Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull „Nýverið deildu Samfylking og Sjálfstæðisflokkur um hver ætti að fá stærsta þingflokksherbergið en það hefur víst sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir einhverja. Á sama tíma er Landspítali á rauðu stigi, deildir og gjörgæslur yfirfullar og um 50 manns bíða innlagnar á Bráðamóttökunni.“ Innlent 5.2.2025 07:03
Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 4.2.2025 17:48
Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Forseti Íslands ávarpaði þingmenn við setningu Alþingis í dag. Hún lagði áherslu á samvinnu þingmanna þvert á flokka. Þingmenn standi frammi fyrir breyttum tímum. Innlent 4.2.2025 17:47
Gísli Rafn til Rauða krossins Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku. Gísli Rafn var þingmaður fyrir Pírata en náði ekki inn á þing, eins og aðrir þingmenn Pírata, í síðustu alþingiskosningum. Hann sat fyrir hönd Pírata í utanríkismála- og þróunarsamvinnunefnd á meðan hann sat á þingi frá 2021 til 2024. Viðskipti innlent 4. febrúar 2025 09:05
Hver verður flottust við þingsetningu? Í dag kemur Alþingi Íslendinga saman og 156. löggjafarþing verður sett við hátíðlega athöfn. Undirritaða hefur klæjað í fingurna að hefja loks formleg þingstörf enda ótækt að ný ríkisstjórn starfi lengur án lögbundins eftirlits þingsins. Skoðun 4. febrúar 2025 07:33
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. Innlent 3. febrúar 2025 18:01
Söguleg skipun Agnesar E. Agnes Eide Kristínardóttir hefur verið skipuð yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún er fyrsta konan til að gegna stöðu yfirlögregluþjóns hjá embættinu. Á sama tíma er stokkað upp í stöðum aðstoðaryfirlögregluþjóna. Innlent 3. febrúar 2025 15:18
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, hefur haldið því fram að Sigurjón Þórðarson sé vanhæfur til að fjalla um strandveiðar vegna eignarhalds á báti sem stundi slíkar veiðar. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Skoðun 3. febrúar 2025 15:01
Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna verkefnalista ríkisstjórnarflokkanna á vorþingi á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum. Innlent 3. febrúar 2025 11:08
Fórnarlömb falsfrétta? Einn þekktasti bloggari landsins er án efa Þórður Snær Júlíusson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar. Skoðun 3. febrúar 2025 11:02
Nefndin einróma um kosningarnar Undirbúningsnefnd Alþingis er einróma um að niðurstöður Alþingiskosninganna 30. nóvember standa. Formaður nefndarinnar segir fulltrúa allra flokka hafa verið málefnalega við vinnuna og tekið hlutverk sitt af mikilli ábyrgð. Innlent 3. febrúar 2025 10:17
Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ekki rétt, eins og kom fram í frétt á Vísi og viðtali við Sigurjón Þórðarson, þingmann Flokks fólksins, að það varði brot á siðareglum Alþingis að Sigurjón fjalli um málaflokkinn sjávarútveg í heild sinni sem formaður atvinnuveganefndar, en það geti mögulega varðað brot á siðareglum Alþingis fjalli hann um strandveiðar sem formaður nefndarinnar. Innlent 3. febrúar 2025 08:44
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, segir að hagsmunir sínir af strandveiðibáti í hans eigu séu óverulegir. Hann efast stórlega um að hann sé vanhæfur til að setja lög um sjávarútveg, en hann verður tilnefndur sem formaður atvinnuveganefndar þegar þing kemur saman, þar sem til stendur að semja löggjöf um eflingu strandveiða. Þá segir hann ekkert rangt við hagsmunaskráningu sína sem hafi verið fyllt út árið 2023. Innlent 2. febrúar 2025 22:09
Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir ljóst að siðareglur fyrir alþingismenn hindri aðkomu Sigurjóns Þórðarsonar að vinnu við lagabreytingar á strandveiðikerfinu, vegna eignarhlutar hans í strandveiðibáti. Innlent 1. febrúar 2025 23:07
Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra vill að flokksþingi Framsóknarflokksins verði flýtt og útilokar ekki að að hún bjóði sig fram til formanns. Þrátt fyrir stórt fylgistap bjóði staða flokksins upp á tækifæri í þeim miklu breytingum sem væru að eiga sér stað í innaríkis- og utanríkismálum. Þá óttast hún að ný aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu endi sem bjölluat og ferlið reynast nýrri ríkisstjórn fjötur um fót. Innlent 1. febrúar 2025 08:01
Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hefur verið ráðinn starfsmaður Miðflokksins. Innlent 31. janúar 2025 20:58
Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett drög að reglugerð um endurskoðun á vöruúrvali, innkaupum og dreifingu ÁTVR á áfengi, í samráðsgátt. Innlent 31. janúar 2025 16:31
Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun halda þingflokksherbergi sínu í Alþingishúsinu og er því ljóst að ekkert verður af áður „boðuðu setuverkfalli“. Innlent 31. janúar 2025 14:35
Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Fyrrverandi dómsmálaráðherra verður varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Innlent 31. janúar 2025 10:56
Taka ákvörðun í mars um hvort flokksþingi verði flýtt Miðstjórn Framsóknarflokksins mun koma saman til fundar „um eða upp úr miðjum mars“. Þar verður tekin ákvörðun um hvort flokksþingi verði flýtt. Innlent 31. janúar 2025 10:17
Sjáðu herbergið sem Samfó vill en Sjallar neita að yfirgefa Deilur standa nú yfir á þingi um hvort Sjálfstæðisflokkurinn eigi að víkja úr stærsta þingflokksherberginu, sem Samfylkingin ásælist. Samfylkingin er nú stærsti flokkurinn, en Sjálfstæðismenn segja það engu máli skipta. Innlent 30. janúar 2025 22:30
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. Innlent 30. janúar 2025 21:21
Lilja útilokar ekki formannsframboð og vill flýta flokksþingi Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að hún bjóði sig fram til embættis formanns flokksins fyrir næsta flokksþing sem hún vill flýta. Flokkurinn verði að bregðast við miklum breytingum í innanlands- og utanríkismálum. Innlent 30. janúar 2025 14:05
Sterk tilfinningabönd Sjálfstæðismanna við herbergið koma Guðmundi Ara í opna skjöldu Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar er undrandi á því hversu fast Sjálfstæðismenn vilja halda í þingflokksherbergi sitt. Innlent 30. janúar 2025 11:39