Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. júlí 2021 07:00 Mercedes-Benz S 580 e. Nýr Mercedes-Benz S-Class í tengiltvinnútfærslu er nú kominn í sölu í Evrópu sem og á Íslandi. Nýr S-Class 580 e er með allt að 113km drægni á rafmagninu eingöngu samkvæmt WLTP staðli og hefur drægnin aukist um rúmlega helming miðað við eldri útfærslu bílsins. Þá býður bíllinn upp á 11kW hleðslugetu með hefðbundinni og 60 kW hraðhleðslugetu sem er það mesta meðal tengiltvinnbíla. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og hefur bíllinn verið leiðandi í lúxus og tækni í gegnum árin. Nýja tengiltvinnútfærsla bílsins er allt í senn langdrægari, aflmeiri og enn sparneytnari. Bíllinn er með 367 hestafla V6 bensínvél ásamt 150 hestafla rafmótor. Samanlagt er því drifrásin 517 hestöfl og togið er alls 750 Nm. Það er því gríðarlegt afl í þessari útfærslu S 580 e. Bíllinn rýkur úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 5,2 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 250 km/klst. Nýr S-Class er með fjórðu kynslóð af kerfi tengiltvinnbíla sem Mercedes-Benz hefur þróað. Bíllinn er gríðarlega vel búinn aksturs- og öryggiskerfum og með hátæknivæddan búnað sem gerir það að verkum að bíllinn getur stýrt sér að talsverðu leyti sjálfur þótt ökumaður sitji vissulega í ökumannssætinu og passi upp á að allt sé í lagi. Bíllinn er búinn miklum lúxus og þægindum eins og áður. Hann er m.a. með nýrri kynslóð MBUX afþreyingakerfisins. Nýr S-Class og hinn nýi rafbíll EQS verða smíðaðir í verksmiðju Mercedes 56 í Sindelfingen, nálægt Stuttgart þar sem höfuðstöðvar þýska lúxusbílaframleiðandans eru til húsa. S 580e er í boði í tveimur útfærslum með stutt hjólhaf sem og langt. Samkvæmt verðlista bílaumboðsins Öskju kostar bíllinn frá 21.990.000 kr. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. S-Class er flaggskip fólksbílaflota Mercedes-Benz og hefur bíllinn verið leiðandi í lúxus og tækni í gegnum árin. Nýja tengiltvinnútfærsla bílsins er allt í senn langdrægari, aflmeiri og enn sparneytnari. Bíllinn er með 367 hestafla V6 bensínvél ásamt 150 hestafla rafmótor. Samanlagt er því drifrásin 517 hestöfl og togið er alls 750 Nm. Það er því gríðarlegt afl í þessari útfærslu S 580 e. Bíllinn rýkur úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 5,2 sekúndum. Hámarkshraði bílsins er 250 km/klst. Nýr S-Class er með fjórðu kynslóð af kerfi tengiltvinnbíla sem Mercedes-Benz hefur þróað. Bíllinn er gríðarlega vel búinn aksturs- og öryggiskerfum og með hátæknivæddan búnað sem gerir það að verkum að bíllinn getur stýrt sér að talsverðu leyti sjálfur þótt ökumaður sitji vissulega í ökumannssætinu og passi upp á að allt sé í lagi. Bíllinn er búinn miklum lúxus og þægindum eins og áður. Hann er m.a. með nýrri kynslóð MBUX afþreyingakerfisins. Nýr S-Class og hinn nýi rafbíll EQS verða smíðaðir í verksmiðju Mercedes 56 í Sindelfingen, nálægt Stuttgart þar sem höfuðstöðvar þýska lúxusbílaframleiðandans eru til húsa. S 580e er í boði í tveimur útfærslum með stutt hjólhaf sem og langt. Samkvæmt verðlista bílaumboðsins Öskju kostar bíllinn frá 21.990.000 kr.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent