Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið BM Vallá 28. janúar 2026 11:33 Forsteyptu húseiningarnar frá BM Vallá eru framleiddar innanhúss í verksmiðju fyrirtækisins við stöðugt gæðaeftirlit. Einungis hágæða steinsteypa er notuð og húseiningarnar eru afhentar tilbúnar á byggingastað. Sífellt fleiri sem eru að huga að byggingarframkvæmdum leita að hagkvæmum og traustum valkostum og þar hafa forsteyptu húseiningarnar frá BM Vallá komið afar sterkar inn á síðustu árum. Forsteyptar húseiningar eru framleiddar innanhúss í verksmiðju fyrirtækisins við stöðugt gæðaeftirlit. „Í framleiðslunni er einungis notuð hágæða steinsteypa og eru einingarnar að stórum hluta sér smíðaðar fyrir hvert verkefni,“ segir Steingrímur Már Jónsson, framkvæmdastjóri einingaframleiðslu hjá BM Vallá. „Þar sem því verður við komið er þó byggt á stöðluðum lausnum til að auka hagkvæmni og skilvirkni.“ Húseiningarnar eru afhentar tilbúnar á byggingastað og geta verið allt frá út- og innveggjum til loftaplatna, stiga, bita og sökkla. „Þessi nálgun breytir hefðbundnu byggingarferli verulega, þar sem stór hluti framkvæmdarinnar fer fram áður en vinna hefst á lóðinni sjálfri.“ Steingrímur Már Jónsson er framkvæmdastjóri einingaframleiðslu hjá BM Vallá. Að sögn Steingríms næst fram margvíslegur ávinningur í byggingarferlinu með því að byggja með forsteyptum húseiningum. „Stór hluti hönnunar og þróunar verkefnisins fer fram hjá BM Vallá í nánu samstarfi við verkkaupa. Það tryggir betri yfirsýn, aukið framkvæmdaröryggi og hagkvæmari lausnir frá upphafi verksins. Þessi aðferð leiðir jafnframt til mun styttri byggingartíma þar sem húsið er oft sett upp á örfáum dögum í stað margra vikna.“ Gæði eru tryggð þar sem framleiðsla húseininganna fer fram við bestu aðstæður í verksmiðju, óháð veðri og undir stöðugu gæðaeftirliti. „Allar einingar eru unnar eftir ítarlegum framleiðsluteikningum sem tryggir mikla nákvæmni í samsetningu. Að auki stuðlar notkun forsteyptra eininga að sjálfbærari framkvæmd, þar sem minni byggingarúrgangur fellur til og efni nýtast betur. Í stuttu máli má því segja að forsteyptar húseiningar stytti byggingartíma, lækki kostnað, tryggi gæði og geri byggingarferlið skýrara og einfaldara fyrir alla aðila.“ Reynslumikill framleiðandi með íslenskar aðstæður í huga BM Vallá hefur framleitt húseiningar frá árinu 1984 og sameinaði alla húseiningaframleiðslu sína á einn stað eftir kaup á Smellinn húseiningum í lok árs 2007. Einingarnar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður og settar upp undir ströngu gæðaeftirliti. „Fyrirtækið býr yfir öflugri og tæknilega þróaðri framleiðslugetu og hefur um árabil verið leiðandi í þróun forsteyptra einingalausna hér á landi. Starfsfólk leggur ríka áherslu á að mæta hugmyndum og þörfum viðskiptavina og njóta hönnuðir mikils frelsis við hönnun og úrfærslur byggingarinnar þar sem hægt er að fara fjölbreyttar leiðir í framleiðslunni og útliti húsa.“ Fjölbreyttir notkunarmöguleikar Kosti forsteyptra húseininga má nýta í nánast hvers kyns mannvirkjagerð, svo sem í einbýlishús, sumarbústaði, fjölbýlishús og atvinnuhúsnæði. Einnig henta lausnirnar vel í önnur mannvirki, til dæmis brýr og undirgöng. Framleiðsluferlið er gæðavottað samkvæmt ISO 9001 og húseiningarnar eru CE-vottaðar. En hvernig virkar ferlið? „Það fyrsta sem viðskiptavinur þarf að gera er að senda inn málsettar teikningar, til dæmis grunnmynd og útlitsteikningu,“ segir Steingrímur. „Í kjölfarið er sett upp ítarlegt tilboð sem tekur jafnaði um 1-3 vikur, allt eftir umfangi verkefnisins. Að samþykktu tilboði er gengið frá samningi og hönnun hefst, ef hún er hluti af samningnum. Þegar hönnun liggur endanlega fyrir hefst framleiðsla og afhending er samkvæmt samkomulagi.“ Ný nálgun í mannvirkjagerð BM Vallá vinnur markvisst að þróun vistvænni lausna og eflingu hringrásarhugsunar í mannvirkjagerð. Nýlega var reist tímabundin ný verslun og skrifstofa fyrirtækisins við Bíldshöfða 7, svokallað Hringrásarhús. „Húsið var byggt með forsteyptum húseiningum sem hannaðar voru með það í huga að hægt væri að taka þær niður og setja upp á nýjum stað þegar framtíðarstaðsetning fyrirtækisins liggur fyrir.“ Hringrásarhúsið svokallaða er ný verslun og skrifstofa fyrirtækisins sem stendur við Bíldshöfða 7. Húsið var byggt með forsteyptum húseiningum sem voru hannaðar með það í huga að hægt væri að taka þær niður og setja upp á nýjum stað síðar. Með þessari nálgun er dregið úr sóun, kolefnisspor minnkað og auðlindanýting bætt. „Verkefnið veitir jafnframt dýrmæta þekkingu og reynslu í þróun lausna sem lengja líftíma efnis og minnka byggingarúrgang til muna,“ bætir Steingrímur við. Traust byggt á áratuga reynslu Saga BM Vallár nær aftur til ársins 1946 og byggir fyrirtækið því á um 80 ára reynslu í mannvirkjagerð. Þar er lögð rík áhersla á náið og traust samstarf við viðskiptavini, hvort sem um ræðir einstaklinga sem láta drauminn um framtíðarheimili rætast eða verktaka sem takast á við stór og flókin verkefni. Hjá BM Vallá starfar samhentur hópur hönnuða og byggingartæknifræðinga með áratuga reynslu af einingahúsum og leiðbeina þér með næstu skref. Hús og heimili Byggingariðnaður Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Forsteyptar húseiningar eru framleiddar innanhúss í verksmiðju fyrirtækisins við stöðugt gæðaeftirlit. „Í framleiðslunni er einungis notuð hágæða steinsteypa og eru einingarnar að stórum hluta sér smíðaðar fyrir hvert verkefni,“ segir Steingrímur Már Jónsson, framkvæmdastjóri einingaframleiðslu hjá BM Vallá. „Þar sem því verður við komið er þó byggt á stöðluðum lausnum til að auka hagkvæmni og skilvirkni.“ Húseiningarnar eru afhentar tilbúnar á byggingastað og geta verið allt frá út- og innveggjum til loftaplatna, stiga, bita og sökkla. „Þessi nálgun breytir hefðbundnu byggingarferli verulega, þar sem stór hluti framkvæmdarinnar fer fram áður en vinna hefst á lóðinni sjálfri.“ Steingrímur Már Jónsson er framkvæmdastjóri einingaframleiðslu hjá BM Vallá. Að sögn Steingríms næst fram margvíslegur ávinningur í byggingarferlinu með því að byggja með forsteyptum húseiningum. „Stór hluti hönnunar og þróunar verkefnisins fer fram hjá BM Vallá í nánu samstarfi við verkkaupa. Það tryggir betri yfirsýn, aukið framkvæmdaröryggi og hagkvæmari lausnir frá upphafi verksins. Þessi aðferð leiðir jafnframt til mun styttri byggingartíma þar sem húsið er oft sett upp á örfáum dögum í stað margra vikna.“ Gæði eru tryggð þar sem framleiðsla húseininganna fer fram við bestu aðstæður í verksmiðju, óháð veðri og undir stöðugu gæðaeftirliti. „Allar einingar eru unnar eftir ítarlegum framleiðsluteikningum sem tryggir mikla nákvæmni í samsetningu. Að auki stuðlar notkun forsteyptra eininga að sjálfbærari framkvæmd, þar sem minni byggingarúrgangur fellur til og efni nýtast betur. Í stuttu máli má því segja að forsteyptar húseiningar stytti byggingartíma, lækki kostnað, tryggi gæði og geri byggingarferlið skýrara og einfaldara fyrir alla aðila.“ Reynslumikill framleiðandi með íslenskar aðstæður í huga BM Vallá hefur framleitt húseiningar frá árinu 1984 og sameinaði alla húseiningaframleiðslu sína á einn stað eftir kaup á Smellinn húseiningum í lok árs 2007. Einingarnar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður og settar upp undir ströngu gæðaeftirliti. „Fyrirtækið býr yfir öflugri og tæknilega þróaðri framleiðslugetu og hefur um árabil verið leiðandi í þróun forsteyptra einingalausna hér á landi. Starfsfólk leggur ríka áherslu á að mæta hugmyndum og þörfum viðskiptavina og njóta hönnuðir mikils frelsis við hönnun og úrfærslur byggingarinnar þar sem hægt er að fara fjölbreyttar leiðir í framleiðslunni og útliti húsa.“ Fjölbreyttir notkunarmöguleikar Kosti forsteyptra húseininga má nýta í nánast hvers kyns mannvirkjagerð, svo sem í einbýlishús, sumarbústaði, fjölbýlishús og atvinnuhúsnæði. Einnig henta lausnirnar vel í önnur mannvirki, til dæmis brýr og undirgöng. Framleiðsluferlið er gæðavottað samkvæmt ISO 9001 og húseiningarnar eru CE-vottaðar. En hvernig virkar ferlið? „Það fyrsta sem viðskiptavinur þarf að gera er að senda inn málsettar teikningar, til dæmis grunnmynd og útlitsteikningu,“ segir Steingrímur. „Í kjölfarið er sett upp ítarlegt tilboð sem tekur jafnaði um 1-3 vikur, allt eftir umfangi verkefnisins. Að samþykktu tilboði er gengið frá samningi og hönnun hefst, ef hún er hluti af samningnum. Þegar hönnun liggur endanlega fyrir hefst framleiðsla og afhending er samkvæmt samkomulagi.“ Ný nálgun í mannvirkjagerð BM Vallá vinnur markvisst að þróun vistvænni lausna og eflingu hringrásarhugsunar í mannvirkjagerð. Nýlega var reist tímabundin ný verslun og skrifstofa fyrirtækisins við Bíldshöfða 7, svokallað Hringrásarhús. „Húsið var byggt með forsteyptum húseiningum sem hannaðar voru með það í huga að hægt væri að taka þær niður og setja upp á nýjum stað þegar framtíðarstaðsetning fyrirtækisins liggur fyrir.“ Hringrásarhúsið svokallaða er ný verslun og skrifstofa fyrirtækisins sem stendur við Bíldshöfða 7. Húsið var byggt með forsteyptum húseiningum sem voru hannaðar með það í huga að hægt væri að taka þær niður og setja upp á nýjum stað síðar. Með þessari nálgun er dregið úr sóun, kolefnisspor minnkað og auðlindanýting bætt. „Verkefnið veitir jafnframt dýrmæta þekkingu og reynslu í þróun lausna sem lengja líftíma efnis og minnka byggingarúrgang til muna,“ bætir Steingrímur við. Traust byggt á áratuga reynslu Saga BM Vallár nær aftur til ársins 1946 og byggir fyrirtækið því á um 80 ára reynslu í mannvirkjagerð. Þar er lögð rík áhersla á náið og traust samstarf við viðskiptavini, hvort sem um ræðir einstaklinga sem láta drauminn um framtíðarheimili rætast eða verktaka sem takast á við stór og flókin verkefni. Hjá BM Vallá starfar samhentur hópur hönnuða og byggingartæknifræðinga með áratuga reynslu af einingahúsum og leiðbeina þér með næstu skref.
Hús og heimili Byggingariðnaður Mest lesið Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent „Svolítið blind á það hversu mikið forréttindafólk við erum“ Atvinnulíf Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Greiðsluáskorun Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira