Handbolti

Haukur í hópnum gegn Slóvenum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haukur hefur verið öflugur á EM en fengið slæm högg í leikjum Íslands.
Haukur hefur verið öflugur á EM en fengið slæm högg í leikjum Íslands. EPA/Cornelius Poppe

Haukur Þrastarson er í leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Slóveníu. Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hafði greint frá því að hann væri tæpur en hann stóðst læknisskoðun fyrir leik.

Elvar Ásgeirsson var skráður til leiks á EM í dag, líkt og greint var frá í morgun. Arnór sagði það vera varúðarráðstöfun vegna stöðunnar á Hauki.

Haukur fékk högg í leik gærdagsins eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í leik Íslands við Króatíu nokkrum dögum fyrr.

Leikmannahópur Íslands hefur nú verið opinberaður og Haukur í honum. Elvar Ásgeirsson er áfram utan hóps líkt og Andri Már Rúnarsson.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Leikmannahópur Íslands:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×