Ísland tekur þátt í arkitektasýningu Feneyjartvíæringsins
Íslenski skálinn á alþjóðlegri arkitektasýningu Feneyjartvíæringsins var opnaður í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt og nú með verkefninu Lavaforming. Það er sagt byggt á hugmynd um mögulega framtíð þar sem rennandi hraun er notað sem byggingarefni mannvirkja og borga. Arnhildur Pálmadóttir fer fyrir sýningunni og nýtir þar margra ára rannsónir á arkitektúr og umhverfismálum.