Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Piper Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 10:01 Julian Sands og Charlotte Hope eru í aðalhlutverkum í hryllingsmyndinni The Piper. Hrollvekjan The Piper verður frumsýnd í Smárabíó föstudaginn 19. janúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen sem gerði meðal annars spennutryllinn Kulda sem kom út fyrir nokkrum misserum. The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira