
Sýnir frá alls konar leynitrixum við kvikmyndatökur Það getur verið nokkuð flókið að taka upp atriði í kvikmynd eða sjónvarpsþáttum og mikil vinna liggur að baki hverrar sekúndu í tökum. Lífið 27. apríl 2021 13:30
Árni Ólafur er látinn Árni Ólafur Ásgeirsson leikstjóri er látinn, 49 ára að aldri, í kjölfar alvarlegra veikinda. Árni lætur eftir sig eiginkonu og son. Innlent 26. apríl 2021 21:43
Barði gerir tónlist fyrir nýja hryllingsmynd Barði Jóhannsson, oft kenndur við Bang Gang, gaf í síðustu viku út tónlist við kvikmyndina Agony. Barði hefur samið og lagt til tónlist í yfir þrjátíu kvikmyndir, leikhúsverk og sjónvarpsþætti en í tónlistinni við Agony læðist hann um stræti trylla og hryllings. Lífið 26. apríl 2021 16:39
Nobody: Hæst bylur í tómri tunnu Í kvikmyndinni Nobody leikur Bob Odenkirk hinn frústreraða Hutch Mansell sem umturnast eftir að brotist er inn í húsið hans. Allir (karlmennirnir) í kringum hann sýna honum vanþóknun og eru á því að hann hefði átt að lúskra á innbrotsþjófunum þegar færi gafst. Þetta leggst á sálina á greyinu Hutch, sem verður til þess að litli óöryggi karlinn inni í honum verður að fá útrás. Og hver er sú útrás? Jú, að berja og drepa sem flesta. Gagnrýni 26. apríl 2021 15:02
Nomadland valin best á Óskarsverðlaunum Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn. Lífið 26. apríl 2021 03:40
Íslendingar þurfa að bíða lengur eftir næstu Óskarsverðlaunum sínum Já fólkið, kvikmynd Gísla Darra Halldórssonar, var ekki kvikmyndin sem kom upp úr umslaginu á Óskarsverðlaunahátíðinni eins og Íslendingar vonuðust til. Myndin var tilnefnd í flokknum stuttar teiknimyndir ásamt fjórum öðrum myndum. Lífið 26. apríl 2021 01:23
Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2021 22:55
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. Lífið 25. apríl 2021 14:32
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. Bíó og sjónvarp 25. apríl 2021 09:00
Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina? „Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski,“ sagði hinn umdeildi en áhrifamikli Sigmund Freud. Sama hvaða skoðun fólk hefur á stúderingum og kenningum Freuds þá eru flestir sammála um að án ástar er lífið ansi einmanalegt. Makamál 24. apríl 2021 19:52
Rudy Giuliani versti aukaleikari þessa árs Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári. Lífið 24. apríl 2021 16:10
Hafna því alfarið að Systrabönd byggi á Hystory Aðstandendur sjónvarpsþáttanna segja líkindin til komin vegna eðlilegrar úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. Menning 23. apríl 2021 14:41
A Teacher: Ólögmætur losti kennara og nema Stöð 2 hefur nú tekið til sýningar sjónvarpsþáttaröðina A Teacher, sem fjallar um ástarsamband framhaldsskólakennarans Claire og sautján ára nema hennar Eric. Slíkt er að sjálfsögðu ekki aðeins „frowned upon“ eins og Ross Geller úr Friends taldi, heldur hreinlega ólöglegt, og ólíkt Ross yrði Claire ekki aðeins rekin, hún myndi lenda í fangelsi. Gagnrýni 22. apríl 2021 11:12
Morrissey reiður út í Simpsons: „Hvar eru lögin sem vernda mig?“ Breski söngvarinn Morrissey sakar aðstandendur bandarísku teiknimyndaþáttanna um Simpson-fjölskylduna um „hatur“ í sinn garð eftir að gert var grín að honum í nýjum þætti. Handritshöfundur þáttarins hefur þó sagt að persónan sem fór fyrir brjóstið á söngvaranum sé ekki eingöngu byggð á honum. Bíó og sjónvarp 20. apríl 2021 11:37
Kristín Péturs kennir Dóra DNA á samfélagsmiðlaleikinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, byrjaði með nýja framkvæmdarþætti á Stöð 2 á dögunum. Þættirnir bera nafnið Skítamix. Lífið 19. apríl 2021 13:31
Helen McCrory látin Breska leikkonan Helen McCrory er látin 52 ára að aldri. Frá þessu greindi eiginmaður hennar Damian Lewis á Twitter-síðu sinni í dag. McCrory lést eftir baráttu við krabbamein. Erlent 16. apríl 2021 17:18
Fyrsta sýnishornið úr Veldu núna: „Allt saman mikið leyndarmál“ Í dag frumsýnum við á Vísi fyrstu stikluna fyrir Veldu núna. Stikluna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en mikil leynd hefur hvílt yfir framleiðslu verkefnisins. Lífið 16. apríl 2021 12:30
Fyrsta myndefnið úr Leynilöggunni Árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í trailer-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. Bíó og sjónvarp 16. apríl 2021 11:31
Kristín Eiríksdóttir segir Systrabönd afbökun á sínu verki Kristín greindi frá því í áhrifamiklum pistli í Víðsjá nú síðdegis hvernig það hafi verið sem spark í maga að komast að því að Systrabönd eru eins að efni til og upplagi eins og leikrit hennar Hystory. Menning 15. apríl 2021 16:48
Hvað verður um ráðherrann? Kona með geðhvörf rýnir í sjónvarpsþátt Nýlega kom sjónvarpsþátturinn Ráðherrann í ríkissjónvarpið í Danmörku, þar sem ég bý, mér til mikillar gleði. Skoðun 15. apríl 2021 14:00
Einn þekktasti piparsveinn heims kemur út úr skápnum Colton Underwood opnaði sig um kynhneigð sína í þættinum Good Morning America þar sem fram kom að hann væri samkynhneigður. Lífið 14. apríl 2021 12:19
Finnst hann þurfa að biðja alla bandaríska Indverja afsökunar Leikarinn Hank Azaria segist finnast hann þurfa að biðja alla Bandaríkjamenn af indverskum uppruna afsökunar vegna persónunnar Apu Nahasapeemapetilon í sjónvarpsþáttunum um Simpson-fjölskylduna. Erlent 14. apríl 2021 09:01
Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts. Innlent 12. apríl 2021 21:29
Nomadland sópaði til sín BAFTA verðlaunum Kvikmyndin Nomadland er sögð sigurvegari BAFTA verðlaunanna en síðara kvöld verðlaunaafhendinga hátíðarinnar fór fram í kvöld. Kvikmyndin hlaut fern verðlaun, besta kvikmyndin, besta aðalleikkonan, besti leikstjóri og besta kvikmyndun. Bíó og sjónvarp 11. apríl 2021 22:07
Í harkinu lengi og svo í tveimur frumsýningum sama kvöldið Unnur Eggertsdóttir leikkona var á skjánum á tveimur sjónvarpsstöðvum á sama tíma um páskana, en hún kom fyrir í bæði sjónvarpsmyndinni Sóttkví og þáttaröðinni Systrabönd. Lífið 10. apríl 2021 12:00
Söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver látinn Bandaríski söngvarinn og barnastjarnan Quindon Tarver er látinn, 38 ára að aldri. Tarver er einna þekktastur fyrir að hafa komið fram í kvikmyndinni Rómeó og Júlíu frá 1996. Söng hann þar í atriðinu þar sem Rómeó og Júlía, í túlkun þeirra Leonardos DiCaprio og Claire Danes, voru gefin saman í kirkju. Lífið 9. apríl 2021 09:18
Segist vera „ógeðslega góður í að sleikja píku“ Fyrsti þátturinn af sjóvarpseríunni Vegferð fór í loftið á Stöð 2 um páskana. Aðalleikararnir og vinirnir Ólafur Darri og Víkingur leggja af stað í ferð um landið til þess að kúpla sig út úr daglegu amstri og freista þess að styrkja vinaböndin. Lífið 8. apríl 2021 20:41
Twin Peaks og Seinfeld-leikarinn Walter Olkewicz látinn Bandaríski leikarinn Walter Olkewicz, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks og Seinfeld, er látinn, 72 ára að aldri. Lífið 8. apríl 2021 09:47
Leikarinn Paul Ritter er látinn Enski leikarinn Paul Ritter er látinn, 54 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í þáttunum Friday Night Dinner og Chernobyl, sem og kvikmyndum um Harry Potter og James Bond. Lífið 6. apríl 2021 11:10