Þjálfari Celtic segir að fáir hafi haft trú á liðinu
Skoska meistaraliðið Celtic á enn möguleika á að komast í 16-liða úrslit í Meistaradeild Evrópu en lokaumferðin í riðlakeppninni fer fram í kvöld. Lennon sagði á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Spartak Moskvu að fáir hafi átt von á því að Celtic gæti náð árangri í Meistaradeildinni.