„Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Ingibjörg Isaksen, þingkona Framsóknarflokksins, segir ljóst að þjónusturof verði hjá þeim sem þegið hafa þjónustu hjá Janusi endurhæfingu síðustu misseri. Úrræðinu verður lokað í lok mánaðar. Alls þiggja 55 þjónustu hjá úrræðinu sem er þverfagleg geðræn endurhæfing. Innlent 17.5.2025 14:01
Málþóf og/eða lýðræði? Undirrituð er óðum að munstra sig í hlutverk sitt á háttvirtu Alþingi okkar Íslendinga. Ég kem inn í annað sinn sem varaþingmaður fyrir minn góða flokk, Flokk fólksins. Nú þegar líður að sumarfríi þá taka þingmál að dragast á langinn. Þetta er eitthvað sem að jafnaði fylgir þessum tíma árs. Skoðun 16.5.2025 07:30
Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Á miðvikudag fór fram síðari umræða á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra um fullgildingu fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Konungsríkisins Taílands. Umræðan stóð yfir í rúmar fjórar klukkustundir, frá 16:50 til 20:59. Skoðun 16.5.2025 07:02
Að mása sig hása til að tefja Hvernig er í nýju vinnunni er spurning sem ég fæ mjög reglulega þessa dagana. Ég get sagt mjög margt um nýju vinnuna sem ég er ákaflega stolt af, eins og það hvað hér er mikið af öflugu fólki úr ólíkum áttum, verkefnin eru bæði spennandi og krefjandi og ég fæ að kynnast vel ýmsum krókum og kimum samfélagsins á allt annan hátt en áður en ég byrjaði að vinna sem þingkona. Skoðun 15. maí 2025 07:01
„Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi spjótum sínum að nikótínpúðum undir liðnum störf þingsins í dag. Notkun slíkra nikótínpúða hefur aukist til muna hin síðustu ár. Innlent 14. maí 2025 17:06
Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Innlent 14. maí 2025 16:37
Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Undanfarnar vikur hefur ný ríkisstjórn talað hátt og snjallt um aðgerðir gegn húsnæðisskorti, en í skjóli þess hefur hún lagt fram frumvarp sem skerðir verulega möguleika bænda til að stunda heimagistingu – eina af fáum tekjulindum sem styður við búsetu í dreifbýli. Skoðun 14. maí 2025 10:32
„Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu. Innlent 13. maí 2025 18:55
Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, bað Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta þingsins, að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“. Það gerði hann í tilefni af því að tveir þingmenn, Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, héldu ræður á þingi sem beint var að þingmanni Miðflokksins, Karli Gauta Hjaltasyni og létu hann ekki vita. Innlent 13. maí 2025 15:31
Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í dag undir dagskrárliðnum fundarstjórn forseta undan því að nefndarstarf gangi illa í sumum nefndum, sérstaklega í velferðarnefnd. Formaður nefndarinnar er Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir sem er þingkona Flokks fólksins. Innlent 13. maí 2025 14:37
Stærð er ekki mæld í sentimetrum Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Skoðun 13. maí 2025 11:16
Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Þingflokksformaður Miðflokksins segir koma sér á óvart að Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra hafi verið á vinnufundi á vegum Viðreisnar í Smiðju meðan stjórnarandstaðan boðaði hann á þingfund á laugardag. Það sé ekki Daða að meta hvaða fundir séu mikilvægari en aðrir þegar hann er boðaður með þessum hætti. Innlent 12. maí 2025 20:48
Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Fjármálaráðherra segist ekki geta lýst því hvers vegna ríkið gerði kröfu um að Heimaklettur og hlíðar Herjólfsdals, ásamt úteyjum og skerjum við Heimaey, yrðu þjóðlendur. Innlent 12. maí 2025 20:18
Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Á Alþingi eru mörg stór og mikilvæg mál til umræðu. Eitt þeirra er stórt baráttumál Samfylkingarinnar sem fór mikið fyrir í aðdraganda síðustu kosninga. Staðan á fasteignamarkaði hér á landi er fjarri því að vera góð, skortur hefur verið á húsnæði til búsetu á sama tíma og ferðamannastraumur til landsins hefur verið sem mestur. Skoðun 12. maí 2025 17:30
Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Þingflokksformaður Samfylkingarinnar sakar stjórnarandstöðuna um pólitískan leik með því að hafa látið sig hverfa af þingfundi áður en Daði Már Kristófersson starfandi atvinnuvegaráðherra mætti til að svara umræðum þeirra á laugardag. Hann segir það algilda venju að breytingartillögum um nefndarvísan sé frestað milli þingfunda. Daði segist hafa haft öðrum skyldum að gegna. Innlent 12. maí 2025 16:21
Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Tillaga um að vísa frumvarpi atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld til efnahags- og viðskiptanefndar frekar en atvinnuveganefndar verður tekin fyrir á Alþingi í dag. Formaður atvinnuveganefndar telur að þing verði að störfum fram í júlí, hið minnsta. Innlent 12. maí 2025 12:25
Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður segir ekki eðlilegt hvað Ágústa Johnson konan hans hefur fengið ómaklega umfjöllun bara af því að hann er í stjórnmálum. Innlent 12. maí 2025 11:52
Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Það var líf og fjör hjá þotuliði aðal skvísa landsins um helgina þegar alþingiskonur, plötusnúðar, leikkonur, læknar og fleiri til skelltu sér saman í hestaferð. Lífið 12. maí 2025 10:55
„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Innlent 11. maí 2025 00:19
„Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Innlent 10. maí 2025 19:01
Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar. Innlent 10. maí 2025 15:44
Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald fari fyrir efnahags- og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar að lokinni fyrstu umræðu. Hún lagði til að atkvæðagreiðsla þess efnis fari fram. Innlent 10. maí 2025 13:12
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Í liðinni viku var sett met. Þá gerðu stjórnarandstöðuflokkar landsins – Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Miðflokkur – sér lítið fyrir og fóru með fyrstu umræðu um frumvarp um leiðréttingu veiðigjalda í um 27 klukkustundir. Skoðun 10. maí 2025 07:01
Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun vegna gagnaþjófnaðarins frá sérstökum saksóknara. Ríkissaksóknari hefur sagt sig frá rannsókn málsins og vísað því til lögreglunnar á Suðurlandi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar. Innlent 9. maí 2025 18:57