„Vonbrigði“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar segist telja að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Guðbrandi Einarssyni að segja af sér þingmennsku. Hún segir hann nú fá svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskyldu sína. Innlent 16.1.2026 14:31
Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Varaformaður Miðflokksins vill að nánast verði alfarið komið í veg fyrir að fólk utan evrópska efnahagssvæðisins komi til Íslands. Fyrir því séu meðal annars „menningarlegar“ ástæður. Innlent 16.1.2026 14:03
Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, hefur sagt af sér þingmennsku vegna tilraunar til að kaupa vændi árið 2012. Prófessor í stjórnmálafræði segir það gríðarlega sjaldgæft að þingmenn segi af sér. Innlent 16.1.2026 12:48
Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Íslenska krónan stendur í vegi fyrir að hægt sé að ráðast í stórar innviðaframkvæmdir að mati þingmanns Viðreisnar. Innlent 15. janúar 2026 13:56
Grín sendiherrans ógni Íslandi Þingmaður Viðreisnar telur grín mögulegs sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi ógna fullveldi smárra ríkja á við Ísland. Útvarpsmaður hefur efnt til undirskriftarlista til að fá utanríkisráðherra til að hafna sendiherranum. Innlent 15. janúar 2026 11:48
Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Afnám áminningarskyldu opinberra starfsmanna er meðal frumvarpa sem lagt verður fyrir þingið nú í vor. Fjármála- og efnahagsráðherra talar fyrir breytingunum sem hlutu harða gagnrýni verkalýðsfélaga. Innlent 15. janúar 2026 10:39
Afnám jafnlaunavottunar Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun. Skoðun 15. janúar 2026 08:00
„Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Formaður Miðflokksins segist hafa varað fjármála- og efnahagsráðherra við því að breytingar á gjaldheimtu af ökutækjum myndi auka verðbólgu, líkt og Landsbankinn hefur gefið út spá um. Þá segir hann stefna í kreppuverðbólgu á Íslandi. Ráðherra segir hann greinilega búa yfir meiri upplýsingum en ráðuneytið, fyrst hann geti fullyrt að spáð verðbólguaukning orsakist aðeins af breytingum á gjaldheimtu. Þá frábiður hann sér allt tal um kreppuverðbólgu. Viðskipti innlent 14. janúar 2026 16:13
Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári. Innlent 14. janúar 2026 15:55
„Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Frumvarp að nýjum búvörulögum er skref í rétta átt að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann segir miður að ráðherra virðist hafa látið undan þrýstingi og tekið sé minna skref en þegar frumvarpsdrög voru birt. Innlent 14. janúar 2026 12:42
Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Alþingi kemur saman í dag í fyrsta sinn eftir jólafrí. Þingfundur hefst klukkan 15 en á dagskrá er meðal annars minningarstund vegna Sturlu Böðvarssonar, fyrrverandi þingmanns og forseta Alþingis. Innlent 14. janúar 2026 06:57
Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. Innlent 13. janúar 2026 12:00
Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Forsætisnefnd Alþingis mun taka fyrir tilkynningar um EKKO-mál af hálfu ríkisendurskoðanda. Sérstakt verklag hefur verið útbúið fyrir meðferð tilkynninganna. Forseti Alþingis segir verklagið í samræmi við opinbert verklag. Ekki liggur fyrir hversu margar kvartanir hafa borist. Innlent 13. janúar 2026 11:04
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. Innlent 12. janúar 2026 23:23
Sturla Böðvarsson er látinn Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar. Innlent 12. janúar 2026 06:01
„Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir helstu ógnina sem stafi að Íslandi í tollamálum vera frá Evrópu, ekki Bandaríkjunum. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ekkert annað í stöðunni en að halla sér meira að ESB vegna þeirrar upplausnar sem sé á alþjóðasviðinu. Innlent 11. janúar 2026 16:33
Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti landsmanna er hlynntur upptöku viðræðna við Evrópusambandið samkvæmt könnun Maskínu. Könnunin var gerð í desember og prófessor í stjórnmálafræði telur líklegt að afstaða fólks sé að taka hröðum breytingum samhliða vendingum á alþjóðavísu. Geri megi ráð fyrir algjörri uppstokkun í umræðu um kosti og galla aðildar. Innlent 11. janúar 2026 12:20
Íþróttaskuld Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Skoðun 10. janúar 2026 13:32
Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Stjórnarandstaðan mætir tilbúin til leiks þegar þing kemur saman á miðvikudag. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir áhyggjuefni hversu mikil áhersla er á utanríkis- og Evrópumál og Snorri Másson, varaformaður og þingmaður Miðflokksins, segir engan trúverðugleika innan ríkisstjórnar um menntamál. Innlent 10. janúar 2026 09:45
Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í kjölfar afsagnar Guðmundar Inga Kristinssonar sem mennta- og barnamálaráðherra. Hann telur fyrri störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar hafa veitt sér góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Meðal fyrstu verkefna verður að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága. Innlent 9. janúar 2026 12:12
„Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ Innlent 9. janúar 2026 12:08
Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sigurjón Þórðarson verður formaður fjárlaganefndar og Ásthildur Lóa Þórsdóttir verður nýr þingflokksformaður Flokks fólksins eftir breytingar sem gerðar verða á ráðherraliði flokksins. Á móti tekur Lilja Rafney Magnúsdóttir við formennsku í atvinnuveganefnd af Sigurjóni. Stefnt er að því að Ragnar Þór Ingólfsson taki embætti félags- og húsnæðismálaráðherra á ríkisráðsfundi um helgina og þá tekur Inga Sæland alfarið yfir embætti mennta- og barnamálaráðherra eftir brotthvarf Guðmundar Inga Kristinssonar úr ráðherrastóli. Innlent 9. janúar 2026 08:13
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. Innlent 9. janúar 2026 06:00
Ragnar Þór verður ráðherra Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. Innlent 8. janúar 2026 18:57