Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Honda nær þriðja stigi í sjálfsaksturstækni

Honda hefur fengið leyfi japanskra yfirvalda til að framleiða bíl með þriðja stigs sjálfsaksturstækni. Það er í fyrsta skipti sem bifreið með þeirri tækni er leyfð til aksturs í venjulegri umferð.

Bílar
Fréttamynd

Svif­ryksmengun nærri tvö­falt yfir mörkum í borginni í gær

Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi.

Innlent
Fréttamynd

Nissan LEAF áreiðanlegasti notaði rafbíllinn í Bretlandi

Rafbíllinn Nissan LEAF var á dögunum útnefndur áreiðanlegasti notaði rafbíllinn á breska markaðnum af tryggingafélaginu Warrantywise í Bretlandi sem sérhæfir sig í sölu framhaldsábyrgða á bílum eftir að framleiðsluábyrgð þeirra lýkur.

Bílar
Fréttamynd

Citroën með 7 ára ábyrgð

Nýir Citroën bílar frá Brimborg eru nú með sjö ára ábyrgð og átta ára ábyrgð á drifrafhlöðu. Ábyrgðin er víðtæk verksmiðjuábyrgð fyrir fólksbíla og sendibíla.

Bílar
Fréttamynd

Kia Sorento vinnur Gullna stýrið

Nýr Kia Sorento var sæmdur hinu eftirsótta Gullna stýri en tilkynnt var um verðlaunin í Þýskalandi í gær. Kia Sorento hafði betur í úrslitum við Aston Martin DBX og BMW X6 í flokki stórra sportjeppa.

Bílar
Fréttamynd

Fylgja þarf fyrirmælum framleiðenda um tjónaviðgerðir í hvívetna

Undanfarna daga hefur verið fjallað nokkuð um tjón á nýlegum Nissan Leaf eftir umferðaróhapp árið 2019 sem olli skemmdum á rafhlöðu bílsins. BL hefur fylgst með málinu frá því að haft var samband við fyrirtækið vegna skyndilegra skertra afkasta rafhlöðu bílsins. BL hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Bílar
Fréttamynd

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins

Tesla opnaði stærstu hleðslustöð landsins við Staðarskála í gærmorgun. Stöðin er samkvæmt fréttatilkynningu frá Tesla sú lang öflugasta á landinu. Hún verður jafnframt sú fyrsta á landinu sem notast við þriðju kynslóðar ofurhleðslutæknina.

Bílar
Fréttamynd

Toyota var með flestar nýskráningar í október

Samtals voru 124 Toyota bifreiðar nýskráðar í október. Þar af voru flestar bifreiðarnar af Rav4 gerð, eða 45. Nýst flestar nýskráningar voru hjá Suzuki, eða 98. Þar var SX4 hlutskarpasta undirtegundin.

Bílar
Fréttamynd

Nissan Juke fagnar tíu ára afmæli

Tíu ár eru liðin síðan fyrsta kynslóð jepplingsins Nissan Juke kom á markað. Ytri og innri hönnun Juke þótti afar byltingarkennd í upphafi og þótti sumum hún full djörf.

Bílar
Fréttamynd

Heimsending á reynsluakstursbílum

Bílaumboðið BL hefur nú tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sem kjósa að fá sendan nýjan reynsluakstursbíl heim að dyrum í stað þess að gera sér ferð í sýningarsali fyrirtækisins við Sævarhöfða, Hestháls eða Kauptún.

Bílar
Fréttamynd

Askja frumsýnir Kia Sorento á Facebook

Nýr Kia Sorento verður frumsýndur á Facebook síðu Kia á Íslandi kl. 12 í dag, föstudag. Frá og með hádegi í dag verður bíllinn til sýnis í sýningarsal Kia á Krókhálsi 13 og hjá umboðsmönnum Kia út um land allt þar sem mögulegt verður að fá að reynsluaka honum.

Bílar
Fréttamynd

Nýir Volvo lögreglubílar fyrir 200 milljónir

Ríkiskaup hefur, í kjölfar útboðs fyrir hönd lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum tekið lægsta tilboði Brimborgar um kaup á 17 nýjum Volvo lögreglubifreiðum að verðmæti yfir 200 milljónir króna.

Bílar
Fréttamynd

Afhentu fyrsta Honda e rafbílinn

Fyrstu eintök verðlaunabílsins Honda e eru komin til landsins og afhendingar hafnar til kaupenda sem beðið hafa komu bílsins með mikilli eftirvæntingu.

Bílar