Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Sam­bíóin „verði að girða sig í brók“ og fá nýja lyftu

Sigrún María Óskarsdóttir segir að Sambíóin á Akureyri verði að „girða sig í brók“ og koma stigalyftunni í bíóhúsinu í lag. Sigrún María er í hjólastól og fór í bíó með bróður sínum á milli jóla og nýárs en þurfti að láta bera sig upp stigann því lyftan var biluð. Stiginn er um 25 til 30 þrep og í boga.

Innlent
Fréttamynd

Mary Poppins leik­konan Glynis Johns látin

Leikkonan Glynis Johns er látinn hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins. Myndin er frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði.

Lífið
Fréttamynd

Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum

Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið.

Lífið
Fréttamynd

Rússíbanareið sem fylgir því að eignast þrí­bura

Árið 2023 var ár þríbura hér á landi, þá fæddust þrennir þríburar á Landspítalanum á einni viku. Nokkurs konar heimsmet hjá smáþjóð að mati sérfræðinga. Þríburafæðingar á Íslandi eru sjaldgæfar en samkvæmt tölum frá Hagstofunni hafa 57 þríburafæðingar átt sér stað síðustu 33 ár af 143 þúsund fæðingum alls.

Lífið
Fréttamynd

Frönsk leik­kona sakar Íslandsvinkonu um kyn­ferðis­lega á­reitni

Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin.

Lífið
Fréttamynd

Tom Wilkinson látinn

Breski leikarinn Tom Wilkinson er látinn. Hann er frægur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Full Monty, Shakespeare in Love og The Best Exotic Marigold Hotel. Hann var 75 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Disney kærir bílaþvottastöð í Síle

Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld.

Erlent
Fréttamynd

Gypsy Rose losnar úr steininum og gefur út bók

Gypsy Rose Blanchard sem komst í heimsfréttirnar fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða móður sína bíður þess nú að losna úr fangelsi. Hún hefur afplánað rúm sjö ár fyrir aftan lás og slá en verður látin laus í dag.

Lífið
Fréttamynd

Columbus segir Trump hafa heimtað hlut­verkið í Home Alone

Chris Columbus, leikstjóri fyrstu tveggja Home Alone bíómyndanna, segir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fór með aukahlutverk í myndinni, hafa heimtað að fá að koma fram í myndinni gegn því að tekið yrði upp á Plaza hótelinu, sem var þá í hans eigu. 

Lífið
Fréttamynd

Aftur­elding valin besta nor­ræna sjónvarpsserían

Sjónvarpsserían Afturelding er besta norræna sjónvarpsserían á þessu ári, að mati sænsks sjónvarpsgagnrýnanada. Halldór Laxness Halldórsson, Dóri DNA, einn höfunda þáttanna segir um mikinn heiður að ræða. Svíar virðist tengja sérstaklega vel við íþrómiðstöðvarmenningu okkar Íslendinga. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sjá til hve margir koma fram undir nafni

Heimildarmyndagerðarmaður segir umræða um forsjár- og umgengnismál fasta í kynjafræðivinkli hér á landi. Heimildarmynd er í fjármögnun en ekki tímabært að greina frá því hverjir standi að baki myndinni enda sé umfjöllunarefnið sérstaklega viðkvæmt.

Innlent
Fréttamynd

Volaða land skrefi nær Óskar­stil­nefningu

Kvikmyndin Volaða land, sem er framlag Íslands til Óskarsverðlauna árið 2024, er nú skrefi nær því að verða tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Þetta varð ljóst í gær eftir að tilkynnt var hvaða fimmtán kvikmyndir ættu enn möguleika á að hljóta tilnefningu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ræddu sam­runa Warner og Paramount

David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grínaðist með gosið og nafn Þor­valds Þórðar­sonar

„Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar.

Lífið
Fréttamynd

Kröfur Sýnar gegn Jóni Einari ekki nægi­lega skýrar

Stefnu Sýnar á hendur Jóni Einari Eysteinssyni hefur verið vísað frá héraðsdómi. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Marvel stjarna dæmd fyrir heimilis­of­beldi

Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Dánar­or­sök Matthew Perry ljós

Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni.

Lífið
Fréttamynd

Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin

Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall.

Lífið