Ný orkuspá Íslands
Ný orkuspá Íslands fyrir árin 2025-2050 var kynnt í Hörpu í morgun. Þar ítrekaði forstjóri Landsnets mikilvægi þess að styrkja flutningkerfið og umhverfisráðherra tók undir og sagði helstu áskoranir lúta að flutningstakmörkunum raforku.