3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar 30. janúar 2026 13:00 Síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók við völdum í Hafnarfirði árið 2014 hefur hann markvisst lækkað fasteignagjöld á bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef ekkert hefði verið gert væru álögur á Hafnfirðinga um 3.700 milljónum hærri á árinu 2026 en þær voru þegar við tókum við 2014. Það eru verulega há fjárhæð. Ef við deilum upphæðinni jafnt á alla íbúa bæjarins, þá eru það um hundrað og tíu þúsund krónur á hvern einasta íbúa á ári, eða fjögur hundruð og fjörutíu þúsund á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það munar um minna fyrir vinnandi fólk í Hafnarfirði. Gríðarlegar upphæðir Þessar lækkanir á sköttum og gjöldum Hafnfirðinga eru gríðarlegar. Sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði heiti ég því að við munum halda áfram á sömu braut. Við munum gæta aðhalds og varkárni í meðferð á fjármunum bæjarbúa og lækka bæði skatta og gjöld eins og mögulegt er. Ég tek mjög alvarlega þá ábyrgð sem okkur er falin með því að ráðstafa tugum milljarða af skattpeningum á hverju ári. Spyrjum hvað ef? Hvernig ætli staðan væri ef vinstrimenn hefðu farið með völdin hér á síðustu árum? Það er auðvitað nærtækast að horfa til Reykjavíkur þar sem vinstrimenn hafa ráðið ríkjum frá árinu 2010. Þar hefur nálgunin verið gjörólík og íbúar og fyrirtæki fengið að finna fyrir stórauknum gjöldum vegna stöðugt hækkandi fasteignamats. Í Reykjavík hefur álagningin ekki verið lækkuð. Vatnsgjöld og holræsagjöld þar eru innheimt í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur en fyrirtækið virðist hafa innheimt gjöld langt umfram það sem leyfilegt er og liggur nú á 25.000 milljóna sjóði í reiðufé. Það er vel í lagt hjá fyrirtæki sem ekki má innheimta hærri gjöld en það sem þjónustan raunverulega kostar. Það skiptir máli hverjir stjórna Það sést auðvitað vel á þessum samanburði hversu miklu máli það skiptir hverjir stjórna bænum. Við Sjálfstæðismenn höfum alltaf einsett okkur að fara vel með fjármuni bæjarbúa. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að skattar og gjöld koma úr vösum almennings, sem ber samfélagið á herðum sér. Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin lagt til hækkun á útsvari í öll fjögur skiptin sem fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt. Þær tillögur eru auðvitað skýrt dæmi um áherslur vinstrimanna. Við höfum lækkað álagninguna á hverju ári, jafnt og þétt. Vatnsgjald hefur farið úr 0,105% í 0,035%, holræsagjald úr 0,195% í 0,093% og fasteignaskatturinn úr 0,28% í 0,199%. Samtals hafa þessi gjöld á íbúðarhúsnæði lækkað úr 0,58% niður í 0,327%. Það munar heldur betur um minna! Á atvinnuhúsnæði hafa gjöldin farið úr 1,95% niður í 1,535% og þar með varð sú álagning ein sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Áfram fyrir Hafnarfjörð Skatttekjur eru að sjálfsögðu nauðsynlegar til þess að við getum haldið uppi þjónustu við bæjarbúa og rekið það góða samfélag sem við höfum byggt upp. En við Sjálfstæðismenn leggjum ekki síður áherslu á ráðdeild og hagkvæman rekstur. Heilbrigður bæjarsjóður er grunnstoð þess fyrirmyndarsamfélag sem við viljum búa í. Á þeim grunngildum munum við vinna áfram fyrir Hafnarfjörð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók við völdum í Hafnarfirði árið 2014 hefur hann markvisst lækkað fasteignagjöld á bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef ekkert hefði verið gert væru álögur á Hafnfirðinga um 3.700 milljónum hærri á árinu 2026 en þær voru þegar við tókum við 2014. Það eru verulega há fjárhæð. Ef við deilum upphæðinni jafnt á alla íbúa bæjarins, þá eru það um hundrað og tíu þúsund krónur á hvern einasta íbúa á ári, eða fjögur hundruð og fjörutíu þúsund á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Það munar um minna fyrir vinnandi fólk í Hafnarfirði. Gríðarlegar upphæðir Þessar lækkanir á sköttum og gjöldum Hafnfirðinga eru gríðarlegar. Sem oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði heiti ég því að við munum halda áfram á sömu braut. Við munum gæta aðhalds og varkárni í meðferð á fjármunum bæjarbúa og lækka bæði skatta og gjöld eins og mögulegt er. Ég tek mjög alvarlega þá ábyrgð sem okkur er falin með því að ráðstafa tugum milljarða af skattpeningum á hverju ári. Spyrjum hvað ef? Hvernig ætli staðan væri ef vinstrimenn hefðu farið með völdin hér á síðustu árum? Það er auðvitað nærtækast að horfa til Reykjavíkur þar sem vinstrimenn hafa ráðið ríkjum frá árinu 2010. Þar hefur nálgunin verið gjörólík og íbúar og fyrirtæki fengið að finna fyrir stórauknum gjöldum vegna stöðugt hækkandi fasteignamats. Í Reykjavík hefur álagningin ekki verið lækkuð. Vatnsgjöld og holræsagjöld þar eru innheimt í gegnum Orkuveitu Reykjavíkur en fyrirtækið virðist hafa innheimt gjöld langt umfram það sem leyfilegt er og liggur nú á 25.000 milljóna sjóði í reiðufé. Það er vel í lagt hjá fyrirtæki sem ekki má innheimta hærri gjöld en það sem þjónustan raunverulega kostar. Það skiptir máli hverjir stjórna Það sést auðvitað vel á þessum samanburði hversu miklu máli það skiptir hverjir stjórna bænum. Við Sjálfstæðismenn höfum alltaf einsett okkur að fara vel með fjármuni bæjarbúa. Við gerum okkur fulla grein fyrir því að skattar og gjöld koma úr vösum almennings, sem ber samfélagið á herðum sér. Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin lagt til hækkun á útsvari í öll fjögur skiptin sem fjárhagsáætlun hefur verið samþykkt. Þær tillögur eru auðvitað skýrt dæmi um áherslur vinstrimanna. Við höfum lækkað álagninguna á hverju ári, jafnt og þétt. Vatnsgjald hefur farið úr 0,105% í 0,035%, holræsagjald úr 0,195% í 0,093% og fasteignaskatturinn úr 0,28% í 0,199%. Samtals hafa þessi gjöld á íbúðarhúsnæði lækkað úr 0,58% niður í 0,327%. Það munar heldur betur um minna! Á atvinnuhúsnæði hafa gjöldin farið úr 1,95% niður í 1,535% og þar með varð sú álagning ein sú lægsta á höfuðborgarsvæðinu. Áfram fyrir Hafnarfjörð Skatttekjur eru að sjálfsögðu nauðsynlegar til þess að við getum haldið uppi þjónustu við bæjarbúa og rekið það góða samfélag sem við höfum byggt upp. En við Sjálfstæðismenn leggjum ekki síður áherslu á ráðdeild og hagkvæman rekstur. Heilbrigður bæjarsjóður er grunnstoð þess fyrirmyndarsamfélag sem við viljum búa í. Á þeim grunngildum munum við vinna áfram fyrir Hafnarfjörð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar