Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Af­leiðingarnar velti á Flokki fólksins

Prófessor emeritus í stjórnamálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Aukið við sóun með ein­hverjum ráðum

Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mæltu komu „spilltrar“ der Leyen

Hópur fólks mótmæli komu Ursulu Von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til landsins á Austurvelli í dag. Hún mætir til landsins á miðvikudag, meðal annars til að funda með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Þagnarbindindi í ræðu­stól Al­þingis

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu.

Innlent
Fréttamynd

Oscar einn af fimm­tíu sem fá ís­lenskan ríkis­borgara­rétt

Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí.

Innlent
Fréttamynd

Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkis­stjórninni að falli

Alþingi lýkur störfum í dag með fjórum þingfundum og sögulegar umræður um veiðigjöld verða að óbreyttu leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu. Formenn stjórnarandstöðuflokka saka ríkisstjórnina um þöggunartilburði og spá því að málið verði henni að lokum að falli. Forseti Alþingis vonar að þingheimur nái að starfa betur saman næsta vetur.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur mál kláruð fyrir þing­slit: „Skyn­sam­leg lúkning sem for­seti leggur til“

Þingflokksformaður Miðflokksins segir forseta Alþingis hafa lagt fram tillögu að þinglokum sem allir gátu fallist á. Fjögur mál verði kláruð á mánudag: veiðigjaldafrumvarp, mál jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, fjármálaáætlun og afgreiðsla ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Flokks fólksins segir jákvætt að geta klárað þingið með samkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Þinglokasamningur í höfn

Samið hefur verið um þinglok Alþingis mánudaginn 14. júlí en þingið hefur tafist fram á sumar vegna djúpstæðs ágreinings um afgreiðslu veiðigjaldafrumvarpsins. Veiðigjaldafrumvarpið mun fara í gegn auk frumvarps um jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Innlent
Fréttamynd

Minnis­blað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“

Starfsmenn þingflokks Flokks fólksins óskuðu eftir upplýsingum um tilurð 71. greinar þingskapalaga og hvenær ákvæðinu hefði verið beitt og barst minnisblað frá skrifstofu Alþingi tveimur dögum eftir að fyrsta umræða um veiðigjöldin hófst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar flykktust í ræðustól Alþingis í dag til að krefjast svara.

Innlent
Fréttamynd

Þing­fundur hafinn eftir í­trekaðar frestanir

Þingfundi Alþingis var ítrekað verið frestað í dag en hófst hann loks á fjórða tímanum. Varaforsetar þingsins hafa skiptust á að mæta í stól forsetans og tilkynna hverja frestunina á fætur annarri. 

Innlent
Fréttamynd

Leggja til að veiðigjaldið verði inn­leitt í skrefum

Þriðja umræðan um frumvarp atvinnuvegaráðherra hefst í dag eftir að 71. grein þingskapalaga var beitt í gær til að ljúka annarri umræðu. Frumvarpið fór fyrir atvinnuveganefnd í gær sem leggur til að veiðigjöldin verði innleidd í skrefum.

Innlent
Fréttamynd

Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“?

Sjötugasta og fyrsta grein þingskaparlaga er vafalaust umtalaðasta lagaákvæðið á Íslandi þessa stundina. Beiting greinarinnar felst í því að forseti Alþingis getur annars vegar sett þinginu tímamörk á ræðutíma í umræðum um ákveðið mál eða lagt til a umræðum verði hætt og gengið strax til atkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Sóvésk sápuópera

Það er öllum ljóst að nú er breytt ástand í stjórnmálum. Miðað við hegðun og orðræðu meirihlutans mætti halda að hér hefði verið skrifað leikrit og það sett á svið á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

„Liggur al­veg ljóst fyrir að þetta frum­varp er drasl“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi: Lýðræðisákvæði eða kjarn­orku­sprengja?

Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis.

Innlent