Veður

Mildri austan­átt beint til landsins

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður víða núll til sjö stig yfir daginn í dag.
Hiti verður víða núll til sjö stig yfir daginn í dag. Vísir/Vilhelm

Austan hvassviðri eða stormur var enn syðst á landinu í nótt, en þar er nú farið að lægja. Annars staðar var mun hægari vindur.

Á vef Veðurstofunnar segir að mjög víðáttumikið lægðasvæði suður- og suðvestur í hafi muni áfram beina fremur mildri austanátt í dag til landsins , með rigningu eða slyddu öðru hverju sunnan- og austanlands.

Hiti verður víða núll til sjö stig yfir daginn í dag.

„Á morgun er spáð norðaustan og austan golu eða kalda. Skúrir eða él austantil, en víða bjart vestanlands. Heldur kólnandi.

Það er ekki búist við miklum breytingum á laugardag. Skýjað veður og él á stöku stað, en lengst af léttskýjað suðvestantil á landinu. Víða vægt frost,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðaustan og austan 3-10 m/s. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands fram eftir degi, annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.

Á laugardag: Gengur í austan 8-15 við suðurströndina, annars hægari vindur. Skýjað með köflum og stöku skúrir eða él, en lengst af bjart um landið suðvestanvert. Kólnar heldur.

Á sunnudag: Austan og suðaustan 5-13 og rigning eða slydda með köflum, hiti 0 til 6 stig. Þurrt norðanlands og frost víða 0 til 5 stig þar.

Á mánudag og þriðjudag: Austlæg átt og dálitlar skúrir eða él, en lengst af þurrt norðan- og vestanlands. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á miðvikudag: Austanátt og bjart veður, en skýjað og stöku él austantil. Heldur kaldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×