Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. janúar 2024 13:01 Lífið á Vísi ræddi við rapparana Röggu Hólm og Daniil og rithöfundana Kamillu og Maríu Elísabetu um hvað þau væru að horfa á þessa dagana. SAMSETT Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. María Elísabet Bragadóttir, rithöfundur: „Í augnablikinu er ég ekki að horfa á neina sjónvarpsþáttaröð en finnst það samt svo gaman. Sérstaklega þegar það er einhver þáttaröð sem allir eru að horfa á og þetta verður að dreifðri samupplifun eins og The Last of Us í fyrra, algjör stemning. Á seinasta ári horfði ég líka á Beef og það var mjög skemmtilegt. Ég er spennt fyrir þriðju seríunni af The White Lotus og hélt hún kæmi á þessu ári en skilst að verkfall handritshöfunda í Hollywood hafi sett strik í reikninginn svo hún verður frumsýnd 2025. Ég fer mikið í bíó og það er með því skemmtilegasta sem ég geri. Seinustu helgi sá ég Monster eftir Hirokazu Kore-eda í Bíó Paradís og það er ein áhrifamesta mynd sem hef séð lengi. Hún er algjört meistaraverk að mínu mati og ég skil ekki að hún hafi ekki einu sinni fengið tilnefningu sem besta erlenda myndin á Golden Globe. Myndir sem ég er spennt fyrir að sjá eru nýja Sofia Coppola myndin, Priscilla, og svo myndin Perfect Days eftir Takuma Takasaki, sem ég þekki ekkert til, og Wim Wenders, en ég sá Paris, Texas eftir hann í fyrsta sinn um daginn eftir að hafa lengi haft hana á lista og hún stóðst allar væntingar. Perfect Days á víst að vera mjög falleg. Veitir ekki af að sjá eitthvað fallegt á þessum síðustu og verstu. Ragga Hólm, rappari: „Ef fólk er ennþá til í smá unglingadrama og ævintýri í leiðinni þá er ég búin að vera að horfa á Outer Banks. Þægilegt sjónvarp en heldur manni alveg smá spenntum. Ef fólk vill horfa á eitthvað aðeins þyngra þá mæli ég með A nearly normal family á Netflix sem eru sænskir sakamálaþættir og mjög spennandi. Svo er það Kennarastofan, ég er sjálf að vinna í skóla þannig að það var svolítið gaman að bera þetta svona saman við mitt vinnuumhverfi. Alltaf þegar ég er búin með góða seríu og hef ekkert nýtt til að horfa á læt ég Breaking Bad eða Ozark rúlla. Ég er frekar einföld þegar kemur að sjónvarpsefni og á auðvelt með að horfa á sama sjónvarpsefnið aftur og aftur. Ætli ég sé til dæmis ekki búin að horfa á Friends reglulega í tuttugu ár.“ Daniil, rappari: „Ég er búinn að vera að horfa á Your Honor þættina. Þeir eru rosalegir og með Bryan Cranston úr Breaking Bad í aðalhlutverki. Þessir þættir gerast í litlum bæ í Bandaríkjunum og segja frá lögmanni sem á son sem veldur dauðsfalli þegar hann keyrir á strák og flýr svo vettvang. Sá strákur var sonur manns sem rekur stærsta glæpahring bæjarins. Lögmaðurinn veit ekki hvað hann á að gera því hann vill ekki gefa son sinn fram og er ótrúlega hræddur. Þættirnir snúast bara um þetta mál og það koma upp alls konar flækjur, ýmislegt blandast inn og söguþráðurinn er mjög spennandi.“ Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur: „Flest sem ég hef verið að horfa á að undanförnu er á spænsku. Ég er að reyna að kenna mér spænsku með hjálp Duolingo og ég las einhvers staðar að það borgi sig að drekkja sér í tungumálinu sem man vill læra svo ég hlusta endalaust á rapp frá Púertó Ríkó og horfi á spænska sjónvarpsþætti á fullu. Ég þrælaði mér fyrst í gegnum þættina Money Heist. Ég veit ekki alveg hvort ég mæli með þeim. En ég lærði að ef einhver í kringum mig er í hræðilegu uppnámi eftir að hafa kannski séð samstarfsmann sinn skotinn eða barinn í klessu eða eitthvað svoleiðis er best að öskra á viðkomandi „tranquilo, tranquilo, tranquilo“ sem þýðir svona: „Æ í guðanna bænum slappaðu aðeins af.“ Ég er samt ekkert að spá í að gerast glæpamaður á Spáni. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er og allt það. Svo er ég búin að vera að horfa á alls konar spænska ástarvelluþætti. Í þeim er eiginlega alltaf einhver að reyna að skrifa bók og líður fyrir það miklar andlegar kvalir sem verða svo til þess viðkomandi fer að koma skelfilega illa fram við makann sinn og líka að stunda mjög ævintýralegt og þróttmikið kynlíf út um allt. Bæði með makanum sínum og svo bara einhverju fólki út í bæ. Yfirleitt alltaf allavega einum milljónamæringi. Ég er búin að horfa á eina óspænska þætti um jólin. Rúnar vinur minn mælti með því að ég myndi horfa á þættina Rookie. Þeir eru um löggur í Kaliforníu. Af þeim hef ég lært að löggur eru alltaf að lenda í viðreynslu frá þeim sem þau kalla „badge bunnies“ (ísl: löggulæður) og þau þurfa að passa sig á því. Upplifa sig þá nefnilega bara sem kjötstykki. Kalifornískar löggur rúlla sér fram af byggingum og fá yfir sig helling af glerbrotum og svo smá byssuskot í fótinn án þess að verða nokkuð meint af. Klára bara sína vakt án þess að væla nokkuð af ráði. Það finnst mér alveg magnað því ég náði mér í app um daginn sem skipar mér að gera smá armbeygjur og planka og ég fæ svo miklar harðsperrur af því að ég varla labbað niður tröppur ógrátandi í nokkra daga hvert skipti af því. Af þeim þáttum hef ég líka lært að ef að ég þarf einhvern tímann að gera eitthvað mjög stressandi eins og að labba inn í vöruskemmu fulla af bófum með vélbyssur eða semja við mannræningja með sprengjur en tilvalið að gefa mér þá smá stund til að fara með nokkuð langa ræðu við einhvern sem hefur unnið við þetta styttra en ég, um allt sem ég hef lært um lífið í gegnum starfið mitt og sársaukafullan skilnað foreldra minna. Enginn tími betri í það spjall greinilega. Á næstunni er ég að spá í að horfa á þætti um handbolta. EM byrjað og svona. Hef líka verið svo lengi á leiðinni að byrja með íþróttahlaðvarp en ég veit ekkert um íþróttir. En er ekki hægt að læra allt af YouTube nú til dags?“ Bíó og sjónvarp Netflix Hámhorfið Tengdar fréttir Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
María Elísabet Bragadóttir, rithöfundur: „Í augnablikinu er ég ekki að horfa á neina sjónvarpsþáttaröð en finnst það samt svo gaman. Sérstaklega þegar það er einhver þáttaröð sem allir eru að horfa á og þetta verður að dreifðri samupplifun eins og The Last of Us í fyrra, algjör stemning. Á seinasta ári horfði ég líka á Beef og það var mjög skemmtilegt. Ég er spennt fyrir þriðju seríunni af The White Lotus og hélt hún kæmi á þessu ári en skilst að verkfall handritshöfunda í Hollywood hafi sett strik í reikninginn svo hún verður frumsýnd 2025. Ég fer mikið í bíó og það er með því skemmtilegasta sem ég geri. Seinustu helgi sá ég Monster eftir Hirokazu Kore-eda í Bíó Paradís og það er ein áhrifamesta mynd sem hef séð lengi. Hún er algjört meistaraverk að mínu mati og ég skil ekki að hún hafi ekki einu sinni fengið tilnefningu sem besta erlenda myndin á Golden Globe. Myndir sem ég er spennt fyrir að sjá eru nýja Sofia Coppola myndin, Priscilla, og svo myndin Perfect Days eftir Takuma Takasaki, sem ég þekki ekkert til, og Wim Wenders, en ég sá Paris, Texas eftir hann í fyrsta sinn um daginn eftir að hafa lengi haft hana á lista og hún stóðst allar væntingar. Perfect Days á víst að vera mjög falleg. Veitir ekki af að sjá eitthvað fallegt á þessum síðustu og verstu. Ragga Hólm, rappari: „Ef fólk er ennþá til í smá unglingadrama og ævintýri í leiðinni þá er ég búin að vera að horfa á Outer Banks. Þægilegt sjónvarp en heldur manni alveg smá spenntum. Ef fólk vill horfa á eitthvað aðeins þyngra þá mæli ég með A nearly normal family á Netflix sem eru sænskir sakamálaþættir og mjög spennandi. Svo er það Kennarastofan, ég er sjálf að vinna í skóla þannig að það var svolítið gaman að bera þetta svona saman við mitt vinnuumhverfi. Alltaf þegar ég er búin með góða seríu og hef ekkert nýtt til að horfa á læt ég Breaking Bad eða Ozark rúlla. Ég er frekar einföld þegar kemur að sjónvarpsefni og á auðvelt með að horfa á sama sjónvarpsefnið aftur og aftur. Ætli ég sé til dæmis ekki búin að horfa á Friends reglulega í tuttugu ár.“ Daniil, rappari: „Ég er búinn að vera að horfa á Your Honor þættina. Þeir eru rosalegir og með Bryan Cranston úr Breaking Bad í aðalhlutverki. Þessir þættir gerast í litlum bæ í Bandaríkjunum og segja frá lögmanni sem á son sem veldur dauðsfalli þegar hann keyrir á strák og flýr svo vettvang. Sá strákur var sonur manns sem rekur stærsta glæpahring bæjarins. Lögmaðurinn veit ekki hvað hann á að gera því hann vill ekki gefa son sinn fram og er ótrúlega hræddur. Þættirnir snúast bara um þetta mál og það koma upp alls konar flækjur, ýmislegt blandast inn og söguþráðurinn er mjög spennandi.“ Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur: „Flest sem ég hef verið að horfa á að undanförnu er á spænsku. Ég er að reyna að kenna mér spænsku með hjálp Duolingo og ég las einhvers staðar að það borgi sig að drekkja sér í tungumálinu sem man vill læra svo ég hlusta endalaust á rapp frá Púertó Ríkó og horfi á spænska sjónvarpsþætti á fullu. Ég þrælaði mér fyrst í gegnum þættina Money Heist. Ég veit ekki alveg hvort ég mæli með þeim. En ég lærði að ef einhver í kringum mig er í hræðilegu uppnámi eftir að hafa kannski séð samstarfsmann sinn skotinn eða barinn í klessu eða eitthvað svoleiðis er best að öskra á viðkomandi „tranquilo, tranquilo, tranquilo“ sem þýðir svona: „Æ í guðanna bænum slappaðu aðeins af.“ Ég er samt ekkert að spá í að gerast glæpamaður á Spáni. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er og allt það. Svo er ég búin að vera að horfa á alls konar spænska ástarvelluþætti. Í þeim er eiginlega alltaf einhver að reyna að skrifa bók og líður fyrir það miklar andlegar kvalir sem verða svo til þess viðkomandi fer að koma skelfilega illa fram við makann sinn og líka að stunda mjög ævintýralegt og þróttmikið kynlíf út um allt. Bæði með makanum sínum og svo bara einhverju fólki út í bæ. Yfirleitt alltaf allavega einum milljónamæringi. Ég er búin að horfa á eina óspænska þætti um jólin. Rúnar vinur minn mælti með því að ég myndi horfa á þættina Rookie. Þeir eru um löggur í Kaliforníu. Af þeim hef ég lært að löggur eru alltaf að lenda í viðreynslu frá þeim sem þau kalla „badge bunnies“ (ísl: löggulæður) og þau þurfa að passa sig á því. Upplifa sig þá nefnilega bara sem kjötstykki. Kalifornískar löggur rúlla sér fram af byggingum og fá yfir sig helling af glerbrotum og svo smá byssuskot í fótinn án þess að verða nokkuð meint af. Klára bara sína vakt án þess að væla nokkuð af ráði. Það finnst mér alveg magnað því ég náði mér í app um daginn sem skipar mér að gera smá armbeygjur og planka og ég fæ svo miklar harðsperrur af því að ég varla labbað niður tröppur ógrátandi í nokkra daga hvert skipti af því. Af þeim þáttum hef ég líka lært að ef að ég þarf einhvern tímann að gera eitthvað mjög stressandi eins og að labba inn í vöruskemmu fulla af bófum með vélbyssur eða semja við mannræningja með sprengjur en tilvalið að gefa mér þá smá stund til að fara með nokkuð langa ræðu við einhvern sem hefur unnið við þetta styttra en ég, um allt sem ég hef lært um lífið í gegnum starfið mitt og sársaukafullan skilnað foreldra minna. Enginn tími betri í það spjall greinilega. Á næstunni er ég að spá í að horfa á þætti um handbolta. EM byrjað og svona. Hef líka verið svo lengi á leiðinni að byrja með íþróttahlaðvarp en ég veit ekkert um íþróttir. En er ekki hægt að læra allt af YouTube nú til dags?“
Bíó og sjónvarp Netflix Hámhorfið Tengdar fréttir Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30