Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Piper Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 10:01 Julian Sands og Charlotte Hope eru í aðalhlutverkum í hryllingsmyndinni The Piper. Hrollvekjan The Piper verður frumsýnd í Smárabíó föstudaginn 19. janúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen sem gerði meðal annars spennutryllinn Kulda sem kom út fyrir nokkrum misserum. The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media. Bíó og sjónvarp Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira