Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40
Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15.12.2025 19:32
Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15.12.2025 19:12
Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Innlent 15. desember 2025 12:01
EES: ekki slagorð — heldur réttindi Varaformaður Miðflokksins steig í pontu Alþingis nýlega og talaði um að “taka stjórn” á landamærunum með því að hefta innflutning EES-fólks, og sagði beinlínis að ef það gengi ekki þá þyrfti að skoða að segja EES-samningnum upp. Skoðun 15. desember 2025 10:00
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14. desember 2025 23:00
Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. Innlent 14. desember 2025 17:43
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert er því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í sameiginlegum drónakaupum hinna Norðurlandanna sé vilji til þess. Utanríkisráðuneytið fylgist með framvindu kaupanna. Innlent 14. desember 2025 15:54
Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, sakar Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um lögbrot með því að hafa í nokkrum tilvikum farið út fyrir framkvæmdaheimildir sínar. Hún segir umhugsunarvert að forsætisráðherra verji aðgerðir samráðherra sinna þegar þeir fari út fyrir heimildir sínar. Innlent 14. desember 2025 12:18
„Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns tók við sem fyrsti formaður Pírata í lok síðasta mánaðar. Oktavía er jafnframt fyrsti stjórnmálaleiðtoginn sem er kynsegin. Hán leggur mikla áherslu á öryggi, menningu og að fjölbreytileikinn fái að skína. Hán ólst upp í Danmörku og segist stundum eiga erfitt með að skilja íslenska kaldhæðni. Innlent 13. desember 2025 21:30
Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þingheimur fundar í dag, laugardag, en þingfundadögum í desember var fjölgað í upphafi mánaðar sökum anna. Innlent 13. desember 2025 10:51
Þau fái heiðurslaun listamanna Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur lagt til að Ágúst Guðmundsson leikstjóri, Ragnheiður Jónsdóttir myndlistarmaður, og Þórarinn Eldjárn rithöfundur fái heiðurslaun listamanna. Innlent 13. desember 2025 10:27
Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst ekki beita sér fyrir auknum sveigjanleika vegna tilhögunar fæðingarorlofs þótt hennar persónulega skoðun sé að ríkisvaldið ætti að sleppa forræðishyggjunni í þeim efnum. Þá sé ekki einhugur í ríkisstjórninni í málaflokknum. Innlent 12. desember 2025 21:03
„Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. Innlent 12. desember 2025 17:51
Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos. Innlent 12. desember 2025 17:26
Svandís stígur til hliðar Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, hyggst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Vinstri grænna á næsta landsfundi flokksins. Hún hefur verið formaður í rúmt ár. Innlent 12. desember 2025 16:57
Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Laufey Rún Ketilsdóttir hefur látið af störfum fyrir þingflokk Miðflokksins. Laufey hóf störf fyrir þingflokkinn í október í fyrra en þar áður gegndi hún starfi upplýsingafulltrúa Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Innlent 12. desember 2025 14:08
Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin EES-samningurinn var fyrirferðamikill í umræðum um störf þingsins í morgun. Þingmenn Viðreisnar segja það hafa gríðarlega slæm áhrif að ganga úr samstarfinu, en þingmaður Miðflokksins gagnrýnir að stjórnarflokkar séu ekki reiðubúnir að taka umræðuna um málið. Innlent 12. desember 2025 13:10
Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Allsherjarvarnir og öryggisviðbúnaður voru ofarlega á baugi þegar forsætisnefnd Norðurlandaráðs hittist á fundi á Íslandi fyrr í þessari viku. Nefndin heimsótti meðal annars varnarsvæðið á Keflavíkurflugvelli og kynnti sér varnarsamstarf Íslands við bandalagsríki. Fulltrúi Íslands í nefndinni segir staðsetningu Íslands mikilvæga í hernaðarlegu tilliti og því hafi mikla þýðingu að fundur nefndarinnar hafi farið fram hér á landi. Innlent 12. desember 2025 08:45
Vindmyllur Þórðar Snæs Framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, Þórður Snær Júlíusson, birtir reglulega pistla á þessum vettvangi og öðrum um það hversu mjög stoltur hann er af ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og móðgaður yfir framferði stjórnarandstöðunnar. Skoðun 12. desember 2025 08:16
Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Hugtak um fjöldabrottflutning fólks af erlendum uppruna sem var þar til nýlega bundið við ystu hægri öfgar í Evrópu er byrjað að láta á sér kræla í íslenskri stjórnmálaumræðu. Varaþingmaður Miðflokksins gerði því nýlega skóna að reka íslenskan ríkisborgara úr landi í samfélagsmiðlafærslu. Innlent 12. desember 2025 06:47
Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Miklar vegabætur er ráðgerðar á Vestfjörðum á næstu fimmtán árum, þar á meðal þrenn ný jarðgöng, samkvæmt nýbirtri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar. Þá verður Bíldudalur tengdur Dynjandisheiði með bundnu slitlagi. Innlent 11. desember 2025 21:51
Björn Dagbjartsson er látinn Björn Dagbjartsson, verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra og alþingismaður, er látinn 88 ára að aldri. Innlent 11. desember 2025 18:07
Vill skoða úrsögn úr EES Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, telur hagsmunum Íslands betur borgið utan EES ef innflytjendum á Íslandi heldur áfram að fjölga örar en Íslendingum. Þingflokksformaður Viðreisnar segir hugmyndir Snorra vanhugsaðar og sakar Miðflokkinn um að vilja svipta Íslendinga þeim réttindum sem EES tryggi þeim. Innlent 11. desember 2025 16:06