Jólasaga - Sigríður Hagalín Björnsdóttir

„Ég held að bækurnar mínar séu alltaf pínulítið um heimsendi og það hvort það megi hafa gaman á meðan heimurinn er að farast,“ segir rithöfundurinn og fréttakonan Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Hún segir skáldskapinn og menninguna öflugt tæki til að skilja og skoða heiminn en eftirminnilegasta jólabók sem hún hefur lesið er Halastjarnan eftir Tove Jansson, sem hún las sem krakki. Þar horfast múmínálfarnir í augu við heimsendi og velta fyrir sér hvort það megi þó hafa gaman á meðan slík tilvistarógn ríkir. Niðurstaða Sigríðar er að nauðsynlegt sé að hafa gaman. Sigríður sendi frá sér bókina Deus fyrir jólin sem fjallar meðal annars um samband mannsins við gervigreindina en hún er viðmælandi í aðventuþættinum Jólasaga þar sem hún ræðir meðal annars um tækniþróun, von og æðruleysi, jólahefðir, viðtengingarháttinn og ýmislegt fleira.

6290
14:38

Næst í spilun: Jólasaga

Vinsælt í flokknum Jólasaga