Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Samfylkingin varði rúmum 92 milljónum króna í alþingiskosningarnar árið 2024 sem skiluðu flokknum sínum bestu úrslitum í sextán ár. Flokkurinn skuldaði rúmlega 221 milljón króna við lok kosningaársins. Innlent 6.1.2026 10:23
Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. Innlent 6.1.2026 09:08
„Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10
Fylgi stjórnarflokkanna dalar Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent. Innlent 29. desember 2025 18:59
„Gamla góða Ísland, bara betra“ Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun. Innlent 28. desember 2025 16:02
Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Formaður Stjórnarskrárfélagsins segir það fagnaðarefni að þingmaður stjórnarmeirihlutans hafi opnað á umræðu um breytingar á stjórnarskránni. Í núverandi stjórnarskrá séu ákvæði sem séu úrelt og hættuleg. Innlent 28. desember 2025 12:15
Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Eigi heilbrigðisstarfsmenn erfitt með að túlka ákvæði laga um þagnarskyldu með réttum hætti er tilefni til að skýra það frekar. Það er afstaða Landspítalans samkvæmt svörum. Einnig er það afstaða spítalans að vert sé að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum og að það eigi að vera samræmt þvert á alla heilbrigðisþjónustu. Innlent 25. desember 2025 12:00
Skiluðu hagnaði á kosningaári Framsóknarflokkurinn skilaði tæpum áttatíu milljón krónum í hagnað árið 2024. Ársreikningur þeirra fyrir árið hefur verið samþykktur og birtur á vef Ríkisendurskoðunar. Innlent 24. desember 2025 14:27
Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Flokkur fólksins þarf að leysa ráðherramál sín hratt og örugglega sé raunveruleg óvissa fyrir hendi um hverjir muni gegna ráðherraembætti til framtíðar. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem telur ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur sem ráðherra. Innlent 23. desember 2025 19:26
Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Meðallaun stjórnenda í stjórnarráðinu síðustu fimm ár hafa hækkað mest hjá upplýsingafulltrúum þar eða um þriðjung. Mesta hækkun hjá öðrum stjórnendum á tímabilinu er um fjórðung. Meðallaun ráðuneytisstjóra hafa hækkað um rúmlega 470 þúsund krónur á tímabilinu. Innlent 23. desember 2025 13:33
„Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir neytendur eiga heimtingu að niðurfelling opinberra gjalda á eldsneyti skili sér til þeirra að fullu. Ekki sé nóg að lækkun eigi sér stað heldur þurfi að skoða verðþróun í aðdraganda breytinganna sem og því sem gerist í kjölfarið. Neytendur 23. desember 2025 13:10
Undrandi á ráðningu ráðgjafa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið. Innlent 23. desember 2025 09:11
Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Fylgi Miðflokksins heldur áfram að aukast og eykst um tæp tvö prósentustig milli mánaða, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Flokkurinn mælist nú með 19,2 prósent. Innlent 22. desember 2025 18:30
Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Innlent 22. desember 2025 17:08
Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur lagt fram til kynningar og umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um lagareldi ásamt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungsveiði. Innlent 22. desember 2025 13:32
Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Svo virðist sem Guðmundur Ingi Kristinsson hafi ekki í hyggju að snúa aftur í mennta- og barnamálaráðuneytið, að minnsta kosti ekki í bráð. Því er nú rétti tíminn til að Ásthildur Lóa Þórsdóttir taki aftur við því. Skoðun 22. desember 2025 07:46
Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Atvinnuvegaráðuneytið hefur á þessu ári keypt ráðgjöf og þjónustu af samskipta- og almannatengslafyrirtækinu Athygli ehf. fyrir tæpar 3,5 milljónir króna, meðal annars í tengslum við breytingar á lögum um veiðigjald. Allt árið í fyrra greiddi sama ráðuneyti rúmar hundrað þúsund krónur fyrir þjónustu almannatengla, þá af fyrirtækinu Góðum samskiptum ehf. Innlent 22. desember 2025 06:47
Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, er farinn í tímabundið fæðingarorlof. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra, mun leysa Eyjólf af á meðan. Innlent 21. desember 2025 10:27
Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf. Skoðun 21. desember 2025 07:31
Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Opinber framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast á þarnæsta ári gangi aðgerðaráætlun menningarráðherra eftir. Umsvif RÚV á auglýsingamarkaði verða takmörkuð og stofnunin þarf ekki lengur að reka tvær útvarpsstöðvar. Útvarpsstjóri segir að það muni ekki hafa nein áhrif á Rás 2. Innlent 19. desember 2025 20:15
Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Forstjóri Orkunnar segir að dæluverð eldsneytis muni lækka strax um áramótin í kjölfar þess að frumvarp um kílómetragjald á ökutæki var samþykkt á Alþingi í gær. Neytendur þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að lagabreytingin verði nýtt til að auka álögur. Neytendur 19. desember 2025 12:32
Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Fundir Alþingis á liðnu haustþingi voru 53 talsins og stóðu samtals í tæpar 320 klukkustundir. Af þeim 138 frumvörpum sem bárust þinginu urðu aðeins 37 að lögum og eru 101 frumvörp enn óútrædd. Þá voru samþykktar fimm þingsályktunartillögur af 66 og ráðherrar svöruðu 107 óundirbúnum fyrirspurnum. Innlent 19. desember 2025 11:18
Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Undirstofnanir félags- og húsnæðismálaráðuneytisins hafa frá árinu 2018 gert alls 24 starfslokasamninga og hefur heildarkostnaður vegna þeirra numið 174,5 milljónum króna. Mestu munar um þrjá starfslokasamninga sem gerðir voru hjá embætti ríkissáttasemjara árið 2023 sem samtals hljóða upp á 64 milljónir króna. Flestir starfslokasamningar hafa hins vegar verið gerðir hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en níu slíkir samningar voru gerðir hjá stofnuninni á tímabilinu sem spannar átta ár og nemur heildarkostnaður vegna þeirra 29,2 milljónum. Innlent 19. desember 2025 08:11
Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kallar eftir því að þagnarskylda lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks verði skýrð frekar og sérstaklega með tilliti til fólks í viðkvæmri stöðu, eins og fólks með heilabilun. Hún segir málið flókið og virða þurfi sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga og tryggja að allir geti leitað sér læknisþjónustu án ótta við að lögregla verði kölluð til. Innlent 18. desember 2025 20:30