Þingmaður segir hegðun ráðherra hættulega

Menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embætti skólameistara Borgarholtsskóla sem Ársæll Guðmundsson hefur gegnt í níu ár. Ársæll hefur verið gagnrýninn á fyrirhugaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu er lúta að nýju stjórnsýslustigi auk þess sem hann greindi samstarfsfólki frá umdeildu símtali formanns Flokks fólksins er varðaði týnt skópar barnabarns hennar en málið rataði síðar í fréttir.

9
03:48

Vinsælt í flokknum Fréttir