Engin íþróttaiðkun í boði fyrir hreyfihömluð börn
Engin íþróttaiðkun er í boði fyrir hreyfihömluð börn sem veldur vanlíðan og félagslegri einangrun að sögn hreyfihamlaðra unglinga. Þá segja þau að skólar þurfi að huga betur að aðgengismálum en dæmi eru um að þau komist ekki með í skólaferðir þar sem ekki hefur verið hugsað fyrir þörfum þeirra.