Menning

Krist­rún og Isabelle Huppert flottar á opnun

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Katrín Elvarsdóttir listakona í fjöri á sýningaropnun á Listasafni Reykjavíkur.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Katrín Elvarsdóttir listakona í fjöri á sýningaropnun á Listasafni Reykjavíkur. Hildur Inga Björnsdóttir

Það var margt um manninn og menningarlífið iðaði á tvöfaldri listasýningaropnun Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. 

Það voru annars vegar sýningin Hraunmyndanir eða Lavaforming sem er framlag Íslands til arkitektatvíæringsins 2025 og vakti mikla athygli í Feneyjum og hins vegar sýningin Blómstrandi framtíð á verkum Katrínar Elvarsdóttur. 

Katrín beinir sjónum sínum að plöntum sem hafa ferðast milli heimkynna. Í forgrunni eru þrjár plöntutegundir, kirsuberjatré, bananatré og fenjagreni sem hver um sig býr yfir langri og áhugaverðri sögu sem tengir saman ólíkar heimsálfur.

Er um að ræða mjög áhrifamikla sýningu þar sem ljósmyndir af þessum exótísku plöntum taka á sig margslungnar myndir.

Hér má sjá vel valdar myndir af þessari fjörugu tvöföldu opnun: 

Troðfullt út úr dyrum.Hildur Inga Björnsdóttir
Björg Skarphéðinsdóttir, Arnar Skarphéðinsson, Halldór Ásgeirsson og Arnhildur Pálmadóttir ásamt Markúsi Þór Andréssyni safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Hildur Inga Björnsdóttir
Gestir ganga um gólf.Hildur Inga Björnsdóttir
Logi Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra Íslands flutti tölu.Hildur Inga Björnsdóttir
Sýning Katrínar er mikið sjónarspil.Hildur Inga Björnsdóttir
Logi Einarsson bauð gesti velkomna.Hildur Inga Björnsdóttir
Helga Jóhannesdóttir og Beta Gagga í gír.Hildur Inga Björnsdóttir
Markús safnstjóri opnaði sýninguna.Hildur Inga Björnsdóttir
Silja Aðalsteinsdóttir og Maó Alheimsdóttir glæsilegar.Hildur Inga Björnsdóttir
Bryndís Erla Hjálmarsdóttir sýningarstjóri og Katrín Elvarsdóttir myndlistarmaður í stuði.Hildur Inga Björnsdóttir
Sunna Ástþórsdóttir og Habbý Ósk skvísur.Hildur Inga Björnsdóttir
Guðlaug Hannesdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir, jafnan þekkt sem hönnuðurinn og listakonan BOSK.Hildur Inga Björnsdóttir
Eldkláru skvísusysturnar Hildur Jónsdóttir og Kristín Jónsdóttir.Hildur Inga Björnsdóttir
Sara Jónsdóttir í góðum félagsskap.Hildur Inga Björnsdóttir
Maó Alheimsdóttir skáld flytur ljóðagjörning ásamt Marion Herrera hörpuleikara.Hildur Inga Björnsdóttir
Sýn mætti á svæðið.Hildur Inga Björnsdóttir
Farmers hjónin Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir.Hildur Inga Björnsdóttir
Halldór Ásgeirsson myndlistarmaður og Isabelle Huppert leikkona.Hildur Inga Björnsdóttir
Arnhildur Pálmadóttir og Markús Þór Andrésson.Hildur Inga Björnsdóttir
Ingunn Helga Hafstað og Haraldur Sigurðsson.Hildur Inga Björnsdóttir
Guðlaugur Leósson og Ármann Reynisson glæsilegir. Hildur Inga Björnsdóttir
Aldís Arnardóttir og Aldís Snorradóttir flottar. Hildur Inga Björnsdóttir
Halla Helgadóttir, Bergur Finnbogason, Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir.Hildur Inga Björnsdóttir
Björg Skarphéðinsdóttir, Arnar Skarphéðinsson, Halldór Ásgeirsson og Arnhildur Pálmadóttir.Hildur Inga Björnsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.