Ísland í dag - Þarf ekki rafmagn í 17 fermetra húsinu sínu

Hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hefur verið að sýna okkur hvernig hún breytti 10 fermetra smáhýsi í 17 fermetra snilldar hús með lausnum sem eru engu líkar. Ekkert rafmagn er í húsinu eða rennandi vatn og var því smíðaður ótrúlega flottur útikamar. Síðasta útspil hönnuðarins er stórt úti kattabúr sem hún smíðaði tengt húsinu fyrir kettina að hoppa inn í og út úr og sólarljós í kringum húsið fyrir veturinn þar sem ljósin hlaða sig yfir daginn og lýsa svo allt upp á kvöldin og nóttunni. Og svo tók Guðrún gamlan Ikea skáp og gerði eins og nýjan og mjög flottan. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði nýjasta útspil hönnuðarins í smáhýsinu.

211
14:15

Vinsælt í flokknum Ísland í dag