Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Efna­hags­legt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þver­brotin

Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni

Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum.

Innlent
Fréttamynd

Þau eru nýir tals­menn fatlaðs fólks á þingi

Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Byrjað að daðra við rasíska sam­særis­kenningu

Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar

Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð

Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir.

Innlent
Fréttamynd

Til­finningar í þing­sal og Inga brosir hringinn

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag með atkvæðum þingmanna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sem sátu hjá. Margir þingmenn stigu í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu fulltrúar úr röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks fjölmenntu á þingpallana til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og fögnuðu þegar frumvarpið varð að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjöl­býli

Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús.

Innlent
Fréttamynd

Um­ræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við á­róður

Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Flokkur Ingu tapaði fjöru­tíu milljónum

Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um af­greiðslu velferðarnefndar

Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri.

Innlent
Fréttamynd

Flestum þykir Guð­rún og Sig­mundur hafa staðið sig illa

Flestum þykir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu meðal formanna stjórnmálaflokkanna en fæstir telja Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknar hafa staðið sig vel. Meirihluti telur svo Guðrúnu Hafsteinsdóttur formann Sjálfstæðisflokksins og Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins hafa staðið sig illa á kjörtímabilinu.

Innlent
Fréttamynd

„Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykja­vík“

Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn vera í ákveðinni klemmu á milli vinstri og hægri í kjölfar fundar í gær þar sem engar markvissar breytingar á stefnu voru kynntar. Stórsigur í komandi borgarstjórnarkosningum sé nauðsynlegur fyrir flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Píratar kjósa for­mann í lok mánaðar

Píratar munu aftur reyna að kjósa sér sinn fyrsta formann eftir að formgalli varð til þess að fresta þurfti aukaaðalfundi flokksins í október. Annar aukaaðalfundur flokksins verður því haldinn 29. nóvember. Að minnsta kosti tveir borgarfulltrúar sækjast eftir því að verða fyrsti formaður flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnisverð hegðun

Þingflokksformaður Viðreisnar telur viðskipti embættis Ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið vera gagnrýnisverð. Hann segir ríkislögreglustjóra ekki endilega rétta einstaklinginn til að endurvinna traust til embættisins.

Innlent