Vilja fá Harry Potter á sjónvarpsskjáinn Streymisveitan HBO Max og framleiðslufyrirtækið Warner Bros. skoða nú að setja í framleiðslu sjónvarpsþætti um galdrastrákinn Harry Potter og vini hans úr Hogwarts-skólanum. Talið er að gerð verði ein þáttaröð upp úr hverri bók um Potter eftir J.K. Rowling. Lífið 4. apríl 2023 12:00
Eyþór Ingi og Diljá fóru á kostum Á föstudagskvöldið síðasta var á dagskrá nýr þáttur af Kvöldstund með Eyþóri Inga og var gestur þáttarins sjálf Diljá Pétursdóttir. Lífið 3. apríl 2023 10:31
Hlegið og grátið á frumsýningu nýrra þátta Ragnhildar Steinunnar Það var tvöföld gleði í Háskólabíói síðasta fimmtudag þegar fyrsti þáttur í heimildaþáttaröðinni TVÍBURAR var frumsýndur fyrir troðfullum sal. Þættirnir eru hugarfóstur sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem eignaðist eineggja tvíbura fyrir fjórum árum með eiginmanni sínum Hauki Inga Guðnasyni. Lífið 3. apríl 2023 09:40
Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2023 19:57
Ný kynslóð móðgast yfir Friends: „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Jennifer Aniston á að baki um þrjátíu ára feril sem gamanleikkona, allt frá hlutverki hennar sem Rachel í Friends til myndarinnar Murder Mystery 2 sem kom út í dag. Aniston segir grín hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum, í raun svo miklum að það sé orðin ákveðin kúnst að vera fyndin í dag. Lífið 31. mars 2023 12:00
Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu. Erlent 30. mars 2023 22:53
Steindi og Arró féllust í faðma á hátíðarfrumsýningu Óráðs Í gær fór fram sérstök hátíðarfrumsýning á íslensku hryllingsmyndinni Óráði í Smárabíói. Myndin fer í almenna sýningu á morgun en leikarar og aðstandendur myndarinnar tóku forskot á sæluna í gær ásamt góðum gestum. Lífið 30. mars 2023 14:22
Succession er Rollsinn í sjónvarpi í dag Fyrsti þáttur í fjórðu og síðustu seríu Succession er kominn inn á Stöð 2+. Sigurjón Kjartansson, handritshöfundur og framleiðandi, kallar þættina Rollsinn í sjónvarpi í dag og segir þá hafa skapað ný viðmið í sjónvarpi fyrir ókomin ár. Lífið samstarf 29. mars 2023 14:47
Önnur þáttaröð tveimur þáttum styttri Önnur þáttaröð hinna vinsælu þátta House of the Dragon verður einungis átta þátta löng. Það er tveimur þáttum styttra en fyrsta þáttaröðin. Þá eru forsvarsmenn HBO þegar byrjaðir að velta fyrir sér að gefa grænt ljós á þriðju þáttaröðina. Bíó og sjónvarp 29. mars 2023 14:30
Sjónvarpsmaðurinn Paul O‘Grady er látinn Breski sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Paul O‘Grady er látinn, 67 ára að aldri. Lífið 29. mars 2023 08:55
Lóa Pind fann loksins dýrari matarkörfu en á Íslandi Lóa Pind heimsótti fiðluleikarann Ara Vilhjálmsson sem fór fyrir nokkrum árum í örlagaríkt frí til Ísrael. Á síðasta degi féll hann fyrir einum innfæddum og þá var ekki aftur snúið. Lífið 27. mars 2023 13:20
Majors handtekinn fyrir heimilisofbeldi Leikarinn Jonathan Majors var handtekinn fyrir heimilisofbeldi á Manhattan í New York í Bandaríkjunum í gær. Kona á þrítugsaldri sagði hann hafa ráðist á sig og var með nokkra áverka á höfði og búk. Lífið 26. mars 2023 12:57
Ingvar E hreppti ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson vann dönsku Bodil-verðlaunin fyrr í kvöld fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Volaða land. Elliott Crosset Hove var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sömu kvikmynd. Lífið 25. mars 2023 21:11
Fluttu saman Eurovision lög hvor annars og allt varð vitlaust Kvöldstund með Eyþóri Inga hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöld. Lífið 25. mars 2023 20:01
Ákæran felld niður og Roiland gagnrýnir slaufunarmenningu Ákæra á hendur Justin Roilands, sem er maðurinn á bak við þættina Rick and Morty, hefur verið felld niður. Roiland var nýverið ákærður fyrir heimilisofbeldi. Erlent 23. mars 2023 21:44
Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. Lífið 22. mars 2023 16:29
Stöðva sýningu hryllingsmyndar um Bangsímon í Hong Kong Búið er að stöðva sýningar hryllingsmyndarinnar Winnie The Pooh: Blood and Honey, eða Bangsímon: Blóð og hunang, í Hong Kong. Bangsímon hefur lengi verið óvinsæll í Kína vegna gríns um að hann og Xi Jinping, forseti, séu líkir. Erlent 22. mars 2023 12:11
Vann bikar og Eddu sömu helgina Helgin var vægast sagt eftirminnileg fyrir Blæ Hinriksson. Á laugardaginn varð hann bikarmeistari í handbolta með Aftureldingu og á sunnudaginn vann kvikmyndin Berdreymi, sem hann leikur í, verðlaun sem besta kvikmyndin á Edduverðlaunahátíðinni. Handbolti 22. mars 2023 08:01
Mike Downey heiðraður á Stockfish Kvikmyndahátíðin Stockfish fer fram dagana 23. mars - 2. apríl í Bíó Paradís. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og hefur hún síðustu ár fest sig í sessi sem öflugur menningarviðburður hér á landi. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 15:30
Ísland óbyggilegt í nýju verkefni Ólafs Darra og félaga Fyrsta verkefni nýs íslensks framleiðslufyrirtækis leikarans Ólafs Darra Ólafssonar og félaga verður átta þátta spennuþáttaröð sem fjallar um afdrif Íslendinga eftir að Ísland verðir óbyggilegt vegna eldgoss. Bíó og sjónvarp 21. mars 2023 14:01
Myndaveisla: Stjörnufans og elegans á Eddunni Edduverðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Háskólabíói á sunnudaginn. Þar var rjómi íslensks kvikmynda- og sjónvarpsfólks samankominn til þess að uppskera og fagna síðasta ári og að venju var öllu tjaldað til. Lífið 21. mars 2023 13:00
Gagnrýna skort á konum í valnefndum Eddunnar Félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi á Íslandi segir að jafnrétti kynjanna hafi á engan hátt verið haft að leiðarljósi þegar skipað var í valnefndir Eddunnar 2023, en þær voru gerðar opinberar í dag. Bíó og sjónvarp 20. mars 2023 21:37
Seldu íbúð á Íslandi á 55 milljónir og keyptu einbýlishús á 8,5 milljónir í Danmörku Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti hjónin Hjördísi Ingvarsdóttur og Magnús Guðfinnsson sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi. Lífið 20. mars 2023 12:30
RIFF á lista yfir mikilvægustu kvikmyndahátíðarnar RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, var á dögunum valin ein af tuttugu mikilvægustu alþjóðlegu kvikmyndahátíðum ársins af tímaritinu The Moviemaker. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir þetta mikinn heiður. Bíó og sjónvarp 20. mars 2023 10:34
Sigurvegarar Eddunnar 2023: Verbúðin sópaði til sín verðlaunum Edduverðlaunin, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunin, voru afhent í Háskólabíói í kvöld. Sjónvarpsþættirnir Verbúðin sópaði til sín verðlaunum en þættirnir voru einnig tilnefndir til flestra verðlauna í kvöld. Lífið 19. mars 2023 22:14
Fór hörðum orðum um vandræðalegt viðtal: „Þetta er mjög leiðinleg stétt“ Jakob Birgisson grínisti og reglulegur álitsgjafi í Íslandi í dag sparar ekki stóru orðin um það sem honum finnst vera „leiðinleg stétt“, leikarar. Viðtal við Hugh Grant á Óskarsverðlaununum renni sérstaklega stoðum undir þá staðreynd. Innlent 19. mars 2023 09:01
Tár: Enginn grætur Lydiu Tár Kvikmyndin Tár rétt rataði í kvikmyndahús fyrir Óskarsverðlaunahelgina síðast liðnu og hægt að sjá hana í Bíó Paradís. Því miður birtist hún á sjóræningjasíðum fyrir margt löngu og mögulega margir freistast til að svindla og horfa þar. Ég mæli ekki með því, Tár er BÍÓmynd. Gagnrýni 18. mars 2023 09:57
Sótti í danskar rætur og var grimmur á Duolingo „Þetta er rosalega stór og mikil mynd, epísk og stór,“ segir leikarinn Hilmar Guðjónsson sem fer með hlutverk í myndinni Volaða land. Myndin er tilnefnd til ellefu Edduverðlauna, þar á meðal sem kvikmynd ársins en auk þess er Hilmar tilnefndur sem leikari ársins í aukahlutverki. Lífið 17. mars 2023 13:30
Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. Erlent 15. mars 2023 14:20
Lindsay Lohan er ólétt Leikkonan Lindsay Lohan og eiginmaður hennar, Bader Shammas, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau gengu í það heilaga á síðasta ári eftir að hafa verið trúlofuð í tæpt ár. Lífið 14. mars 2023 17:19