Akraborgin- „Mér var boðin vinna á saumastofu“

Pétur Pétursson, fyrrverandi þjálfari hjá KR og íslenska karlalandsliðinu var í ítarlegu viðtali í Akraborginni í dag. Þar fór hann yfir það hvernig það kom til að hann fór frá ÍA til KR á sínum tíma en forráðamenn ÍA buðu honum starf á saumastofu, hálfan daginn, eitthvað sem Pétur sætti sig ekki við. Hann segist hafa drukkið of mikið og reykt of mikið á ferlinum en er þó á engan hátt þjakaður af eftirsjá. Þá ræddi hann einnig um þá gagnrýni sem hann og Ólafur Jóhannesson hafa mátt sitja undir vegna stjórnarhátta þeirra á meðan þeir voru með landsliðið.

8198
21:34

Vinsælt í flokknum Akraborgin