Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Leik­stjórinn Norman Jewi­son er fallinn frá

Kanadíski leikstjórinn og framleiðandinn Norman Jewison er látinn, 97 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Moonstruck, In The Heat Of The Night og Fiðlaranum á þakinu.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn David Gail látinn

Bandaríski leikarinn David Gail, sem var þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210 og Port Charles, er látinn 58 ára að aldri. Ekki er vitað hvernig andlát hans bar að.

Lífið
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á?

Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga.

Lífið
Fréttamynd

The Iron Claw: Endurtekningarsöm bræðra­bylta

Titill The Iron Claw vísar í auðkennisbragð fjölbragðaglímukappans Fritz Von Erich, sem var mikill sigurvegari í þeirri „íþrótt“ um miðja síðustu öld. Kvikmyndin fjallar að mestu leyti um syni hans fjóra sem fetuðu í fótspor hans og voru áberandi í glímheiminum á 9. og 10. áratugnum og alla þá harmleiki sem á þeim dundu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Unnið með vitund en ekki sátt fjöl­skyldunnar

Troels Uhrbrand Rasmussen dagskrárstjóri Pipeline, kvikmyndafyrirtækisins sem framleiddi þættina A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, þar sem fjallað er um Sigga hakkara svokallaðan, segir margt skjóta skökku við í gagnrýni sem fram hefur komið á þættina og verklagið.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara brjálað!“

Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einn heitasti leikarinn í Hollywood um þessar mundir

Írski stórleikarinn Barry Keoghan á að baki sér glæstan kvikmyndaferil en hefur þó sjaldan skinið skærar en akkúrat núna. Hann fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Saltburn sem er á vörum margra og hefur meðal annars verið nefndur einn áhugaverðasti leikari sinnar kynslóðar.

Lífið
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru rit­höfundar og rapparar að horfa á?

Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

True Detective: Segir Jodie Foster besta leikara heims

Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Top Gun 3 í bí­gerð

Þriðja myndin í spennumyndaröðinni Top Gun um flugmanninn færa Maverick er í bígerð hjá Paramount. Tom Cruise mun í þriðja sinn fara með aðalhlutverkið en hann gerði það fyrst árið 1986 og svo aftur í hittifyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr nýjum Útkallsþáttum

Útkall eru nýir þættir sem verða frumsýndir á Vísi klukkan sjö á sunnudagsmorgun. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi klukkan 20:00 um kvöldið. 

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn Adan Canto er látinn

Bandaríski leikarinn Adan Canto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í þáttunum The Cleaning Lady og Designated Survivor, er látinn. Hann varð 42 ára.

Lífið
Fréttamynd

Oppen­heimer hlaut flest verð­laun á Golden Globe-há­tíðinni

Golden Globe-verðlaunahátíðin fór fram í Kalíforníu í gær og var það stórmyndin Oppenheimer sem hreppti flest verðlaun að þessu sinni, fimm talsins. Myndin hlaut meðal annars verðlaun sem besta dramamyndin, besta leikara í aðalhlutverki og besta leikara í aukahlutverki, en þer er um að ræða þá Cillian Murphy og Robert Downey Jr.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingur hreppti Emmy-verðlaun

Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV.

Lífið
Fréttamynd

Saltburn: Hinn hæfileikaríki herra Quick

Saltburn er nýjasta kvikmynd Emerald Fennell, leikstýru einnar eftirtektarverðustu kvikmyndar ársins 2022, A Promising Young Woman. Það er Amazon-streymisveitan Prime sem frumsýndi hana rétt fyrir jól.

Gagnrýni
Fréttamynd

Ætlar aldrei að flytja til Ís­lands aftur

Mikael Torfason rithöfundur er fluttur með fjölskyldu sína til Bandaríkjanna, Los Angeles nánar tiltekið. Mikael gerir ekkert með hálfum huga og hann er eiginlega orðinn meiri Kani en Kanarnir sjálfir.

Menning