Það fyrsta sem Issa López, leikstjóri fjórðu þáttaraðarinnar af True Detective, sagði þegar hún var spurð hvað hún myndi gera með verkefnið, var að færa það til fyrra horfs. Gera seríu sem innihéldi yfirnáttúrulega hluti, eins og fyrsta þáttaröð hinna vinsælu þátta gerði. Þáttaröðin endurspeglar þá fyrstu á ýmsan hátt. Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp á Íslandi en eiga að gerast í Ennis, bæ í Alaska, þar sem hópur vísindamanna hverfur á mjög dularfullan hátt frá rannsóknarstöð. Jodie Foster og Kali Reis eru í aðalhlutverkum og leika lögreglukonur sem þurfa að varpa ljósi á hvarf mannanna og aðrar ráðgátur sem stinga upp kollinum við rannsóknina. Foster leikur Liz Danvers, fógeta í bænum Ennis í Alaska, sem óhætt er að lýsa sem tiltölulega miklum drullusokk. Reis leikur lögreglukonuna og harðjaxlinn sem er mjúk inn við beinið, Evangeline Navarro. Íslenskir leikarar eru einnig nokkuð víða í þáttunum og má kannski helst nefna Þorstein Bachmann. Fyrsti þáttur þessarar þáttaraðar, sem ber titilinn „Night Country“ verður frumsýndur þann 15. janúar. Undirritaður tók nýverið þátt í viðburði hjá HBO þar sem blaðamenn víðs vegar frá heiminum ræddu við Foster, Reis og López og spurðu þær um framleiðslu þáttaraðarinnar, lífið og listina. Þær þrjár töluðu meðal annars allar fallega um Ísland og sögðust sakna landsins. Ég fékk einnig aðgang að þáttunum frá HBO hef horft á nokkra þeirra og er óhætt að segja að ég sé aðdáandi. Gagnrýnendur víða um heim hafa einnig lofað þáttaröðina í hástert. Hið yfirnáttúrulega snýr aftur Það er augljóst við áhorf á Night Country að þáttaröðin ber keim af hryllingsmyndinni The Thing frá 1982. Þegar hún var spurð út í hvernig hún gæti forðast samanburð við þá kvikmynd sagðist hún alls ekki vilja það. „Ég elska The Thing. Ég held að það sé fallegur samanburður,“ sagði hún. Hulstur af kvikmyndinni sést meira að segja í þáttunum og sagði hún það vera virðingarvott. Issa López, leikstýrði þáttunum Night Country og skrifaði handritið.HBO/Michele K. Short Hún tók þó fram að The Thing væri um geimveru en Night Country væri það svo sannarlega ekki, þó líkindin við The Thing væru mikil. Þættirnir innihéldu dass af hinu yfirnáttúrulega. „Ég er aðdáandi hrollvekju,“ sagði hún. „Þegar ég horfði á fyrstu þáttaröðina af True Detective, sem ég elskaði, var eitt af því sem ég dáið hvað mest, hvernig þættirnir innihéldu yfirnáttúrulega hluti.“ Hún sagðist hafa saknað hins yfirnáttúrulega í annarri og þriðju þáttaröðum True Detective og þegar hún hafi fyrst verið spurð hvað hún myndi gera með nýja þáttaröð hafi það fyrsta sem hún sagði verið að hún myndi færa það til fyrra horfs. „Og ég gerði það.“ López sagðist vera aðdáandi True Detective seríunnar og að það hefði verið algjör draumur þegar henni hefði verið boðið að gera nýja þáttaröð. Það væri þar að auki gífurlega spennandi að takast á við svo stóra seríu sem fólk elski, og það hjá fyrirtæki eins og HBO, sem framleiði mögulega besta sjónvarpsefni í heimi. „Það að ég fékk bara lyklana að bílnum og mér var sagt að fara á rúntinn og skemmta mér. Það að ég hafi verið spurð hvaða leikara ég vildi ráða og geta sagt Jodie Foster. Það að setjast niður með henni og að hún hafi sagst elska þessa hugmynd. Þetta var allt draumi líkast,“ sagði López. Jodie Foster sú besta Einn blaðamannanna á áðurnefndum viðburði spurði López hvernig það hefði verið að vinna með Jodie Foster og þar sparaði hún ekki stóru orðin. „Ég hef sagt þetta áður og ég held áfram að segja það. Ég held að Jodie Foster sé besti núlifandi leikarinn. Ég vissi að hún væri einn af bestu leikurum sinnar kynslóðar en ég var ekki tilbúinn fyrir það sem ég sá gerast í þáttunum.“ López sagði hlutverk Liz Danvers vera erfitt en hún hafi vitað að Foster myndi valda því. Foster var þó mun betri en López hafði búist við og segir hana sína ótrúlega vídd í Night Country. „Það sem gerði mig hvað spenntasta fyrir að leikstýra henni í þáttaröð var að gefa henni striga til að sýna allt sem hún getur gert í meira en níutíu mínútu,“ sagði López og skaut inn í að kvikmyndir ættu helst ekki að vera neitt annað en níutíu mínútur. „Hér höfum við meira en sex klukkutíma af Jodie Foster leika listir sínar.“ López sagði einnig að Foster hefði lagt til breytingar á handritinu, snemma í ferlinu, og að allar tillögur hennar hefðu verið góðar. „Það sem ég hef mest gaman af við að leikstýra er að gera ekki nákvæmlega það sem ég ætlaði mér, heldur mæta á tökustað með áætlun og kasta henni út á brott og leyfa senunni að anda og vera lifandi. Hún er best í því. Það voru forréttindi að vinna með henni.“ Jodie Foster í hlutverki fógetans Liz Danvers.HBO/Michele K. Short Um sinn fyrsta fund með Jodie Foster sagði Lopes að Foster væri ein snjallasta manneskja sem hún hefði talað við. Þær hefðu rætt saman, leikstjóri gegn leikstjóra, og talað lengi um fagið. López sagði að Foster hefði sagt að hún sæi sig ekki sem sú Liz Danvers sem López hafði skrifað upprunalega. Hún hefði skrifað Danvers allt öðruvísi upprunalega. Eftir að hafa talað við Foster hefði áttað sig á því að sú síðarnefnda vildi að Danvers væri meiri drullusokkur. Foster hló og sagði það rétt. Spegilmynd fyrstu þáttaraðarinnar López sagði enga tilviljun að fjórða þáttaröðin eigi að gerast í Alaska. Fyrsta þáttaröðin hafi gerst í Louisiana og það sama eigi við næstu tvær þáttaraðir. Önnur hafi gerst í Los Angeles og sú þriðja í Ozark-fjöllunum. Hún sagði það einkenni þáttaseríunnar að sýna mismunandi hluta Bandaríkjanna. Henni hafi dottið Alaska í hug og hún hafi sérstaklega hrifist af þeirri hugmynd að fjalla um andstæðan enda Bandaríkjanna. Alaska gegn Louisiana, kuldi gegn hita. Andstæðurnar má einnig finna í litum þáttaraðanna. Sú fyrsta sé í gulum og brúnum litum og hún hafi notast við bláa og svarta liti. „Þetta er nokkurskonar spegilmynd fyrstu þáttaraðarinnar.“ Þessa spegilmynd má einnig sjá í viðsnúningi kynja. Fyrsta þáttaröðin snerist um tvo karlkyns lögregluþjóna. Að þessu sinni eru konur að svipta hulunni af leyndardómum og ráðgátum. „Tilgangur nýrrar þáttaraðar er að sýna eitthvað nýtt,“ sagði López. Hún sagði fyrstu þáttaröðina hafa veitt góða innsýn í hugarheim manna og að hún vildi gera það sama fyrir konur. Hún vildi sýna konur með þráhyggju, konur í erfiðleikum, einmana konur, sorgmæddar konur og glaðar konur. „Eins og fyrsta þáttaröðin fjallar um hvernig menn tengja við konur, endurspeglar þessi það hvernig öflugar konur tengja við menn.“ Vissi lítið um norðurslóðir López segist hafa lítið vitað um norðurslóðir þegar hún ákvað að þættirnir ættu að gerast í Alaska og hún hafi varið heilu ári í rannsóknarvinnu fyrir tökurnar. Svo hafi hún farið til Alaska um leið og það hafi verið í boði, þar sem þetta var á tímum Covid, og heimsótt bæi sem hún byggði ímyndaða bæinn Ennis á. Þegar handritið var að miklu leyti klárt, réði López innfædda framleiðendur frá Alaska, til að hjálpa til við að fínpússa það og fanga rétt andrúmsloft. „Já, þetta var erfitt en ég veit núna mikið um hluta heimsins sem ég vissi ekkert um þegar ég byrjaði,“ sagði López. López sagði, eins og Jodie Foster gerði einnig, að Navarro sem leikin er af Kali Reis, væri þungamiðja þáttanna. Hún hefði samúð og sál sem væri ólík flestum öðrum persónum þáttanna. Málefni innfæddra í Alaska spila nokkuð stóra rullu í Night Country.HBO/Michele K. Short Við tökurnar velti López vöngum yfir því hvernig þættirnir myndu smella saman. Það sé hægt að leggja af stað með allar áætlanir en þær standist aldrei að fullu. Hún hafi sjálf ekki séð heildarmyndina fyrr en búið var að klippa alla þættina sex saman. „Það var ekki fyrr en tökum var lokið og ég settist niður til að horfa á alla sex þættina í einu, sem ég vissi að þetta hefði tekist. Að þetta hefði smollið saman.“ Foster segir handritið skipta sköpum Þegar Jodie Foster var spurð út í það hvað það hefði verið við þetta verkefni sem hefði heillað hana og fengið hana til að taka að sér aðalhlutverkið, sagði hún alltaf hafa skrítnar ástæður fyrir því hvernig hún velur sér verkefni. Eitt atriði stæði þó öðrum framar. „Handritið, handritið, handritið. Þetta er ekki einu sinni um persónuna.“ Hún sagði að það sem skipti næst mestu máli væri leikstjórinn. „Við vorum með þetta tvennt. Við vorum með frábæran fyrsta þátt, þó hann hafi breyst töluvert frá upprunalega handritinu. Við höfðum frábæra byrjun og sterkan grunn. Svo höfðum við þennan frábæra leikstjóra í Issu López. Hún er fyndin, gáfuð, hógvær og mjög lipur þegar kemur að því að gera breytingar. Hún hefur mikinn skilning á kvikmyndagerð,“ sagði Foster. Hún sagði López einnig vera mjög skemmtilega og að leikstjórinn væri iðulega sú fyrsta á dansgólfið. „Ætli hún sé ekki uppáhalds leikstjórinn sem ég hef unnið með.“ Foster hefur í gegnum feril sinn unnið með fjölmörgum leikstjórum. Þar á meðal eru Roman Polanski, Neill Blomkamp, Spike Lee, David Fincher, Robert Zemeckis, Jonathan Demme og mörgum öðrum. Hún hefur einnig leikstýrt sjálfri sér. Danvers og Starling ólíkar Foster var einnig spurð að því hvort hún hefði að einhverju leyti byggt Liz Danvers á Clarice Starling, persónu hennar úr myndinni Silence of the Lambs. „Ég held að Liz Danvers og Clarice Starling gætu ekki verið ólíkari persónur,“ sagði Foster. „Það er auðvitað minnst 35 ára munur á þeim.“ Foster sagðist vonast til þess að Clarice yrði ekki eins og Liz Danvers. „Danvers er í afneitun. Hún getur verið löt og jafnvel siðblind og spillt. Hún segir brandara sem eru ekki fyndnir, hún er algerlega ómeðvituð um hversu óviðkvæm hún er, hún er ekki góð í persónulegum samskiptum og er oft reið, án þess að vita af hverju. Hún er ótrúlega gölluð manneskja, sem var mjög skemmtilegt. Ég held ég hafi aldrei áður leikið slíka persónu áður.“ Foster sagði margt við Liz Danvers hafa heillað sig. Hún hafi þó snemma áttað sig á því að hún væri í raun ekki aðalpersónan. Heldur væri það Navarro, sem leikinn er af Kali Reis. Foster sagðist hafa sniðið Danvers út frá því að hún studdi við Navarro. Hún sagðist hafa lagt mikla áherslu á að tryggja að Navarro og ferð hennar sem persónu skipti sem mestu máli. „Ég vildi tryggja að Navarro væri kjarni þáttanna.“ „Líf hennar er í mikilli óreiðu“ Í svari við spurningu annars blaðamanns sagði Foster að Liz Danvers væri á nokkurs konar flótta undan sjálfri sér. „Ég held að hún sé neiti sér um að syrgja og haldi sér upptekinni svo hún geti ekki syrgt. Ef hún staðnæmist í smá stund þurfi hún að átta sig á því að sannleikurinn sé sársaukafullur.“ Hún sagði Danvers fulla af andstæðum og það geri hana áhugaverða. „Það er eitt af því sem mér fannst svo gott við persónuna,“ sagði Foster. „Líf hennar er í mikilli óreiðu.“ Jodie Foster og Finn Bennet, sem leikur lærling Liz Danvers.HBO/Michele K. Short Foster sagði uppáhalds samband Danvers vera samband hennar við lærling hennar, ungan mann í lögreglunni. „Ég elska að hún sjái sjálfa sig í honum og reyni að ala hann upp sem rannsóknarlögreglumann. Hún verndar hann,“ sagði Foster. Hún sagði Danvers verða móðgaða þegar sambandi þeirra er spillt af öðru fólki. „Ég get tengt við það.“ Varðandi það hvort hún væri sjálf eitthvað lík Danvers var Foster ekki á þeim nótum. Hún sagðist hreinskilin, eins og persónan og hún reyndi að segja alltaf sannleikann. Hún hefði ekki verið þannig á sínum yngri árum en það hefði breyst og nú væri sannleikurinn í forgangi. „Kannski er það eitthvað sem gerist þú verður sextug,“ sagði Foster hlæjandi. „Maður vill frekar segja sannleikann því maður hefur ekki lengur tíma til að vera óheiðarlegur.“ Flóknar og raunverulegar persónur Aðspurð að því hvernig saga sem innihéldi mikið ofbeldi gegn konum væri feminísk saga, sagði Foster Þetta vera mennska sögu og þar af leiðandi væri sagan feminísk. „Þessi hugtök eru bundin nánum böndum,“ sagði hún. Því næst bætti hún við að tvær konur væru í aðalhlutverkum þáttanna og þær væru flóknar og raunverulegar persónur. „Það að gera sjónvarpsefni með flóknum kvenkarakterum er þegar brautryðjandi.“ Foster sagði að málefni horfinna og myrtra innfæddra kvenna væri gífurlega mikilvægt. Ofbeldi gegn þeim væri algengt víða, ekki bara í Alaska, heldur einnig í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og alls staðar um heiminn. Einangrun, fátækt, skortur á tækifærum, rasismi, vímuefnanotkun og geðræn vandamál ýti undir þetta vandamál. „Allir þessir sorglegu og erfiðu fylgifiskar þess að vera mennskur hefur því miður mikil neikvæð áhrif á líf kvenna,“ sagði Foster. Hún sagði mikilvægt að nota slíkar raddir í kjarna þáttanna og vísaði þar aftur til Navarro, persónu Keili Reis. „Hún er helsta röddin og er þarna til að sparka í rassa fyrir innfæddar konur.“ Þegar talið barst að kynlífi í þessari fjórðu þáttaröð True Detective, þar sem konur eru í aðalhlutverkum, öfugt við fyrri þáttaraðir, sagði Jodie Foster konur vera jafn miklar kynverur og karlar. Kynlíf væri hluti af þeirra lífi og ferðalagi persóna Night Country. Það hefði spilað inn í fyrir Issu, þegar hún skrifaði þættina, og þá sérstaklega með tilliti til fyrstu þáttaraðarinnar. Hún hafi að miklu fjallað um karlmennsku og sjónarmið karla. Svo væri ekki að þessu sinni heldur væri fjallað um kynlíf frá sjónarhóli þessara nýju og flóknu kvenna. „Mér líkar vel hvernig fjallað er um kynlíf í þessum þáttum.“ Með haug af gaurum í gamla daga Foster sagði á einum tímapunkti að mjög mikið hefði breyst í samfélaginu frá því hún hóf leiklistarferil sinn árið 1966. Röddum kvenna hefði til dæmis fjölgað mjög mikið. „Að mestu var þetta bara ég með haug af gaurum,“ sagði Foster. Hún sagði þá hafa kennt sér mikið og að hún væri þakklát fyrir það en það hefði verið frábært að sjá hlut kvenna í kvikmyndaframleiðslu stækka hægt í gegnum árin. „Nú, loksins, eru konur að leikstýra. Þetta var ekki til staðar í Bandaríkjunum. Þær voru mjög fáar þegar ég var að alast upp og jafnvel á undanförnum árum. Það er að breytast til hins betra.“ Þættirnir voru að mestu leyti teknir upp á Íslandi.HBO/Michele K. Short Hún sagði margt hafa batnað í gegnum árin. Nefndi hún það hvernig neysla fólks á þáttum og kvikmyndum hefði breyst og hve margir innan geirans kvörtuðu yfir því. Flestir streymdu efni í gegnum netið þessa dagana. „Mér finnst það jákvætt,“ sagði Foster. „Bestu sögurnar, besta vinnan, besti leikurinn og besta frásagnarlistin er á streymisveitum núna.“ Foster sagði að sem listamaður héldi hún áfram að vinna sína vinnu. Hún væri glöð að fá að taka þátt í þessu nýja og spennandi umhverfi fyrir listina. Kali Reis elskar að segja sögur Kali Reis er tiltölulega ný í leiklistinni og á sér að baki feril í hnefaleikum og íþróttum. Reis sagðist hafa skemmt sér konunglega við gerð þáttanna, þó tökurnar hefðu verið langar og að þetta væri eitt af fyrstu verkefnum hennar í leiklistinni. Hún segist vön kulda, þar sem hún ólst upp í New England í Bandaríkjunum. Vindurinn hleypi þó nýju lífi í kuldann og stigmagni hann. Hún sé einnig vön myrkrinu. Kali Reis í hlutverki lögreglukonunnar Angeline Navarro.HBO/Michele K. Short Reis sagði alla sem komu að þáttunum hafa tekið þátt í verkefninu af réttum ástæðum. Valinn maður væri í hverju hlutverki og það hefði reynst henni sérstaklega vel að leika með Jodie Foster. Hún hefði lært mjög mikið og í senn skemmt sér mjög vel. Markmið Reis í boxinu sneru ekki eingöngu að því að vinna titla, heldur vildi hún einnig vera rödd kvenna án raddar. Fyrir fólk sem hefði svipaðan bakgrunn og hún og liti eins út og hún. Hún hefði svipuð markmið í leiklistinni. Hún sagðist þar að auki vilja læra eins mikið og hún gæti og standa sig vel. Reis segist hafa komist að við tökurnar á Night Country að hún væri seigari en hún hafði áður talið. Þá staðfesti vinnan að hún væri nú á réttri hillu í lífinu. „Ég elska að segja sögur. Ég elska að leika. Ég vonast til að geta gert það mun lengur en ég varði í að vera kýld í andlitið.“ Var lafandi hrædd við Foster Sem boxari mátti Reis helst ekki sýna ótta fyrir fram andstæðinga sína í boxhringnum. Andstæðingurinn megi ekki sjá hvað þú sért að hugsa og hún sagði margar aðrar hliðstæður með boxinu og leiklistinni. Reis sagði Navarro ekki ósvipaða boxara. Það væri oft erfitt að sjá hvað hún væri að hugsa. Hún sagðist sömuleiðis hafa þurft að beita sömu tækninni við tökur Night Country, sökum þess hve hrædd hún hefði verið fyrst þegar hún byrjaði að leika gegn goðsögninni Jodie Foster. „Ég var lafandi hrædd,“ sagði Reis. Hún sagði þó ekkert annað koma til greina en að stinga sér út í og annað hvort synda eða sökkva. „Vonandi er ég að synda.“ Reis sagði Foster hafa komið sér á óvart og stutt sig gífurlega mikið. Það hefði verið draumur að vinna með henni og Reis sagðist hafa lært gífurlega mikið. Þar að auki sagði Reis Foster vera einhverja fyndnustu manneskju sem hún hefði unnið með. Reis óttaðist mjög að vinna með Jodie Foster.HBO/Michele K. Short Sögur innfæddra mikilvægar Reis segir það hafa heillað sig mjög við Night Country að þættirnir fjalli að stórum hluta um sögur innfæddra kvenna og að konur séu í aðalhlutverkum. Hún sagði frábært að López hefði ráðið tvær konur í aðalhlutverkin. Konum væri að fjölga á skjám fólks og sú þróun þyrfti að halda áfram. Hún sagðist stolt af því hvernig þættirnir sýni sjónarhorn kvenna betur en gengur og gerist. Hún væri einnig stolt af því að fá tækifæri til að standa fyrir aðrar innfæddar konur. Hún segir López hafa skilað af sér heljarinnar sögu, tvær áhrifamiklar aðalpersónur, yfirnáttúrulega hluti og margt annað, sem hafi gert Night Country. „Maður finnur fyrir kuldanum, gleðinni og hlátrinum.“ Reis sagði gífurlega mikilvægt að innfæddir væru að fá stærri vettvang til að segja sögur sínar enda væri tími til kominn. Sögurnar hefðu verið til staðar en vettvanginn skorti og innfæddir hefðu lengi komið að luktum dyrum hvert sem þeir fóru. „Dyrnar hrundu niður. Nú er svo mikið af hæfileikaríku fólki á bakvið myndavélarnar, í rithöfundaherberginu, fyrir framan myndavélarnar. Þetta er hluti af menningu okkar, þetta er það sem við gerum. Við sköpum, við segjum sögur til að koma upplýsingum áfram, til að varðveita menningu okkar.“ Hún sagði búið að segja of margar sögur af fortíðinni og nú þyrftu innfæddir að fá að segja sínar sögur af samtímanum. Þau væru ekki eingöngu fórnarlömb. Navarro er mikill harðjaxl en ljúflingur inn við beinið. Bæði López og Foster segja þessa persónu vera þungamiðjun Night Country.HBO/Michele K. Short Horfði á The Thing og Heat Reis sagðist lítið hafa rætt við López um fyrri þáttaraðir True Detective fyrir tökurnar en henni hafi verið ráðlagt að horfa aftur á The Thing og sömuleiðis á myndina Heat, með þeim Al Pacion og Robert DeNiro. López sagði henni að gera það til að undirbúa sig og fá mynd af sambandi Navarro og Danvers. Aðspurð um hvort hún myndi eftir sérstaklega erfiðum atriðum að leika í eða erfiðum tökum nefndi Reis sérstaklega atriði þar sem það átti að vera kalt, en var nokkuð heitt. Leikararnir voru vafðir inn í teppi og hlý föt og hitinn yfirþyrmandi. Þess vegna hefði verið mjög erfitt að taka upp það atriði. Bíó og sjónvarp Tökur á True Detective á Íslandi Kafað dýpra Tengdar fréttir „Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. 10. janúar 2024 14:20 Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. 5. desember 2023 15:12 Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. 22. mars 2023 16:29 Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31 Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Tónlist Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið
Þættirnir voru að stórum hluta teknir upp á Íslandi en eiga að gerast í Ennis, bæ í Alaska, þar sem hópur vísindamanna hverfur á mjög dularfullan hátt frá rannsóknarstöð. Jodie Foster og Kali Reis eru í aðalhlutverkum og leika lögreglukonur sem þurfa að varpa ljósi á hvarf mannanna og aðrar ráðgátur sem stinga upp kollinum við rannsóknina. Foster leikur Liz Danvers, fógeta í bænum Ennis í Alaska, sem óhætt er að lýsa sem tiltölulega miklum drullusokk. Reis leikur lögreglukonuna og harðjaxlinn sem er mjúk inn við beinið, Evangeline Navarro. Íslenskir leikarar eru einnig nokkuð víða í þáttunum og má kannski helst nefna Þorstein Bachmann. Fyrsti þáttur þessarar þáttaraðar, sem ber titilinn „Night Country“ verður frumsýndur þann 15. janúar. Undirritaður tók nýverið þátt í viðburði hjá HBO þar sem blaðamenn víðs vegar frá heiminum ræddu við Foster, Reis og López og spurðu þær um framleiðslu þáttaraðarinnar, lífið og listina. Þær þrjár töluðu meðal annars allar fallega um Ísland og sögðust sakna landsins. Ég fékk einnig aðgang að þáttunum frá HBO hef horft á nokkra þeirra og er óhætt að segja að ég sé aðdáandi. Gagnrýnendur víða um heim hafa einnig lofað þáttaröðina í hástert. Hið yfirnáttúrulega snýr aftur Það er augljóst við áhorf á Night Country að þáttaröðin ber keim af hryllingsmyndinni The Thing frá 1982. Þegar hún var spurð út í hvernig hún gæti forðast samanburð við þá kvikmynd sagðist hún alls ekki vilja það. „Ég elska The Thing. Ég held að það sé fallegur samanburður,“ sagði hún. Hulstur af kvikmyndinni sést meira að segja í þáttunum og sagði hún það vera virðingarvott. Issa López, leikstýrði þáttunum Night Country og skrifaði handritið.HBO/Michele K. Short Hún tók þó fram að The Thing væri um geimveru en Night Country væri það svo sannarlega ekki, þó líkindin við The Thing væru mikil. Þættirnir innihéldu dass af hinu yfirnáttúrulega. „Ég er aðdáandi hrollvekju,“ sagði hún. „Þegar ég horfði á fyrstu þáttaröðina af True Detective, sem ég elskaði, var eitt af því sem ég dáið hvað mest, hvernig þættirnir innihéldu yfirnáttúrulega hluti.“ Hún sagðist hafa saknað hins yfirnáttúrulega í annarri og þriðju þáttaröðum True Detective og þegar hún hafi fyrst verið spurð hvað hún myndi gera með nýja þáttaröð hafi það fyrsta sem hún sagði verið að hún myndi færa það til fyrra horfs. „Og ég gerði það.“ López sagðist vera aðdáandi True Detective seríunnar og að það hefði verið algjör draumur þegar henni hefði verið boðið að gera nýja þáttaröð. Það væri þar að auki gífurlega spennandi að takast á við svo stóra seríu sem fólk elski, og það hjá fyrirtæki eins og HBO, sem framleiði mögulega besta sjónvarpsefni í heimi. „Það að ég fékk bara lyklana að bílnum og mér var sagt að fara á rúntinn og skemmta mér. Það að ég hafi verið spurð hvaða leikara ég vildi ráða og geta sagt Jodie Foster. Það að setjast niður með henni og að hún hafi sagst elska þessa hugmynd. Þetta var allt draumi líkast,“ sagði López. Jodie Foster sú besta Einn blaðamannanna á áðurnefndum viðburði spurði López hvernig það hefði verið að vinna með Jodie Foster og þar sparaði hún ekki stóru orðin. „Ég hef sagt þetta áður og ég held áfram að segja það. Ég held að Jodie Foster sé besti núlifandi leikarinn. Ég vissi að hún væri einn af bestu leikurum sinnar kynslóðar en ég var ekki tilbúinn fyrir það sem ég sá gerast í þáttunum.“ López sagði hlutverk Liz Danvers vera erfitt en hún hafi vitað að Foster myndi valda því. Foster var þó mun betri en López hafði búist við og segir hana sína ótrúlega vídd í Night Country. „Það sem gerði mig hvað spenntasta fyrir að leikstýra henni í þáttaröð var að gefa henni striga til að sýna allt sem hún getur gert í meira en níutíu mínútu,“ sagði López og skaut inn í að kvikmyndir ættu helst ekki að vera neitt annað en níutíu mínútur. „Hér höfum við meira en sex klukkutíma af Jodie Foster leika listir sínar.“ López sagði einnig að Foster hefði lagt til breytingar á handritinu, snemma í ferlinu, og að allar tillögur hennar hefðu verið góðar. „Það sem ég hef mest gaman af við að leikstýra er að gera ekki nákvæmlega það sem ég ætlaði mér, heldur mæta á tökustað með áætlun og kasta henni út á brott og leyfa senunni að anda og vera lifandi. Hún er best í því. Það voru forréttindi að vinna með henni.“ Jodie Foster í hlutverki fógetans Liz Danvers.HBO/Michele K. Short Um sinn fyrsta fund með Jodie Foster sagði Lopes að Foster væri ein snjallasta manneskja sem hún hefði talað við. Þær hefðu rætt saman, leikstjóri gegn leikstjóra, og talað lengi um fagið. López sagði að Foster hefði sagt að hún sæi sig ekki sem sú Liz Danvers sem López hafði skrifað upprunalega. Hún hefði skrifað Danvers allt öðruvísi upprunalega. Eftir að hafa talað við Foster hefði áttað sig á því að sú síðarnefnda vildi að Danvers væri meiri drullusokkur. Foster hló og sagði það rétt. Spegilmynd fyrstu þáttaraðarinnar López sagði enga tilviljun að fjórða þáttaröðin eigi að gerast í Alaska. Fyrsta þáttaröðin hafi gerst í Louisiana og það sama eigi við næstu tvær þáttaraðir. Önnur hafi gerst í Los Angeles og sú þriðja í Ozark-fjöllunum. Hún sagði það einkenni þáttaseríunnar að sýna mismunandi hluta Bandaríkjanna. Henni hafi dottið Alaska í hug og hún hafi sérstaklega hrifist af þeirri hugmynd að fjalla um andstæðan enda Bandaríkjanna. Alaska gegn Louisiana, kuldi gegn hita. Andstæðurnar má einnig finna í litum þáttaraðanna. Sú fyrsta sé í gulum og brúnum litum og hún hafi notast við bláa og svarta liti. „Þetta er nokkurskonar spegilmynd fyrstu þáttaraðarinnar.“ Þessa spegilmynd má einnig sjá í viðsnúningi kynja. Fyrsta þáttaröðin snerist um tvo karlkyns lögregluþjóna. Að þessu sinni eru konur að svipta hulunni af leyndardómum og ráðgátum. „Tilgangur nýrrar þáttaraðar er að sýna eitthvað nýtt,“ sagði López. Hún sagði fyrstu þáttaröðina hafa veitt góða innsýn í hugarheim manna og að hún vildi gera það sama fyrir konur. Hún vildi sýna konur með þráhyggju, konur í erfiðleikum, einmana konur, sorgmæddar konur og glaðar konur. „Eins og fyrsta þáttaröðin fjallar um hvernig menn tengja við konur, endurspeglar þessi það hvernig öflugar konur tengja við menn.“ Vissi lítið um norðurslóðir López segist hafa lítið vitað um norðurslóðir þegar hún ákvað að þættirnir ættu að gerast í Alaska og hún hafi varið heilu ári í rannsóknarvinnu fyrir tökurnar. Svo hafi hún farið til Alaska um leið og það hafi verið í boði, þar sem þetta var á tímum Covid, og heimsótt bæi sem hún byggði ímyndaða bæinn Ennis á. Þegar handritið var að miklu leyti klárt, réði López innfædda framleiðendur frá Alaska, til að hjálpa til við að fínpússa það og fanga rétt andrúmsloft. „Já, þetta var erfitt en ég veit núna mikið um hluta heimsins sem ég vissi ekkert um þegar ég byrjaði,“ sagði López. López sagði, eins og Jodie Foster gerði einnig, að Navarro sem leikin er af Kali Reis, væri þungamiðja þáttanna. Hún hefði samúð og sál sem væri ólík flestum öðrum persónum þáttanna. Málefni innfæddra í Alaska spila nokkuð stóra rullu í Night Country.HBO/Michele K. Short Við tökurnar velti López vöngum yfir því hvernig þættirnir myndu smella saman. Það sé hægt að leggja af stað með allar áætlanir en þær standist aldrei að fullu. Hún hafi sjálf ekki séð heildarmyndina fyrr en búið var að klippa alla þættina sex saman. „Það var ekki fyrr en tökum var lokið og ég settist niður til að horfa á alla sex þættina í einu, sem ég vissi að þetta hefði tekist. Að þetta hefði smollið saman.“ Foster segir handritið skipta sköpum Þegar Jodie Foster var spurð út í það hvað það hefði verið við þetta verkefni sem hefði heillað hana og fengið hana til að taka að sér aðalhlutverkið, sagði hún alltaf hafa skrítnar ástæður fyrir því hvernig hún velur sér verkefni. Eitt atriði stæði þó öðrum framar. „Handritið, handritið, handritið. Þetta er ekki einu sinni um persónuna.“ Hún sagði að það sem skipti næst mestu máli væri leikstjórinn. „Við vorum með þetta tvennt. Við vorum með frábæran fyrsta þátt, þó hann hafi breyst töluvert frá upprunalega handritinu. Við höfðum frábæra byrjun og sterkan grunn. Svo höfðum við þennan frábæra leikstjóra í Issu López. Hún er fyndin, gáfuð, hógvær og mjög lipur þegar kemur að því að gera breytingar. Hún hefur mikinn skilning á kvikmyndagerð,“ sagði Foster. Hún sagði López einnig vera mjög skemmtilega og að leikstjórinn væri iðulega sú fyrsta á dansgólfið. „Ætli hún sé ekki uppáhalds leikstjórinn sem ég hef unnið með.“ Foster hefur í gegnum feril sinn unnið með fjölmörgum leikstjórum. Þar á meðal eru Roman Polanski, Neill Blomkamp, Spike Lee, David Fincher, Robert Zemeckis, Jonathan Demme og mörgum öðrum. Hún hefur einnig leikstýrt sjálfri sér. Danvers og Starling ólíkar Foster var einnig spurð að því hvort hún hefði að einhverju leyti byggt Liz Danvers á Clarice Starling, persónu hennar úr myndinni Silence of the Lambs. „Ég held að Liz Danvers og Clarice Starling gætu ekki verið ólíkari persónur,“ sagði Foster. „Það er auðvitað minnst 35 ára munur á þeim.“ Foster sagðist vonast til þess að Clarice yrði ekki eins og Liz Danvers. „Danvers er í afneitun. Hún getur verið löt og jafnvel siðblind og spillt. Hún segir brandara sem eru ekki fyndnir, hún er algerlega ómeðvituð um hversu óviðkvæm hún er, hún er ekki góð í persónulegum samskiptum og er oft reið, án þess að vita af hverju. Hún er ótrúlega gölluð manneskja, sem var mjög skemmtilegt. Ég held ég hafi aldrei áður leikið slíka persónu áður.“ Foster sagði margt við Liz Danvers hafa heillað sig. Hún hafi þó snemma áttað sig á því að hún væri í raun ekki aðalpersónan. Heldur væri það Navarro, sem leikinn er af Kali Reis. Foster sagðist hafa sniðið Danvers út frá því að hún studdi við Navarro. Hún sagðist hafa lagt mikla áherslu á að tryggja að Navarro og ferð hennar sem persónu skipti sem mestu máli. „Ég vildi tryggja að Navarro væri kjarni þáttanna.“ „Líf hennar er í mikilli óreiðu“ Í svari við spurningu annars blaðamanns sagði Foster að Liz Danvers væri á nokkurs konar flótta undan sjálfri sér. „Ég held að hún sé neiti sér um að syrgja og haldi sér upptekinni svo hún geti ekki syrgt. Ef hún staðnæmist í smá stund þurfi hún að átta sig á því að sannleikurinn sé sársaukafullur.“ Hún sagði Danvers fulla af andstæðum og það geri hana áhugaverða. „Það er eitt af því sem mér fannst svo gott við persónuna,“ sagði Foster. „Líf hennar er í mikilli óreiðu.“ Jodie Foster og Finn Bennet, sem leikur lærling Liz Danvers.HBO/Michele K. Short Foster sagði uppáhalds samband Danvers vera samband hennar við lærling hennar, ungan mann í lögreglunni. „Ég elska að hún sjái sjálfa sig í honum og reyni að ala hann upp sem rannsóknarlögreglumann. Hún verndar hann,“ sagði Foster. Hún sagði Danvers verða móðgaða þegar sambandi þeirra er spillt af öðru fólki. „Ég get tengt við það.“ Varðandi það hvort hún væri sjálf eitthvað lík Danvers var Foster ekki á þeim nótum. Hún sagðist hreinskilin, eins og persónan og hún reyndi að segja alltaf sannleikann. Hún hefði ekki verið þannig á sínum yngri árum en það hefði breyst og nú væri sannleikurinn í forgangi. „Kannski er það eitthvað sem gerist þú verður sextug,“ sagði Foster hlæjandi. „Maður vill frekar segja sannleikann því maður hefur ekki lengur tíma til að vera óheiðarlegur.“ Flóknar og raunverulegar persónur Aðspurð að því hvernig saga sem innihéldi mikið ofbeldi gegn konum væri feminísk saga, sagði Foster Þetta vera mennska sögu og þar af leiðandi væri sagan feminísk. „Þessi hugtök eru bundin nánum böndum,“ sagði hún. Því næst bætti hún við að tvær konur væru í aðalhlutverkum þáttanna og þær væru flóknar og raunverulegar persónur. „Það að gera sjónvarpsefni með flóknum kvenkarakterum er þegar brautryðjandi.“ Foster sagði að málefni horfinna og myrtra innfæddra kvenna væri gífurlega mikilvægt. Ofbeldi gegn þeim væri algengt víða, ekki bara í Alaska, heldur einnig í Suður-Ameríku, Bandaríkjunum og alls staðar um heiminn. Einangrun, fátækt, skortur á tækifærum, rasismi, vímuefnanotkun og geðræn vandamál ýti undir þetta vandamál. „Allir þessir sorglegu og erfiðu fylgifiskar þess að vera mennskur hefur því miður mikil neikvæð áhrif á líf kvenna,“ sagði Foster. Hún sagði mikilvægt að nota slíkar raddir í kjarna þáttanna og vísaði þar aftur til Navarro, persónu Keili Reis. „Hún er helsta röddin og er þarna til að sparka í rassa fyrir innfæddar konur.“ Þegar talið barst að kynlífi í þessari fjórðu þáttaröð True Detective, þar sem konur eru í aðalhlutverkum, öfugt við fyrri þáttaraðir, sagði Jodie Foster konur vera jafn miklar kynverur og karlar. Kynlíf væri hluti af þeirra lífi og ferðalagi persóna Night Country. Það hefði spilað inn í fyrir Issu, þegar hún skrifaði þættina, og þá sérstaklega með tilliti til fyrstu þáttaraðarinnar. Hún hafi að miklu fjallað um karlmennsku og sjónarmið karla. Svo væri ekki að þessu sinni heldur væri fjallað um kynlíf frá sjónarhóli þessara nýju og flóknu kvenna. „Mér líkar vel hvernig fjallað er um kynlíf í þessum þáttum.“ Með haug af gaurum í gamla daga Foster sagði á einum tímapunkti að mjög mikið hefði breyst í samfélaginu frá því hún hóf leiklistarferil sinn árið 1966. Röddum kvenna hefði til dæmis fjölgað mjög mikið. „Að mestu var þetta bara ég með haug af gaurum,“ sagði Foster. Hún sagði þá hafa kennt sér mikið og að hún væri þakklát fyrir það en það hefði verið frábært að sjá hlut kvenna í kvikmyndaframleiðslu stækka hægt í gegnum árin. „Nú, loksins, eru konur að leikstýra. Þetta var ekki til staðar í Bandaríkjunum. Þær voru mjög fáar þegar ég var að alast upp og jafnvel á undanförnum árum. Það er að breytast til hins betra.“ Þættirnir voru að mestu leyti teknir upp á Íslandi.HBO/Michele K. Short Hún sagði margt hafa batnað í gegnum árin. Nefndi hún það hvernig neysla fólks á þáttum og kvikmyndum hefði breyst og hve margir innan geirans kvörtuðu yfir því. Flestir streymdu efni í gegnum netið þessa dagana. „Mér finnst það jákvætt,“ sagði Foster. „Bestu sögurnar, besta vinnan, besti leikurinn og besta frásagnarlistin er á streymisveitum núna.“ Foster sagði að sem listamaður héldi hún áfram að vinna sína vinnu. Hún væri glöð að fá að taka þátt í þessu nýja og spennandi umhverfi fyrir listina. Kali Reis elskar að segja sögur Kali Reis er tiltölulega ný í leiklistinni og á sér að baki feril í hnefaleikum og íþróttum. Reis sagðist hafa skemmt sér konunglega við gerð þáttanna, þó tökurnar hefðu verið langar og að þetta væri eitt af fyrstu verkefnum hennar í leiklistinni. Hún segist vön kulda, þar sem hún ólst upp í New England í Bandaríkjunum. Vindurinn hleypi þó nýju lífi í kuldann og stigmagni hann. Hún sé einnig vön myrkrinu. Kali Reis í hlutverki lögreglukonunnar Angeline Navarro.HBO/Michele K. Short Reis sagði alla sem komu að þáttunum hafa tekið þátt í verkefninu af réttum ástæðum. Valinn maður væri í hverju hlutverki og það hefði reynst henni sérstaklega vel að leika með Jodie Foster. Hún hefði lært mjög mikið og í senn skemmt sér mjög vel. Markmið Reis í boxinu sneru ekki eingöngu að því að vinna titla, heldur vildi hún einnig vera rödd kvenna án raddar. Fyrir fólk sem hefði svipaðan bakgrunn og hún og liti eins út og hún. Hún hefði svipuð markmið í leiklistinni. Hún sagðist þar að auki vilja læra eins mikið og hún gæti og standa sig vel. Reis segist hafa komist að við tökurnar á Night Country að hún væri seigari en hún hafði áður talið. Þá staðfesti vinnan að hún væri nú á réttri hillu í lífinu. „Ég elska að segja sögur. Ég elska að leika. Ég vonast til að geta gert það mun lengur en ég varði í að vera kýld í andlitið.“ Var lafandi hrædd við Foster Sem boxari mátti Reis helst ekki sýna ótta fyrir fram andstæðinga sína í boxhringnum. Andstæðingurinn megi ekki sjá hvað þú sért að hugsa og hún sagði margar aðrar hliðstæður með boxinu og leiklistinni. Reis sagði Navarro ekki ósvipaða boxara. Það væri oft erfitt að sjá hvað hún væri að hugsa. Hún sagðist sömuleiðis hafa þurft að beita sömu tækninni við tökur Night Country, sökum þess hve hrædd hún hefði verið fyrst þegar hún byrjaði að leika gegn goðsögninni Jodie Foster. „Ég var lafandi hrædd,“ sagði Reis. Hún sagði þó ekkert annað koma til greina en að stinga sér út í og annað hvort synda eða sökkva. „Vonandi er ég að synda.“ Reis sagði Foster hafa komið sér á óvart og stutt sig gífurlega mikið. Það hefði verið draumur að vinna með henni og Reis sagðist hafa lært gífurlega mikið. Þar að auki sagði Reis Foster vera einhverja fyndnustu manneskju sem hún hefði unnið með. Reis óttaðist mjög að vinna með Jodie Foster.HBO/Michele K. Short Sögur innfæddra mikilvægar Reis segir það hafa heillað sig mjög við Night Country að þættirnir fjalli að stórum hluta um sögur innfæddra kvenna og að konur séu í aðalhlutverkum. Hún sagði frábært að López hefði ráðið tvær konur í aðalhlutverkin. Konum væri að fjölga á skjám fólks og sú þróun þyrfti að halda áfram. Hún sagðist stolt af því hvernig þættirnir sýni sjónarhorn kvenna betur en gengur og gerist. Hún væri einnig stolt af því að fá tækifæri til að standa fyrir aðrar innfæddar konur. Hún segir López hafa skilað af sér heljarinnar sögu, tvær áhrifamiklar aðalpersónur, yfirnáttúrulega hluti og margt annað, sem hafi gert Night Country. „Maður finnur fyrir kuldanum, gleðinni og hlátrinum.“ Reis sagði gífurlega mikilvægt að innfæddir væru að fá stærri vettvang til að segja sögur sínar enda væri tími til kominn. Sögurnar hefðu verið til staðar en vettvanginn skorti og innfæddir hefðu lengi komið að luktum dyrum hvert sem þeir fóru. „Dyrnar hrundu niður. Nú er svo mikið af hæfileikaríku fólki á bakvið myndavélarnar, í rithöfundaherberginu, fyrir framan myndavélarnar. Þetta er hluti af menningu okkar, þetta er það sem við gerum. Við sköpum, við segjum sögur til að koma upplýsingum áfram, til að varðveita menningu okkar.“ Hún sagði búið að segja of margar sögur af fortíðinni og nú þyrftu innfæddir að fá að segja sínar sögur af samtímanum. Þau væru ekki eingöngu fórnarlömb. Navarro er mikill harðjaxl en ljúflingur inn við beinið. Bæði López og Foster segja þessa persónu vera þungamiðjun Night Country.HBO/Michele K. Short Horfði á The Thing og Heat Reis sagðist lítið hafa rætt við López um fyrri þáttaraðir True Detective fyrir tökurnar en henni hafi verið ráðlagt að horfa aftur á The Thing og sömuleiðis á myndina Heat, með þeim Al Pacion og Robert DeNiro. López sagði henni að gera það til að undirbúa sig og fá mynd af sambandi Navarro og Danvers. Aðspurð um hvort hún myndi eftir sérstaklega erfiðum atriðum að leika í eða erfiðum tökum nefndi Reis sérstaklega atriði þar sem það átti að vera kalt, en var nokkuð heitt. Leikararnir voru vafðir inn í teppi og hlý föt og hitinn yfirþyrmandi. Þess vegna hefði verið mjög erfitt að taka upp það atriði.
„Þau trúa hundrað prósent á álfa“ Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa. 10. janúar 2024 14:20
Ísland í aðalhlutverki í nýrri stiklu True Detective Nýjasta stiklan úr þáttunum True Detective er frumsýnd á Vísi í dag. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða frumsýndir þann 15. janúar næstkomandi. Þættirnir verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum hjá HBO og á Íslandi á Stöð 2. 5. desember 2023 15:12
Íslenskur leikmunastjóri endaði óvænt sem leikari Íslenskur leikmunastjóri True Detective þáttanna endaði óvænt sem leikari í þáttunum eftir að leikari smitaðist af Covid-19. Leikstjórinn segir hann hafa staðið sig fullkomlega. 22. mars 2023 16:29
Býr í miðri leikmynd True Detective á Dalvík Það stendur mikið til á Dalvík þessa dagana þar sem tökur á bandarísku spennuþáttunum True Detective eru að fara að hefjast. Búið er að klæða aðalgötu bæjarins í bandarískan búning. Fyrrverandi bæjarstjóri bæjarins býr í miðri leikmyndinni. 31. janúar 2023 22:31