Ísraelar undirbúa hertar aðgerðir
Stjórnvöld í Ísrael hafa samþykkt hernaðaraðgerðir sem felast í aukinni viðveru hersins á Gasa. Haft er eftir heimildamönnum að Ísraelar ætli að leggja svæðið undir sig og halda því um óákveðinn tíma en talsmaður ísraelsstjórnar hafnaði því þó í dag að um hernám væri að ræða.