Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2021 19:52 Fyrsta blikið nýr íslenskur stefnumótaþáttur hefur göngu sína á Stöð 2 næsta haust. Dóra Dúna „Án ástar, ekkert líf - án átaka, enginn þroski,“ sagði hinn umdeildi en áhrifamikli Sigmund Freud. Sama hvaða skoðun fólk hefur á stúderingum og kenningum Freuds þá eru flestir sammála um að án ástar er lífið ansi einmanalegt. Að því sögðu getur lífið verið uppfullt af ást og kærleika þó að við séum einhleyp. Við upplifum ást frá vinum, fjölskyldu og ástina sem aldrei skal vanmeta, sjálfsástina. Leitin að maka, að rómantískri ást getur oft á tíðum verið snúin. Sumir hafa elskað oft, aðrir bara einu sinni og svo eru það enn aðrir sem hafa aldrei fundið ástina. Stefnumótamenningin á Íslandi, ef menningu skal kalla, er ung og ómótuð. Miðað við önnur lönd erum við Íslendingar frekar óreynd í stefnumótaheiminum og jafnvel enn að reyna að finna það út hvaða lögmálum hann hlýtur. Er hægt að „deita“ marga í einu? Hvenær er komin alvara í spilið og á hvaða tímapunkti er ráðlegt að bakka út? Áður fyrr kynntist fólk yfirleitt þegar leiðir lágu saman í gegnum lífið hvort sem það var námið, vinnan, næturlífið eða í gegnum sameiginlega vini. Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaforrita hafa þessar leiðir færst meira og meira yfir í rafræn samskipti til að byrja með. Sumir vilja meina að þetta sé jákvæð þróun sem hafi opnað fyrir meiri möguleika á meðan aðrir telja rafræn samskipti taka allan sjarmann af töfrum fyrstu kynna. Í haust fer í loftið nýr stefnumótaþáttur á Stöð 2 þar sem fólki sem hefur verið parað saman, er leitt saman á blint stefnumót. Spurning vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru einhleypir og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina? Karlar: Konur: Hán: Þeir sem svara spurningunni játandi er bent á að hægt enn er hægt að senda inn umsókn í þáttinn Fyrsta blikið hér fyrir neðan. Umsjónarmaður Makamála mætti í Bakaríið á Bylgjunni í morgun og svaraði spurningum um nýja þáttinn. Fyrsta blikið Spurning vikunnar Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leita að þátttakendum fyrir nýjan íslenskan stefnumótaþátt „Er ekki um að gera að nota tækifærið núna og skella sér á spennandi stefnumót á þessum óvenjulegu tímum? Það er allavega alltaf pláss fyrir ást, rómantík og gleði,“ segir Ása Ninna Péturdóttir um nýjan sjónvarpsþátt sem tekinn verður upp í sumar. 20. apríl 2021 20:01 Einhleypan: Dreymir um hótelstefnumót í hvítum baðslopp „Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina,“ segir Ólína Lind Sigurðardóttir sem er Einhleypa vikunnar að þessu sinni. 12. apríl 2021 20:56 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Að því sögðu getur lífið verið uppfullt af ást og kærleika þó að við séum einhleyp. Við upplifum ást frá vinum, fjölskyldu og ástina sem aldrei skal vanmeta, sjálfsástina. Leitin að maka, að rómantískri ást getur oft á tíðum verið snúin. Sumir hafa elskað oft, aðrir bara einu sinni og svo eru það enn aðrir sem hafa aldrei fundið ástina. Stefnumótamenningin á Íslandi, ef menningu skal kalla, er ung og ómótuð. Miðað við önnur lönd erum við Íslendingar frekar óreynd í stefnumótaheiminum og jafnvel enn að reyna að finna það út hvaða lögmálum hann hlýtur. Er hægt að „deita“ marga í einu? Hvenær er komin alvara í spilið og á hvaða tímapunkti er ráðlegt að bakka út? Áður fyrr kynntist fólk yfirleitt þegar leiðir lágu saman í gegnum lífið hvort sem það var námið, vinnan, næturlífið eða í gegnum sameiginlega vini. Með tilkomu samfélagsmiðla og stefnumótaforrita hafa þessar leiðir færst meira og meira yfir í rafræn samskipti til að byrja með. Sumir vilja meina að þetta sé jákvæð þróun sem hafi opnað fyrir meiri möguleika á meðan aðrir telja rafræn samskipti taka allan sjarmann af töfrum fyrstu kynna. Í haust fer í loftið nýr stefnumótaþáttur á Stöð 2 þar sem fólki sem hefur verið parað saman, er leitt saman á blint stefnumót. Spurning vikunnar er að þessu sinni beint til allra þeirra sem eru einhleypir og er fólk beðið um að svara þeirri könnun sem á við. Myndir þú taka þátt í stefnumótaþætti til að freista þess að finna ástina? Karlar: Konur: Hán: Þeir sem svara spurningunni játandi er bent á að hægt enn er hægt að senda inn umsókn í þáttinn Fyrsta blikið hér fyrir neðan. Umsjónarmaður Makamála mætti í Bakaríið á Bylgjunni í morgun og svaraði spurningum um nýja þáttinn.
Fyrsta blikið Spurning vikunnar Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Leita að þátttakendum fyrir nýjan íslenskan stefnumótaþátt „Er ekki um að gera að nota tækifærið núna og skella sér á spennandi stefnumót á þessum óvenjulegu tímum? Það er allavega alltaf pláss fyrir ást, rómantík og gleði,“ segir Ása Ninna Péturdóttir um nýjan sjónvarpsþátt sem tekinn verður upp í sumar. 20. apríl 2021 20:01 Einhleypan: Dreymir um hótelstefnumót í hvítum baðslopp „Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina,“ segir Ólína Lind Sigurðardóttir sem er Einhleypa vikunnar að þessu sinni. 12. apríl 2021 20:56 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Fjölástir á Íslandi algengari en fólk heldur Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Leita að þátttakendum fyrir nýjan íslenskan stefnumótaþátt „Er ekki um að gera að nota tækifærið núna og skella sér á spennandi stefnumót á þessum óvenjulegu tímum? Það er allavega alltaf pláss fyrir ást, rómantík og gleði,“ segir Ása Ninna Péturdóttir um nýjan sjónvarpsþátt sem tekinn verður upp í sumar. 20. apríl 2021 20:01
Einhleypan: Dreymir um hótelstefnumót í hvítum baðslopp „Fiðrildi í maganum, hlýja í hjartanu og svo praktískir hlutir eins og virðing og traust. Saman fléttast þetta að mínu mati í ástina,“ segir Ólína Lind Sigurðardóttir sem er Einhleypa vikunnar að þessu sinni. 12. apríl 2021 20:56